Búið í ár !!
Við höfum ákveðið að draga okkur úr keppni vegna manneklu. Við verðum bara að gera betur á næsta ári. Enda ágætis hópur sem
að við verðum bara að virkja betur.


2.deild
Jæja þá er það staðfest við verðum í neðri deild og það
munaði leiknum á móti HK. Þeir komust upp en við sátum eftir
þetta var okkar fyrsti leikur og það var engin mæting, þetta er svoldið sárt þar sem að nokkrir leikir töpuðust á mætingu.
Núna er bara spurning um að hafa gaman af rest og mæta í þá leiki. Og gera svo bara betur á næsta ári !!

ATH ! breyttan tíma á móti FH, sjá töflu neðar (hægra meginn).


Sigur gegn Val.
Síðasti leikurinn í riðlinum var gegn Val í gær í höllinni og vannst þar góður sigur 26-23 í hörku leik.
Við byrjuðum ekki nógu vel og lendum undir og tók það menn nokkurn tíma að stilla fallbyssuna og þá sérstaklega þeir örfhentu. Þetta lagaðist hægt og bítandi og með skynsömum leik náðum við yfirhöndinni og öruggur sigur var í höfn.
Varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik og þá eiga markmenn oftast erfit uppdráttar en þrátt fyrir það tók Hallgrímur Jónasson nokkra mjög góða bolta.
Þetta lagaðist í seinni og Halli Hilsen varði mjög vel í þeim síðari og munaði það miklu.
Björn Hák, stóð sig mjög val bæði í vörn og sókn og Bjarki og Árni Stef skorðu grimmt þegar fínstillingin var komin í lag.
Lalli Sigvalda stóð sig vel og er mjög gott að vera komin með örfhentan mann í hornið.
Hjössi, Ásgeir og Haukur skiluðu sínu og laumuðu mikilvægum mörkum þegar á reyndi.

Nú er bara að sjá hvort þetta dugir okkur í efri hlutann í deildinni……


Valur - Vikingur

Það er kominn leiktími á Valur2 – Víkingur
miðvikud 1. Feb kl 21:30 í Höllinni

Vik - Haukar
Við gerðum okkur ferð í Fjörðin til að leika við Hauka frestaðan leik sem átti í raun að vera heimaleikur okkar en vegna plássleysis í
húsinu þá varð að færa hann til og buðust Haukarnir til að redda
húsnæði.   Fengum fínan tíma eða má segja að leikinn hafi verið miðnæturleikur.
Með 3 nýjum liðsmönnum byrjaði leikurinn heldur vel fyrir okkur, komumst í 3-1 en þar við sat.  Jafnt var á öllum tölum í 55 mín en Haukarnir náðu síðan að síga framúr á síðustu 5mín.  Tapaðist leikurinn því
32-29 og er staða okkar í deildinni frekar tæp á að komast inn í sjálfa úrslitakeppnina. Má segja að nýju
einstaklingarnir hafi komið sterkir inn, Lárus Sig (Galdri) varð að
stilla miðið fram eftir fyrri hálfleik en síðan var andstæðingurinn
sníttur í horninu. Benedikt (Bússi  nokkur fyrr um leikm. MFL.Vík.)
öflugur á línu að vanda og sem naut í vörn, ekki má gleyma
Hallgrími (Hadda fyrrum ÍR markmanni) en hann stóð
á milli stanga í síðari hálfleik og mátti sjá gamla takta hjá honum. Annars virtist boltinn eitthvað fara illa í menn því við áttum í nokkrum erfiðleikum með að grípa hann og svo voru stangir andstæðingana svolítið mikið fyrir okkur.
Miðað við þróun leiks og misfarin dauðafæri þá hefðum við alveg getað unnið en kannski sangjarnast að hafa út úr þessu jafntefli en því miður fór sem fór.
Ekki má nú gleyma okkar hundtrygga yfirþjálfara okkar Erni Viðari en hann var fenginn til að dæma þennan leik og má segja að sjaldan hafi sést önnur eins
snilldar dómgæsla, hann á heiður skilið fyrir framgöngu sína í leiknum og hann hikaði ekki við að henda fyrrum landsliðskeppum í kælingu.
Þar fer á ferð dómari sem myndi sóma sér vel í úrvalsdeild hinna bestu í handboltanum.
Að lokum er vert að geta þess að menn hafa oft verið að melda sig í leiki en síðan ekki komið.  Lagt er til að menn reyni nú að fjölmenna í síðasta leikinn á móti VAL.
Hann skiptir okkur öllu svo lengi sem menn vilja fara í efri helm. mótsins.


Vík - Uppgjöf

Draumaliðið spilaði heimaleik í Víkinni í gær gegn Uppgjöf. Í því liði eru KA menn og Þórsarar sem eru búsettir hér fyrir sunnan.
Það vannst öruggur sigur 36-32 í leiknum og var þetta góður leikur
af okkar hálfu.
Vörnin var með betra móti þrátt fyrir að Kalli Þráins hafi ekki spilað
og markverðirnir Hallgrímur og Össi áttu fínan dag. Í sókninni fór gamli heimsliðsmaðurinn og húsmóðirinn úr Mosó Bjarki Sig á kostum og skorðai mörk af öllum gerðum auk þess að eiga margar gull sendingar.
Það er ljóst að stífar æfingar  frá áramótum og minna samneiti við Bakkus eru að skila sér í leik Bjarka og mættu sumir aðrir í liðinu
taka hann sér til fyrirmyndar. Aðrir spiluðu góðan leik og náði Björn Hák sér vel á strik og Júlli átti góða spretti, en það er vonandi að sá maður bjóði ekki upp á öfuga snúninginn í hægra horninu oftar.
Það hafa sjaldan eða aldrei sést ljótari taktar í Víkinni.
Aðrir stóðu fyrir sínu en komust lítt að í sókninni fyrir skotglaða örfhenta undradrengnum….

Næsti leikur er á sunnudag gegn Haukum og þá mætum við fullmannaðir og gerum gott mót.

Kveðja Bogdan….

Markaskorar

Bjarki   13
Bjössi H   8
Júlli H   8
Árni S   3
Jón Ó   3
Ásgeir   1
Haukur T   1


Utandeild 2.deild  

 
Föstudagur 10. febrúar 2006      
  Utand. 2.deild Mýrin 21.30 Kútarnir - Víkingur

 
Sunnudagur 19. febrúar 2006       
  Utand. 2.deild Víkin 19.30 Víkingur - FH

 
Sunnudagur 26. febrúar 2006       
  Utand. 2.deild Mýrin 19.00 HC. Handlama - Víkingur

 
Sunnudagur 5. mars 2006           
  Utand. 2.deild Víkin 18.30 Víkingur - Fram

 
Þriðjudagur 14. mars 2006          
  Utand. 2.deild Varmá 22.00 HR - Víkingur

 
Sunnudagur 19. mars 2006          
  Utand. 2.deild Víkin 18.30 Víkingur - SÁ

 
Miðvikudagur 22. mars 2006        
  Utand. 2.deild Laugardalshöll 21.30 Valur - Víkingur

 
Sunnudagur 2. apríl 2006          
  Utand. 2.deild Víkin 18.30 Víkingur - Uppgjöf

  Mánudagur 10. apríl 2006
          
  Utand. 2.deild Austurberg 21.30 ÍR 2 - Víkingur
Fréttir
Leikdagar og staðan A riðill