Bjössi og Ólafía
Ó L A F Í A  O G  B J Ö S S I
V E L K O M I N
English version
Við fæddumst bæði í Reykjavík árið 1978, en Bjössi þó hálfu ári fyrr en Ólafía.
Bjössi
Ólafía
Ég bjó í Hafnarfirði til tveggja ára aldurs en þá flutti ég til Reykjavíkur. Níu ára gamall flutti ég svo í Kópavoginn og hef búið þar síðan.

Ég gekk í Ísaksskóla til 9 ára aldurs og fór þá í
Kópavogsskóla og lauk grunnskólaprófi þaðan. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi af eðlisfræðibraut.

Aðaláhugamál mitt er flug. Ég lauk atvinnuflugmannsprófi með blindflugsáritun 1999 og hef síðan þá aflað mér ýmissa réttinda til atvinnumennsku í flugi.
Sjá nánar hér.

Eg kenni flug hjá
Flugskóla Íslands...þar til ég fæ draumastarfið sem flugmaður!
Ég ólst upp í Breiðholtinu, fyrst í Neðra-Breiðholti en fluttist svo í Efra-Breiðholt 1984 og bjó þar til 1998 þegar ég fluttist enn á ný í Neðra-Breiðholtið.

Ég lauk grunnskólaprófi frá
Fellaskóla og haustið 1994 lá leið mín í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk ég stúdentsprófi þaðan af náttúrufræðibraut árið 1998.


Auk stúdentsprófs hef ég lokið fornámi við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands og einu ári í enskudeild Háskóla Íslands.


Ég starfa sem þjonustufulltrui hjá fyrirtæki með internetþjonustu, meðan ég ákveð hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór!
Í ársbyrjun festum við kaup á okkar fyrstu íbúð og fengum við hana afhenta i sumarbyrjun. Það er svooo gaman!!
Bloggið Myndirnar Gestabókin
Tenglar