Þetta er ekki svona fréttasíða, heldur skrifa ég hér hvað ég hef sett nýtt inn á síðuna. Það er verða líka stundum einhverjar sniðugar fréttir settar hérna líka. Þær eru neðst á síðunni. Ef þú vilt senda mér einhverjar skemmtilegar fréttir eða slúður af einhverju ýttu þá hér!

Fréttir af síðunni

07.08.2002: Þá er ég kominn heim úr ferðinni til Svíþjóðar og búinn að ná í myndirnar úr framköllun. Við fórum reyndar ekki bara til Svíþjóðar heldur vorum við í nokkra klukkutíma í Kaupmannahöfn. Ég var aðeins lengur heldur en flestir strákarnir, því að familían kom og við fórum eitthvað til Danmerkur. En allavega... þá er ég búinn að setja 46 nýjar myndir úr ferðinni inn á myndasíðuna, fjögur ný lög fyrir gítarinn, og sjö nýjar fréttir.

06.07.2002: Jæja, nú kemur loksins eitthvað nýtt á síðuna eftir langt hlé :) Ég hef ekkert verið að uppfæra því að ég hef svosem ekkert til að setja hingað, en bráðum koma fullt af myndum því að ég er að fara með ÍR til Svíþjóðar í fótboltaferð :) Í dag bætti ég við 12 nýjum lögum fyrir gítarinn og lagaði aðeins nokkur lög, setti tvo nýja tengla inn og þrjár nýjar fréttir.

06.04.2002: Ég setti átta ný gítarlög inn, og tvær fréttir.

27.03.2002: Ég setti fjögur ný gítarlög inn, og tvö MP3 lög. Svo tók ég út elstu skemmtilegu fréttirnar. Júúúhúú ég á afmæli í dag! :)

23.03.2002: Ég setti sjö ný íslensk lög á gítarsíðuna, og tvö ný MP3 lög á MP3 síðuna, svo bætti ég við einni frétt.

20.03.2002: Loksins eru myndirnar úr skíðaferðinni komnar! Þær voru ekki alveg jafn góðar og ég vonaði en þær eru ágætar. Það er lítið af brettamyndum því að ég var að drepast í rófubeininu eins og kannski flestir vita þannig að ég gat ekkert verið á pöllunum þegar við fórum upp í fjallið.

17.03.2002: Tvö ný gítarlög.

16.03.2002: Langt síðan ég hef uppfært... það hefur verið mikið að gera. Ég setti fimm ný lög á gítarsíðuna og tvö ný lög á MP3 síðuna. Myndirnar úr skíðaferðinni koma á mánudaginn eða þriðjudaginn.

05.03.2002: Ég er veikur, þannig að myndirnar úr skíðaferðinni koma seinna á síðuna, ég fer með filmuna í framköllun þegar ég er orðinn hress aftur. Ég bætti bara við einu gítarlagi því að ég er svo slappur.

01.03.2002: Ég er á fullu að pakka niður fyrir skíðaferðina þannig að ég setti ekkert nýtt á síðuna nema þessar fá línur. Eftir ferðina verður komið alveg fullt af myndum, því á sjálfsögðu verð ég með myndavélina á lofti! Myndavélin er sko ekki digital þannig að það verður kannski smá bið eftir að myndirnar komi síðuna. Ég var að pæla hvernig allir frétta af þessum síðum sem ég er að gera! Ég sé eiginlega eftir að hafa ekki sett teljara hingað strax í byrjun en það er eiginlega of seint núna. Ég hélt að það ætti enginn eftir að nenna að skoða þessar síður.... En endilega haldiði áfram að skrifa í  gestabókina (og þið sem hafið ekki skrifað, skrifiði!) og kíkið á nýju síðuna hjá Tóbíaz!

24.02.2002: Ég opnaði nýja heimasíðu fyrir hljómsveitina Tóbíaz í dag! slóðin er www.here.is/tobiaz. Ég bætti við fjórum nýjum MP3 lögum og setti fimm ný lög á gítarsíðuna. Svo skrifaði ég tvær nýjar skemmtilegar fréttir hérna fyrir neðan.... Ástæðan fyrir því hvað það er langt síðan ég uppfærði er að netið hjá mér er eitthvað bilað...

15.02.2002: Netið hjá mér er aftur orðið eitthvað bilað, en ég setti samt fjögur ný lög á gítarsíðuna og tvö MP3 lög.

09.02.2002: Sex ný gítarlög og þrjú ný MP3 lög.

07.02.2002: Ég setti fimm ný lög inn á gítarsíðuna og fjögur MP3 lög, og svo bætti ég við tveimur skemmtilegum fréttum.

31.01.2002: Netið hjá mér er eitthvað bilað svo að það verður ekki mikið um uppfærslur á síðunni á næstunni, allavega ekki fyrr en það er komið í lag. En ég setti fjögur ný MP3 lög og fjögur ný lög á gítarsíðuna.

27.01.2002: Ég bætti fjórum MP3 lögum við og setti tvö ný lög á gítarsíðuna.

23.01.2002: Fjögur ný lög á gítarsíðuna og sex ný lög á MP3 síðuna.

18.01.2002: Fjögur ný lög á gítarsíðuna og svo setti ég eitt nýtt MP3 lag.

13.01.2002: Ég bætti 29 myndum frá Gauja úr Danmerkurferðinni við myndasíðuna. Svo setti ég eitt nýtt lag inn á gítarsíðuna.

12.01.2002: Ég setti 18 nýjar myndir inn á myndasíðuna! Myndirnar eru úr Danmerkur ferð ÍR sumarið 2002.

10.01.2002: Ég setti 10 ný íslensk lög sem allir þekkja inn á gítarsíðuna.

08.01.2002: Tvær af MP3 síðunum sem ég tók lögin af lokuðu og þá varð ég að taka flest lögin út því að lögini eru allt linkar. En ég setti samt fimm ný lög inná síðuna, eitt gítarlag og svo skrifaði ég eina frétt.

07.01.2002: Ég setti inná fjögur ný MP3 lög. Nóg í bili. Það er farið að sjóa aftur og vonandi fer að styttast í fleiri brettamyndir, kannski video!

05.01.2002: Gunni sendi mér eitt tab fyrir gítarsíðuna og ég setti það og tvö önnur lög inná hana. Svo bætti ég þremur MP3 lögum við MP3 síðuna og núna eru lögin þar orðin 67!

03.01.2002: Gleðilegt nýtt ár! Ohh skólinn byrjar á morgun :/ Ég setti vö ný MP3 lög og tvö fyrir gítarinn.

30.12.2001: Setti tvö massa lög á gítarsíðuna og tvö á MP3 síðuna!

29.12.2001: Ég setti þrjú ný lög fyrir gítar og líka fjögur ný MP3 lög á síðuna í dag. Eitt lagið er með Adda Gauta! Svo setti ég tengil á síðuna hans Þórðar.

26.12.2001: Ég var í jólafríi í gær og setti ekkert nýtt á síðuna, en núna set ég tvær nýjar fréttir í skemmtilegufréttirnar, nokkur lög fyrir gítar og nokkur MP3 lög. Ef það heldur áfram að snjóa koma kannski fleiri brettamyndir bráðum!

24.12.2001: Ég lét 3 ný lög á gítarsíðuna, meðan ég er að bíða eftir jólunum. Takk fyrir að koma á síðuna mín og takk fyrir að skrifa í gestabókina mína...Gleðileg jól!

23.12.2001: Ég lagaði gestabókina aðeins, tók út reitinn fyrir heimasíðu. Setti inn 6 ný MP3 lög (eitt jólalag). En ekkert með Rottweilerhundunum því að ég er ekki með fleiri lög með þeim...

22.12.2001: Loksins er komin gestabók á síðuna! Ég setti hana inná áðan, og líka lög fyrir gítar og MP3 lög.

21.12.2001: Bætti við nokkrum MP3 lögum og setti 5 ný lög á gítarsíðuna. Hjörtur sendi mér tvö af þeim. Og svo skrifaði ég eina nýja skemmtilega frétt.

20.12.2001: Ég bætti við alveg helling af MP3 lögum, farðu og kíktu á lögin og endilega downloadaðu einhverju! Ég skrifaði líka eina nýja frétt í skemmtilegu fréttirnar. Svo setti ég 3 ný lög inná gítarsíðuna sem Arnaldur sendi  inn.

19.12.2001: Ég setti tólf myndir úr Þórsmerkurferðinni inn á síðuna, og tvær myndir úr Viðeyjarferð í 7. bekk. Veldu myndir vinstra megin á síðunni til að skoða myndirnar.

18.12.2001: Síðan opnuð! Þetta er ekki alveg fyrsta heimasíðan mín, ég og Ívararnir vorum stundum að gera heimasíður fyrir nokkrum árum, en það tókst aldrei almennilega. En þessi síða tókst! En það er einn galli við þessi ókeypis vefsíðupláss að það koma alltaf auglýsingar.
 
 

Skemmtilegar fréttir

Lænkamistök!

Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið skurðlækni sem fyrir slysni fjarlægði getnaðarlim af sjúklingi sínum sem hugðist láta umskera sig. Dr. Francisco Javier Valentin y Ortiz verður væntanlega kærður fyrir læknamistök, ófagleg vinnubrögð og framkvæma aðgerð án tilskilinna leyfa. Valentin y Ortiz hafði ekki leyfi til að umskera fólk.
 

Stöðvaði sína eigin jarðarför

Rúmenskur maður hringdi í fjölskyldu sína og bað um að láta sækja sig á spítala á sama tíma og hún var að undirbúa jarðarför hans. Læknar á spítalanum hringdu í fjölskyldu mannsins til að láta vita að hann væri látinn. Þeir fóru hinsvegar línu villt og hringdu í vitlausa fjölskyldu. Þegar hinn sprell lifandi maður var útskrifaður hringdi hann heim og fékk þá að vita af eigin jarðarför
 

Hundur háður níkótíni

Kona í Bandaríkjunum er að reyna hætta reykja til að losa hundinn sinn við níkótínfíknina. Yvonne Stubbs hefur ekki fengið sér smók í 20 daga þar sem hundurinn hennar át alltaf sígarettustubbana hennar. Hún segist jafnvel hafa íhugað að gefa hundinum níkótínplástra, slík eru eftirköstin. "Mig langar til að prófa plásturinn en hann klórar hann bara af sér," sagði Yvonne. 
 

Maður étur einungis pizzu og kók frá Dominos Pizza á hverjum degi í 5 ár 

 Maður í New Jersey í Bandaríkjunum hefur étið pizzu og drukkið diet-kók á hverjum einasta degi síðastliðinn 5 ár en samkvæmt útreikningum frá Dominos Pizza veitingastaðnum í smábænum Ramsey hefur Mike Ulris hringt á pizzu á hverjum degi án þess að missa einn dag úr. Mike hefur hinsvegar aldrei stigið fæti inn á pizzastaðinn þar sem hann hefur alltaf pantað úr síma og fengið pizzuna heimsenda. Samkvæmt útreikningum hefur maðurinn étið yfir 2.000 sneiðar en hann hefur haft það sem vana að borða sex sneiðar á morgnanna með tveimur flöskum af diet-kóki og síðan restina af pizzunum í kringum 6-leytið og klukkan 11 á kvöldin. Mike Ulris segist ekki eiga örbylgjuofn til að hita pizzusneiðarnar upp þegar líða tekur á daginn né eldavél til að búa til hefðbundin heimatilbúinn mat. Hann segir einnig að hann hafi fengið mikið dálæti á pizzum fyrir 5 árum og hafi síðan pantað þær á hverjum degi - þökk sé Dominos Pizza.
 

Hundi bjargað úr sjávarháska á Kyrrahafi 

Hundinum Forgea, sem rekið hefur um Kyrrahaf í nærri þrjár vikur matar- og vatnslítinn, var í gær bjargað um borð í fiskiskip undan ströndum Hawaii. Forgea var um borð í yfirgefnu tankskipi en mikil leit hefur staðið yfir að skipinu og hundinum að undanförnu. Áhöfn taívanska flutningaskipsins Insiko 1907 var bjargað um borð í skemmtiferðaskip 2. apríl. Eldur kom upp um borð í flutningaskipinu 13. mars og við það fór rafmagn af því og það varð sambandslaust við umheiminn. Hundurinn varð hins vegar eftir um borð og þegar af því fréttist skipulögðu bandarísk dýraverndunarsamtök björgunaraðgerðir. Lengi vel sást ekkert til skipsins og var um tíma talið að það hefði sokkið. En á laugardag sá áhöfn bandarískrar strandgæsluflugvélar skipið og hundinn hlaupandi á þilfarinu. Kassa með pítsu, súkkulaði og appelsínum var varpað til hundsins í skipinu og í gær kom fiskibátur á staðinn og bjargaði hundinum um borð. Von er á bátnum og Forgea til Honolulu í vikunni. 

 

Innbrotsþjófur festir sig í loftræsikerfi matvöruverslunnar í Finnlandi 

Slökkviliðsmenn í Finnlandi komu innbrotsþjófi til hjálpar sem hafði fest sig í loftræstikerfi matvöruveslunnar sem hann hugðist ræna. Þjófurinn sem er tvítugur hafði brotist inn í stórmarkað í bænum Joensuu og hafði hann ætlað að láta þar til greypar sópa en gekk ekki betur en það að festa sig í loftræstikerfinu. Íbúar og gangandi vegfarendur tilkynntu lögreglu að þeir heyrðu hróp á hjálp koma frá versluninni. Lögregla handtók þjófinn og við blásturspróf kom í ljós að hann var ölvaður og hafði drukkið fjórum sinnum meira en leyfileg mörk leyfa en þjófurinn var á bíl. 
 

Maður vinnur 50 milljónir í lottói í raunveruleikanum og í draumi 

 Maður í Winnipeg í Kanada vann rúmmlega 50 milljónir íslenskra króna í lóttói, einum degi eftir að honum hafði dreymt ís svefni að hann hefði unnið í lottói. Maðurinn Harry Maertins sem er fertugur, segir að honum hafi oft dreymt að hann hafi unnið þann stóra og hafði hann ákveðið að freista gæfunnar þegar einn mánuður var í fertugsafmælið hans. Harry keypti nokkra miða á þremur mismunandi stöðum og gáfu fyrstu tveir miðarnir engan vinning en þegar kom að þeim þriðja sá hann að hann hefði unnið um eina milljón kanadadollar. 
 

Tempo opnar!

Skemtistaðurinn Tempo opnar nú á föstudag með mögnuðu partýi. Staðurinn er ætlaður ungu fólki en aldurstakmarkið er 13 ár. Opnunar partýið er ekkert slor en þeir Dj Jói og Dj Steini ætla að þeyta skífum og það verður tískusýning frá TopShop og útvarpsstöðin Sterio ætlar að vera á svæðinu og að sjálfsögðu 01.is myndavélin. Eins og áður segir verður staðurinn opnaður á föstudaginn 5. Júlí 2002 og partýið stendur frá 20.00 til 23.30 og það kostar aðeins 950 krónur inn.

Morðingi í pappakassa

Þýska lögreglan er nú með miklar aðgerðir í gangi til að finna dæmdan morðingja sem slapp úr fangelsi nýlega. 27 ára gamall Júgóslavinn sem dæmdur var fyrir hrottalegt morð datt í hug að reyna flótta úr fangelsinu. Hann tók til þess ráðs að skella sér í pappakassa sem hann hafði fengið til samsetningar í fangelsinu, merkja hann og bíða eftir að vera sendur burt. "Hann hafði verið að vinna í kassadeild fangelsisins og svo virðist sem hann hafi komið sér í einn kassann," sagði Christian Pegel, talsmaður fyrir dómsmálaráðuneytið í Mecklenburg. Fanginn komst svo út úr fangelsinu þegar vöruflutningabílstjóri tók kassann, grunlaus um innihaldið, og henti honum inn í vörubílinn sinn. Löggan eru nú að kemba allt svæðið með þyrlum, hestum og hundum.

Moby notaði eiturlyf 10 ára.

Stórstjarnan Moby segir í samtali við NME að hann hafi prófað að nota eiturlyf þegar hann var 10 ára. Ásamt skólafélögum sínum segist hann hafa drukkið allt og étið allt sem kom honum í vímu. Þó segist hann hafa hætt þessari iðju þegar hann varð 13 ára vegna hræðslu við að eitthvað af þessum efnum gætu skemmt sig. Nú segist Moby ekki lýta við þesslags efnum og sé feginn að þurfa ekki að nota þetta á hverjum degi eins og alltof margir í þessum iðnaði.

Pöntuðu pizzu í miðju innbroti

Lögreglan í bænum Bad Segeberg í Þýskalandi leitar nú innbrotsþjófa sem pöntuðu sér pizzu í miðju innbroti. Þjófarnir tæmdu nokkrar skúffur í húsinu og ollu miklum skemmdum með slökkvitæki. Þegar lögreglan kom á vetvang fundu þeir tóma pizzukassa rækilega merkta pizzustaðnum sem þeir pöntuðu frá. Lögreglan hafði samband við veitingastaðinn sem gaf þeim upplýsingar um hvenær ránið var framið. Laganna verðir eru vissir um að þessar upplýsingar komi að góðum notum við að koma upp um glæpinn.

Íshokkí er stórhættuleg íþrótt (ehh þetta er ekki skemmtileg frétt....)

Brittanie Cecil sem hefði orðið fjórtán ára á miðvikudaginn lést á mánudagskvöldið eftir að hafa fengið íshokkí pökk í hausinn. Brittanie fór ásamt foreldrum sínum á leik Blue Jackets og Calgary Flames í bandarísku íshokkídeildinni í Ohio á laugadagskvöldið. Vitni sagði að skot frá sóknarmanninum Espen Knutsen sem leikur fyrir Blue Jackets hefði farið yfir varnargler við áhorfendapallana, strokist við einn áhorfandann og endað loks í hausnum á stúlkunni. Talsmaður NHL deildarinnar, Frank Brown segist ekki muna til þess að áhorfandi hafi látist áður við að fá pökk í sig. Það er þó ekki sannleikanum samkvæmt því árið 2000 lést 21. árs Kanadamaður eftir að pökkur flaug upp í áhorfendapalla á íshokkíleik í Manitoba. Níu ára stúlka lést eftir að hafa fengið pökk í hausinn á leik sem var í Saint-Marie og 10 ára strákur lést eftir að hafa fengið pökk í sig á leik Eagles og Chiefs sem fram fór í Spokane árið 1984. Auk þess eru ótal dæmi um áhorfendur sem hafa slasast alvarlega eftir að hafa orðið fyrir pekki á íshokkíleikjum.
 

Strengja og trumbukvintettinn Tóbíaz!

Hljómsveitin Tóbíaz var stofuð mánudaginn 18. feb. Það stendur víst til að gera hana að skólahljómsveit Ölduselsskóla og við erum komnir með fasta æfingatíma einu sinni í viku. Í hljómsveitinni eru: Addi, Halldór, Ívar, Hjörtur og ég! Við eigum alveg örugglega eftir að skemmta okkur vel í hljómsveitinni... og við erum komnir með eina tónleika planaða :) Það verður á næstu skemmtun þegar 9. bekkur á að sjá um skemmtiatriðin! Þú getur séð meira á heimasíðu hljómsveitarinnar en hún er: www.here.is/tobiaz
 

Brjálaður íkorni réðst á skóla

Grunnskólakennari þurfti að flýja út úr skólastofu með bekkinn sinn í Bandaríkjunum vegna íkorna sem gerði mikinn usla þar inni. Terry Stanfill, yfirkennari Valley of Enchantment skólans í Kalíforníu segir að íkornin hafi verið alveg kolruglaður. Hann sagði að kennarinn hafi þurft að flýja íkornan með 20 fyrsta árs nema út úr skólastofunni þegar “íkorninn bara valsaði inn.” Íkorninn elti bekkinn út úr stofunni og svo aftur inn á eftir þeim.“Starfsfólk skólans tilkynnti um grimman íkorna sem hafði ráðist inn í skólann svo við sendum mann á staðinn” sagði lögreglufulltrúinn Chuck Stanfill. Lögregluþjónninn var á varðbergi það sem eftir var skóladagsins og tryggði að börnin kæmust öll heim heil á húfi.