Fram, þjáðir menn i þusunð löndum
sem þekkið skortsins glimatök !
Nu bárir frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök
Funar stoðir burtu ver brjótum
Bræður! Fylkjum liði i dag !
Ver bárum fjötra, en brátt nu hljotum
að byggja réttlátt þjóðfélag
Þó ad framtið se falin,
gripum geirinn i hönd !
Þvi Internationalinn
mun tengja strönd við strönð
Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð
Till sigurs, eining öreignanna
með altyðunnar stolta nafn
Þin jörð er öðal allra manna,
en ekki fyrir gamm ne hrafn !
Þeira kyn skóp þer örbrigð og ótta
en er þeir skuggar hverfa úr syn
einn vordag snemma á feigðarflötta
mun fegurð lifsins verða þin
Sokn til frelsis er falin
vorri fylkingu í dag
unz Internationalinn
er allra bræðrarlag
Sveinbjörn Sigurjonsson