Svo virðist sem aukin meðvitund um hnattvæðingu valdi því að fólk fer í auknum mæli að finna þörf til þess að tilheyra ákveðnum hópi – hópi sem býr yfir sérkennum sem tengja meðlimi hópsins saman.  Í síðasta hlutanum eru tekin dæmi um hópmyndanir í heiminum.  Hóparnir sem myndast í hnattvæddum heimi eiga það sameiginlegt að vera and-nútímalegir og hefðbundnir.  Markmið hópanna er að endurbyggja menningu og sjálfsmynd sína með áherslu á þætti samfélagsins sem líta út fyrir að vera að hverfa.  Þetta er gjarnan byggt á fegruðum hugmyndum um gamlan menningararf þar sem fortíðin er lofuð.  Þetta sést vel í dæminu um Ainu fólkið í Japan sem leggur áherslu á menningararf sinn og heilla með honum ferðafólk.  Ég hef fært rök fyrir því að samskonar áhersla kemur fram meðal ferðamálafrömuða á Íslandi.  Þessar áherslur eru einkennandi fyrir þjóðernishyggju og hafa alið af sér mismunun ýmiskonar – þjóðernisdeilur, kynþáttahyggju, fordóma og fleira. Hinn hnattvæddi hefur þannig fært íbúa jarðarkringlunnar nær hvor öðrum, en um leið leitt til meiri sundrungar og deilna milli hópa.   

John Lennon (1971) lýsir í laginu Imagine hvernig stuðla megi að friði og sátt í heiminum með því að líta á heiminn sem einn samleitan heim án landamæra og annarra þátta sem aðskilja fólk:

 

Imagine there's no countries

It isn't hard to do

Nothing to kill or die for

No religion too

Imagine all the people

Living life in peace...

 

You may say I'm a dreamer

But I'm not the only one

I hope some day you'll join us

And the world will be as one

 

Imagine no possessions

I wonder if you can

No need for greed or hunger

A brotherhood of man

Imagine all the people

Sharing all the world...

 

Þessar hugmyndir hans eru nokkuð miklir draumórar og langt frá því geta endurspeglað veruleikann.  Fólk vill búa við ákveðinn fjölbreytileika.  Það getur auk þess gefið okkur nýja sýn og opnað fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum.  Til þess ber þó að varast að þagga rödd „hinna“ niður og hlusta á hvað þeir hafa að segja.  Samt sem áður getur verið gagnlegt að gera sér grein fyrir þeim möguleika að allur heimurinn geti samsamast og átta sig þannig á sammannlegum þáttum mannkynsins.  Þetta gæti komið í veg fyrir, oft grimmilega, mismunun í heiminum.  Framandleikinn er nokkuð sem við búum okkur til vegna þess að við þekkjum ekki siði og venjur annarra.  Við erum öll lík á sama hátt og við erum ólík.  Það getur verið alveg jafn mikill innbyrðis munur milli meðlima hóps og milli tveggja hópa.  Munur milli hópa er að mestu leyti búinn til og skilgreindur af mannavöldum.  Í þessu samhengi eru mér minnisstæð orð mömmunnar í kvikmyndinni Forrest Gump (1995).  Henni er sagt að sonur hennar sé öðruvísi (different) vegna þess að hann mælist með IQ-greindarvísitölu 75, undir venjulegri greind.  Svar hennar við þessu hljómar svo: „We are all different!“[1]  Þessi orð hennar eru fyllilega réttlætanleg þegar haft er í huga að því fyrir „hinum“ erum „við“„hinir“ og því er í raun ekki hægt að tala um „hina“.  Öll erum við einstök  (öðruvísi) en búum jafnframt yfir sammannlegri reynslu sem hlýtur að gera okkur kleift að skilja hina eða aðra.

 

 



[1] „Við erum öll öðruvísi! “