30.11.2003.
TR a Bikarmeistarar í 2 sinn.

Taflfélag Reykjavíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði TV í bikarkeppnninni með 8,5 vinning gegn 3,5. Lið TR var mun sigurstranglegra enda með 1. stórmeistara og 2 alþjóðlega meistara innanborðs meðan TV hafði einn alþjóðlegan meistara. Stórglæsileg setningarathöfn var fyrir leik og voru leikmenn meðal annars kynntir eins og tíðkast fyrir handboltaleiki. Óperusöngkona TG, Jóhann Ósk Valsdóttir sá svo um flutning þjóðsöngins með stakri snilld.

Á bikarhátíðinni var einnig haldnar tvær keppnir sem vöktu mikla athygli og var þar um að ræða viðureign skákklúbbana Heiðrúnar og Díónýusar í samspilsskák þar sem 5 voru í liði og máttu skipta inná í miðri skák eins oft og menn vildu. Heiðrún bar sigur úr býtum. Mikil stemming var í þessu einvígi og hafa komið fram óskir um að þetta verði endurtekið. Mjög líklegt er að svo verði í Garðabæ eftir einhvern tíma.

Hin keppnin er örugglega komin til með að vera og var það keppni Unglingasveita Taflfélaga. Þarna var um að ræða krakka 13 ára og yngri og sendu 5 félög alls 12 lið til leiks. 5 voru í hverju liði. Útbúin verður sérstök síða fyrir þessa keppni.


28.11.2003.
Nú hefur Hrókurinn bæst við í sveitakeppni unglinga og verða þeir með þrjú lið. Akureyringar áttu hins vegar ekki heimangengt og detta því út.

28.11.2003.
Viðtal við Einar K. Einarsson liðsstjóra Vestmannaeyinga.

Þið eigið TR a í úrslitum og þeir eiga titil að verja. Má ekki reikna að reynsluleysi og hár aldur muni há ykkur?

EKE:
TR a er nær óyfirstíganlegur múr, ekki neitað! Meðalaldur okkar er með þeim þægilegri í keppninni með ungu mennina, mig og Björn Ívar, til að draga hann niður á ásættanlegt stig.

Sáttur við gang mála hjá ykkur og það sem af er keppninni? Eru lundarnir tilbúnir í leikinn?

EKE:
Ákaflega sáttur við ganginn so far, sigurinn gegn TK var stór bónus.

Nú tíðkast að félög gisti á hótelum fyrir úrslitaleiki. Munið þið gista á Örkinni nóttina fyrir leik?

EKE:
Nei, sofum hver í sínum landshlutanum.

Hvernig leggur þú leikinn upp? Ná framlengingu og taka þá þar?

EKE:
Stefnan er að tapa ekki stærra en 8-4, þeir leggja meira uppúr keppninni en við. Veit ekki betur en þeir hafi mætt með sína GM, meðan við höfum gefið okkar frí! Það verður engin breyting á, GM-in verða hvíldað sinni enda núverandi liðsskipan að skila sínu!!! :)

Nú hefur fengist staðfest að íþróttasálfræðingur ykkar, Sverrir Unnarsson mun vera með ykkur á leiknum. Hefur það ekki geysilega mikið að segja?

EKE:
Silfurrefurinn ógurlegi mun að sjálfsögðu færa okkur allan sinn mátt. Mun hann einnig senda TR-ingum neikvæða straum með hugbylgjum. Eins og allir vita er hann djúpt sokkinn í alls kyns kukl og svartagaldur. Sá maður í Vestmannaeyjum sem menn bera einna mestan ótta til.

Það hefur fengist staðfest að töluverður hópur aðdáenda ykkar mun koma með Herjólfi til að sjá leikinn. Hluti hópsins hefur ákveðið að taka einnig þátt í bikarúrslitahátíðinni. Er þetta ekki gífurlegur styrkur fyrir ykkur?

EKE:
Skilst að straumurinn verði ekki svo býsna mikill, brjálað að gera á miðri vertíð sko.....

25.11.2003.
Viðtöl voru tekin við liðstjóra liðanna sem spila úrslitaleikinn. Viðtalið við torfa fer hér á eftir en viðtalið við Einar kemur annað kvöld:
Torfi Leoson liðstjóri TR a:

Þið eigið að mæta TV í úrslitum og eigið titil að verja. Má ekki reikna með að þeir mæti dýrvitlausir til leiks í sínum fyrsta úrslitaleik?

TL: Ég held að þeir verði fyrst og fremst auðmjúkir, enda mikil upphefð af því að fá að keppa gegn mulningssveit Taflfélags Reykjavíkur.

Ertu sáttur við gang mála hjá ykkur það sem af er keppninni? Eru ljónin tilbúnir í leikinn?

TL: Að sjálfsögðu. Það eina sem getur bjargað Vestmannaeyingum er skyndilegur og grunsamlegur flensufaraldur.

Nú tíðkast það að félög gisti á hótelum fyrir úrslitaleiki. Munið þið gista á Örkinni fyrir leikinn?

TL: Við TRingar erum jafn fínstilltir á þennan leik og flygill Sínfóníunnar. Við þurfum ekkert að berja mannskapinn betur saman.

Er það rétt sem heyrst hefur að loftræstingin í húsinu muni "bila" á meðan leik stendur til að vestmannaeyingarr verði að keppa í logni?

TL: Nei, það væri ómannúðlegt og gæti komið í veg fyrir að vestmanneyingar fái þennan eina vinning sinn.

Þú lýstir því yfir fyrir fáum vikum að litir ykkar séu svartir og hvítir. Munið þið keppa í KRbúningunum?

TL: Eins og ég skil þetta best þá erum við svarthvítt KÖFLÓTTIR en KR-ingar röndóttir. Ég vil þó í leiðinni minna á einn fróðleik sem fyrrum formaður gaukaði að mér, en það er að TR er næst-elstu frjálsu félagasamtök á Íslandi (á eftir KR), en þá eru t.d stúkurnar ekki taldar með.


22.11.2003.
TR a fór í úrslit gegn TV með því að vinna b lið TR nokkuð sannfærandi. Úrslitaleikurinn verður svo Laugardaginn 29. nóv. í húsnæði Skáksambands Íslands.

20.11.2003.
Viðureign TV og TK fór fram í gær og var nokkuð spennandi. TV hafði sótt einn sinn sterkasta mann norður í land, þe. Björn Ívar, frá því í síðstu viðureign og munaði því um minna. Í lið TK vantaði hins vegar td. Jón Þorvaldsson. Taflfélag Vestmannaeyja vann svo 7-5 og er þar með komið í fyrsta skipti í úrslit keppninnar þar sem þeir mæta svo annað hvort A eða B liði Taflfélags Reykjavíkur. Viðureign TR liðina fer hins vegar fram í kvöld. Sjá nánar um þessi úrslit á úrslitasíðunni.

Úrslitahátíðin verður svo á 29. nóv með nýstárlegri liðakeppni og einnig unglingasveitakeppni Taflfélaga og er hápunkturinn að sjálfsögðu úrslitaleikurinn TV gegn TR a/TR b.


16.11.2003.
Búið er að setja dagsetningu á viðureign TV og TK og verður hún haldin 19. nóv í Kópavogi.

Skráningu í Unglingasveitakeppni taflfélaganna sem verður samhliða úrslitaviðureigninni 29. nóvember er nú lokið. Ef menn vilja bæta við sveitum vinsamlega sendið póst á pall@vks.is eða tgchess@yahoo.com

Nú eru skráðir:
Skákfélag Akureyrar 1 lið.
Taflfélag Vestmannaeyja 1 lið.
Taflfélag Garðabæjar 2 lið.
Taflfélag Reykjavíkur 4 lið.
Taflfélagið Hellir 3 lið.
Skákdeild Hauka 3 lið.

Alls eru þetta 14 sveitir og eru 5 krakkar fædd 1990 eða síðar í hverju liði.

13.11.2003.
Dregið var í dag í undanúrslit og varð niðurstaðan eftirfarandi:.

Taflfélag Reykjavíkur a - Taflfélagi Reykjavíkur b
Taflfélag Vestmannaeyja - Taflfélag Kópavogs.

Innbyrðis viðureign verður milli A og B sveita Taflfélags Reykjavíkur og mun þar hverfa forskot þess liðs sem á heimavöllinn. En miðað við uppstillingu síðast má gera ráð fyrir öruggum sigri A liðsins.

Vestmannaeyjingar sýndu mikla seiglu þegar þeir unnu Taflfélag Garðabæjar eftir framlengingu og eru til alls vísir. Kópavogsbúar hafa hinsvegar nú tvisvar í röð farið áfram í spennandi viðureignum gegn sterkum liðum þe. gegn Fyrst KR og síðan Bolungarvík. Ég spái því æsispennandi keppni þar sem öllu verður tjaldað.

Undanúrslitum þarf að vera lokið fyrir 20. nóv.


11.11.2003.
8. liða úrslit voru tefld í gær í Bikarkeppninni. TR sveitirnar sigruðu nokkuð auðveldlega í sínum viðureignum en viðureignir TK gegn Bolungarvík og TG gegn Vestmannaeyjum voru æsispennandi og þurfti að tefla hraðskákir til úrslita um það hvort TG eða TV kæmust áfram.
.
Ekki liggur fyrir hvenær dregið verður í næstu umferð en skv. áætlun á undanúrslitum að vera lokið 20. nóv.


08.11.2003.
Nú er orðið ljóst að allar viðureignir í 8 liða úrslitum eiga sér stað 10. nóv. Þannig að teflt verður á sama tíma í Hellisheimilinu, í Faxafeni, í Kópavogi og Garðabæ. Við hvetum áhorfendur til að mæta á þessa staði og hvetja sín lið.

23.10.2003.
Það verða ekkert nema hörkuleikir í 8 liða úrslitum. Liðin sem mætast eru:
Hellir a - TR a
Unglingalandsliðið - TR b
TK - Bolungarvík
TG a - TV

16.10.2003.
Dregið verður í 8 liða úrslit í beinni útsendingu á Rás 2 kl. 11.30 í fyrramálið (föstudag).

8 liða úrslitum þarf að vera lokið 8. nóvember.


14.10.2003.
Nú liggja úrslit ljós fyrir í 16 liða úrslitum og ekkert annað að gera en að draga í næstu umferð. Þar sem ekki er búið að draga og síðan frestaðist viðureignirnar um viku verður deadline á næstu umferð frestað um viku.

Heimavöllur liðana skilaði frekar rýrum árangri í 16 liða úrslitum því einungis 1 lið sigraði á heimavelli.  KR-ingar stóðu sig mjög vel og virðist ljóst að breiddin hjá þeim er að aukast og koma þeir til með að verða mjög sterkir í 3. deildinni í vetur. A liðið hjá þeim tók sterkt b lið TG í bakaríið og voru næstum búnir að vinna 2. deildarlið TK.  Að öðru leiti virtust úrslitin frekar eftir bókinni en Bolvíkarnir fóru þó ef til vill verr með konurnar en fyrirfram hefði mátt búast við.

KR-b náði jöfnu gegn unglingalandsliðinu en samkomulag varð um að Unglingalandsliðið færi áfram. Það er þó ekki skv. reglum þar sem hefði átt að tefla hraðskákir í bráðabana. Fyrst tvöföld umferð og síðan bráðabana þangað til úrslit lægju ljós. KR-b stillti hins vegar mjög líklega upp ólöglegum manni (félagsmanni úr öðru taflfélagi) og hefði því átt að tapa þess vegna.

Búast má við að einstaklingsúrslit v. allra viðureigna verði komin á síðuna síðar í dag eða í kvöld.


07.10.2003.
Kvennalandslið Íslands tapaði í gær fyrir sterku liði Bolvíkinga. úrslit urðu 10,5 1,5.
Einnig fór viðureign TR-a og Hellis-b fram fyrir nokkru og TR-a burstaði viðureignina 11-1.


23.09.2003.
TG a sigraði b lið Reykjaness 10 - 2 í kvöld. TR b sigraði hins vegar a lið Reykjaness 8,5 -3,5. TG a og TR b eru því fyrstu liðin sem tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum.

Vegna ferðar Hellis á Evrópumót félagsliða verður veitt undanþága og munu viðureignir Bolungarvíkur og Kvennalandsliðs Íslands fara fram þann 6. okt og viðureign Hauka og Hellis þann 7. okt eða 9. okt.

22.09.2003.
Viðureign Bolungarvikur og Kvennalandsliðs Islands fer fram a miðvikudag eða fimmtudag, ellegar 5. okt. A morgun þriðjudag fer fram viðureign Hauka og Hellis og eins Reykjanesbær b gegn TG a.

19.09.2003.
KR a sigraði TG b stórt. 9,5 -2,5 og komst í 16 liða úrslit gegn TK. Nánar um viðureignina.

Búið er að ákveða að leik Reykjanesbæjar b gegn TG a og fer hann fram næsta þriðjudag í Keflavík.


13.09.2003.

Nú er búið að draga í undankeppni og 16 liða úrslit.

í undankeppni tekur TG-b á móti KR-a. Búið er að ákveða tímasetningu á þennan leik og fer hann fram í Garðabæ kl. 20. föstudaginn 19. september.

16 liða úrslit þurfa að vera lokið fyrir 5. október. og drógust eftirfarandi saman:
(Heimalið á undan)

Taflfélag Reykjavíkur a-lið - Taflfélagið Hellir b-lið
Kvennalandslið Íslands - Tafldeild Bolungarvíkur
Skákfélag Reykjanesbæjar b - Taflfélag Garðabæjar a lið.
Skákfélag Reykjanesbæjar a - Taflfélag Reykjavíkur b lið
Skákdeild KR b - Unglingalandslið Íslands.
Skákdeild Hauka b - Taflfélag Vestmannaeyja
Skákdeild Hauka a - Taflfélagið Hellir a
Taflfélag Garðabæjar b/ Skákdeild KR a - Taflfélag Kópavgs.

05.09.2003.
Dregið verður í 1. umferð í beinni útsendingu þriðjudaginn 9. september. kl. 11.30 á rás 2.

Eftirtöld félög er skráð. Ath að skráningarfrestur er þangað til annað kvöld.

Taflfélag Garðabæjar 2 lið.
Reykjanesbær 2 lið.
Haukar 1-2 lið.
KR 2 lið.
Taflfélag Reykjavíkur 2 lið.
Taflfélag Vestmannaeyja 1 lið.
Taflfélag Kópavogs 1 lið.
Tafldeild Bolungarvíkur
Taflfélagið Hellir 1-2 lið.

01.09.2003
Nú hafa 3 félög skráð sig til leiks með samtals 5-6 sveitir. Þetta eru auk Taflfélags Garðabæjar, lið Hauka og síðan tvö lið frá KR.

29.08.2003
Bikarkeppnin er nú að fara af stað í 3. sinn. Í fyrra mættu öll sterkustu félög landsins auk landsliðssveita til leiks annað árið í röð.

Keppt er í sex manna sveitum og tefldar eru atskákir

Skráning fer nú af stað og þarf að vera lokið fyrir 6. september og greiðslu þátttökugjalda þarf að vera lokið fyrir 8 september næstkomandi.

Fyrir fyrstu sveit í mótið kostar 5000 kr. en kr. 3000 fyrir hverja sveit umfram það. Þátttökugjöld skulu lögð inn á reikning Taflfélags Garðabæjar 0546-26-2124. kt. 491195-2319.

Dregið verður í 1. umferð. dagana  9-11. september  á rás 2 kl. 11.30 í Íþróttafréttunum í beinni útsendingu.

Aðrar dagsetningar verða eftirfarandi:
Ef þarf undankeppni vegna fjölda liða þá þarf henni að vera lokið fyrir 20. september.
Ljúka þarf 16 liða úrslitum fyrir 5. október.
Ljúka þarf 8 liða úrslitum fyrir 30. október.
Ljúka þarf 4 liða úrslitum fyrir 20. nóvember.

Úrslit verða síðan 29. nóvember.


Athygli er vakin á því að í Mótsreglurnar er komin ný grein sem fjallar um að ef félög verða ekki búin að koma sér saman um dagsetningar 2. dögum fyrir þann tíma sem umferð á að vera lokið, þá hefur Framkvæmdaráð mótsins heimild til að ákveða dagsetningu viðureignar.

Framkvæmdarráð:


Páll Sigurðsson pall@vks.is
Leifur I. Vilmundarson leifuringi@yahoo.is
Jóhann H. Ragnarsson jhr@simnet.is


Úrskurðarnefnd:


Baldvin Gíslason bgislason@telia.com
Björn Jónsson bjj@vegag.is
Gunnar Björnsson gunnibj@simnet.is


Þátttakendur á síðasta ári voru eftirfarandi.:


Skákfélag Akureyrar
Skákdeild Hauka
Skákdeild KR
Skákfélag Reykjanesbæjar a og b sveit
Tafldeild Bolungarvíkur
Taflfélag Garðabæjar a og b sveit
Taflfélag Kópavogs
Taflfélag Reykjavíkur a og b sveit
Taflfélag Vestmannaeyjar
Taflfélagið Hellir a og b sveit
Hrókurinn
Unglingalandslið Íslands
Kvennalandslið Íslands






Heim.
Taflfélag Garðabæjar býður til Bikarkeppni TG í 3. sinn
Úrslit. (29. nóv.)
TR a - TV             8,5-3,5

4 liða úrslit.
(20. nóv.)
TR a - TR b          9,5-2,5
TV - TK                  7-5

8 liða úrslit.
(10. nóv.)
Hellir a - TR a         4 - 8
Ísl. Ungl. - TR b     1 - 11
TK - Bolungarvík    7 - 5
TG a - TV     6-6 (3,5 - 8,5)

16 liða úrslit.
(5. okt.)
TR a - Hellir b       11 - 1
Ísl. Konur - Bolv. 1,5 - 10,5
SR b - TG a            2 - 10
SR a - TR b         3,5 - 8,5
KR b - Ísl. Ungl.     6 - 6
Haukar b - TV        2 - 10
Haukar a - Hellir a 3 - 9
KR a - TK             5,5-6,5

Forkeppni.
(20. sept.)
TG b - KR a    2,5 - 9,5