Fréttaskot annar hluti
Síðast uppfært 17. júlí 2002
Föstudagur 19. júlí. Í gær var kærleiksvikan jörðuð lifandi. Mikið stjórnleysi í gangi. Við ætluðum nú aðeins að koka eins og einn bjór en þar sem mörgum stórum áföngum var náð í lífinu í gær varð bjór að bjórum. Okkar helstu fagnaðarefni núna eru í fista lagi mjög efnilegt rúm sem Þverfóta flutti yfir bæinn þveran og endilangan í gær á þakinu á Sigga. Mikið afrek. Í örðu lagi má nefna stórkostlegt framtak ónefnds aðila sem við kjósum að kalla 'áttatíu og tvö módelið'. Þetta módel gerði sér lítið fyrir og boraði upp tvær mjög fallegar og rándýrar rúllugardínur í húsinu okkar. Mjög efnilegt.
Ath. Finnið fimm lesblinduvillur í þessum texta (verðlaun og BIKARAR í boði)

Það er roooosalega margt búið að gerast elskurnar (ást). Við töpuðum í sumardjamminu fyrir Atla granna sem stökk út í sjó (mikil ást) samt vorum við rosalega góðar og með söngatriði og allt Atli hefur notað tækifærið og ekki hafið viðreynslur. Heldur sínu streke sem eini maðurinn hér Eystra sem ekki er með svitabletti yfir viðreynslum við
Þverfótu F. Clausen og Frálæn Lieberherrn. Aðra helgina í júní skelltum við okkur til Akureyrar að koka og fista. Þar eignaðist Þverfóta mjög góða vinkonu sem vill ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Um miðjan júní skellti Þverfóta sér til æskustöðvanna í Dusseldorf. Frálæn var skilin eftir ein og líkaði heldur illa. Helgina 28-30. júni var haldið Stórmótið Lifrarbólga C með þér (þá sjaldan maður lyftir sér upp) í tilefni heimkomu Þverfótu. Henni til heiðurs kom eitt besta band landsins í heimsókn og féll Þverfóta fyrir Jónsa söngvara og er handviss um að þau muni ná saman þrátt fyrir óhagstæðar fjölskylduaðstæður hans. Minnstu munaði þó að Þverfóta endaði í örmum annars manns. Sá kýs að vera nafnlaus. Allir reyndu við Frálæn á dansgólfinu sem var í netasokkabuxum einum klæða (made in Germany). Hún var þó ekkert að ofmetnast við það og hafði viðreynslur sínar smáar í sniðum og reyndi aðeins við tvo aðila. Féll ekki í góðan jarðveg kannski vegna ungs aldurs þeirra (ca 1-5 árum yngri). Frálæn er ekki með barni. Næstu tvær vikurnar eftir þetta stórmót eru í þokumóðu þar sem þýsku stöllurnar voru enn að fagna endurfunduunum eftir að múrinn var rofinn. Ef okkur reiknast rétt til (mjög ólíklegt) þá var tveimur dögum eytt í annaðað svall. Biðjumst við innnilega velvirðingar á þessari tímaeyðslu og ábyrgðarleysi. Lokahnikkurinn var svo hópferð Þverfótu og Frálæn í Sollinn. Karókífestivalið Hjálpaðu mér upp 2002. Til að rétta úr kútnum settum við af stað kærleiksviku þar sem mikið er um boð og bönn. Bjórbönn. Nú er fjórði dagur í þessu og við svona líka "hressar".

Það sem er framundan

Helgina 19. til 21. fer Þverfóta á skátamót á Akureyri en Frálæn getur loksins talað móðurmál sitt þýsku þar sem Frá og Her Petersen mæta í Fjarðabyggð með gítarinn sinn og pillurnar. Rokkið er greinilega endalaust!

Helgina eftir það. Fáum við ófríska konu og ófreskjuna hennar í heimsókn og við ætlum svoleiðis að skella okkur á franska daga  á Fáskrúðsfirði sem og í siglingu með Ella Pé (ástmanni Frálænar)

Síðan er náttúrulega NEISTAFLUG, ok??? hverjir ætla að koma? eða bara hverjir ætla ekki að koma, ok? Við erum að tala um Mannakorn, Bruna, Írafár, Besta band landsins, Gunna og Felix að ógleymdum Billy Idol!
Við verðum með þátt á útvarp Neistaflug (Neskaupstaður: FM 101,9, Eskifjörður: 102,5 og Reyðarfjörður 103,1) og  verður þar styklað á stóru í húsasögu Austurlands og Sigríður Níelsdóttir verður leynigestur hjá okkur.
Við skorum á alla (krakka með hár og kalla með skalla) til þess að koma á Neistaflug það verður svooo ástrík stemmning að "maður verður bara graður". Þeir sem hafa bókað sig eru: Lóa, Ása, Ólöf, Guðlaug, og fullt af þjóðverjum sem þið þekkið ekki.

Síðan er náttlega reykjavík þúst 10. ágúst, ok? og þúst bara geðveikt præd.

Helgin 17. ágúst er enn ekki plönuð %$

Helgina 24. ágúst mun stórhljómsveitin (þó reyndar ekki lúðrasveit en við erum að vinna í að verða lúðrahljómsveitargrúppíur, því  "eins og allir vita er allt skemmtielgasta fólkið í lúðrasveitum") R
okkslæðan troða upp í Neskaupstað og þess er skemmst að minnast að tveimur dögum áður á Þverfóta stórafmæli og það er einmitt einnig fullveldisdagur Austurþýskalands þannig að búast má við bæði stuði og bradwurst sama daginn!  Þarna mun Herdís pleija með eins og hún væri á 34 mörkum á tímann!  Sömu daga verður Írafár í Neskaupstað þ.e.a.s. hákarlabeiturnar Neil og Christine vener hennar Þverfótur (reyndar nicht deutch aber zer good manfolkerhaber ja).

Þetta er bara allt sem vie væser núna þannig að ef þið viljið bóka ykkur á giggin þá bara að hafa samband. Ekki gleyma húfum og handshuer!

liebe!

das munishes

Breaking News!
Okkur var að berast þessi frábæra mynd af Indriða og færum honum bestu þakkir fyrir að vera sá sem hann er.