Heim Eldri fréttir
29.09.2002.
Íslandsmót Skákfélaga (Deildakeppnin) fer fram í B&L um næstu helgi. TG sendir tvö lið til keppni og er stefnan sett uppávið í báðum deildum. A liðið er í 2 deild en þar voru þeir einnig í fyrra og lentu í 2-3 sæti hálfum vinning frá toppsætinu. Nú eru þar lið eins og Akranes sem lenti í 2 sæti í fyrra með jafn marga vinninga sem og Taflfélag Kópavogs sem féll úr 1. deild í fyrra. Síðan er þar lið Hróksins sem er til alls líklegt.
B-liðið er í 4. deild en þar eru sterkar sveitir einnig td. Lið KR sem er með 3-4 mjög sterk borð. td. með Jón Torfason og Gunnar Gunnarsson. Einnig eru Haukarnir þéttir en þeir eru búnir að endurheimta eitthvað af mannskap úr Skákfélagi Hafnarfjarðar sáluga.

29.09.2002.
Skúli endaði í 3.sæti í c-flokki á Haustmóti TR með 8,5 vinninga af 11 mögulegum. Hann sigraði td. í síðustu 3. umferðunum. Hann verður því vonandi heitur fyrir b lið TG í 4 deildinni um næstu helgi.

23.09.2002.
Lén TG liggur niðri (www.tgchess.com) því við höfum ekki komist í samband við Yahoo sem sér um það varðandi breytingar á áskrift. Við vonumst eftir því að það verði komið sem fyrst eða síðan flutt til annars þjónustuaðila.

23.09.2002.
Einn félagsmaður TG. Skúli Haukur Sigurðarson tekur nú þátt í Haustmóti TR. Þegar átta umferðum er lokið er hann í efstu sætum í c-flokki. 9. umferð fer fram á miðvikudagskvöld.

11.09.2002.
Franska unglingalandsliðið u20 og það Íslenska hafa þegið boð TG um þátttöku á netmóti unglingalandsliða u20. Mótið er hluti af hátíð í tengslum við úrslitaleik Bikarkeppni ÍAV. Styrkleiki Franska liðsins verður væntanlega á bilinu 2250-2400 stig. Auk Frakka hefur Hollendingum og Þjóðverjum verið boðin þátttaka.

10.09.2002.
TG a vann SR b 8 - 4, TG b - TK 3 1/2 - 8 1/2, Haukar - Hrókurinn 5 1/2 - 6 1/2 og KR - TR b 1 - 11 í 16 liða úrslitum Bikarkeppni ÍAV.

08.09.2002.
TG-b mun mæta Taflfélagi Kópavogs kl. 20. í Bikarkeppni ÍAV mánudagskvöldið 9. sept. í Garðabergi. Á sama tíma mun fara fram viðureign TG-a og Skákfélags Reykjnesbæjar-b

08.06.2002.
Undirbúningur fyrir úrslitahátið Bikarkeppni ÍAV stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að einn liður þar verði mót á netinu með þátttöku undir 20 ára landsliðsins. Þetta verður keppni 4 þjóða og er stefnt að því að hafa mótið eins sterkt og kostur er. Úrslitahátið og úrslitaleikur ÍAV fer fram á heimavelli SÍ. Hluti úrslitahátíðarinnar fer fram á heimavelli TR og þakkar TG TRingum fyrir afnot að húsnæðinu. Úrslitaleikurinn fer fram 23.11 kl. 18.30 en hátíðin sjálf hefst kl. 16.00.

06.09.2002.
Taflfélag Kópavogs sigraði skákfélag Reykjanesbæjar 7-5 í bikarkeppni ÍAV.

06.09.2002.
TG og S.Reykjanesbæjar hafa gert með sér samstarfssamning eins og áður hefur komið fram. Hluti af samningnum er alþjóðlegt mót sem að félögin standa fyrir 5-10.3 2003. Mótið er sveitakeppni 6 liða og hafa Evrópumeistarar kvenna, Frakkar þegið boð um þátttöku á mótinu ásamt kvennalandsliði Norðmanna.

06.09.2002.
TG hefur ákveðið að bjóða sínum efnilegustu unglngum frítt námskeið Skákskóla Íslands. Þetta er hluti af mikilli áherslu félagsins á að ala upp eigin leikmenn fyrir framtíðarlið félagsins.

2.09.2002.
Viðureign TG-a gegn Reykjanesbæ-b í Bikarkeppni ÍAV verður haldin í Garðabergi í Garðabæ mánudaginn 9. september. Mestar líkur er á að TG mæti sigurvegara úr keppni Taflfélags Kópavogs og Reykjanesbæjar-a á sama stað og sama tíma. Því má gera ráð fyrir skákveislu í Garðabænum þennan mánudag.

2.09.2002.
Íslandsmót Öldunga er lokið. Íslandsmeistari Öldunga 2002 er Björn Þorsteinsson.

28.08.2002.
Dregið var í Bikarkeppni ÍAV í morgun á Rás 2.

25.08.2002.
Tveir nýjir leikmenn hafa bæst við meistaraflokkshóp TG. Þeir eru báðir uppaldir TGingar. Þetta eru Skúli Haukur Sigurðarson og Sindri Guðjónsson. Skúli Haukur er mikið efni og kemur upp úr unglingastarfi félagsins. Sindri Guðjónsson kemur einnig upp úr því en hann hefur bætt sig gríðarlega síðasta árið. Þeir munu einnig báðir þjálfa yngri flokka félagsins. TG óskar þeim til hamingju með að komast í meistaraflokkshópinn og væntir mikils af þeim á komandi árum.

21.08.2002.
Nú þegar keppnistímabilið er að hefjast er rétt að minna félagsmenn TG á eftirfarandi. TG borgar þátttökugjald fyrir félagsmenn 17 ára og yngri á hvaða mótum sem innanlands.  Félagið hvetur þá til að nýta sér þetta til hins ítrasta!

20.08.2002.
TG og Skákfélag Reykjanesbæjar hafa gert með sér samstarssamning. Félögin ætla að auka mjög samstarf sitt með markvissum hætti. Ekki síst hvað varðar unglingaskák. Þetta er 3 samstarfssamningur TG en áður hefur TG gert sambærilega samninga við SA og skáksamband Katalúníu. Reynsla TG af þeim samningum er mjög góð og lítur félagið björtum augum á samninginn við S. Reykjanesbæ.

20.08.2002.
TGrós ágústmánaðar fær Jón Garðar Viðarsson fyrir að ná lokaáfanga að Alþjóðlegum meistaratitli.

20.08.2002.
Í 8 liða úrslitum hraðskákskeppni taflfélaga sigruðu eskimóarnir í SA tígrísdýrin í TG 45 - 27. En þetta er í fyrsta sinn í 4 ár sem TG fer ekki í undarúrslit.

20.08.2002.
Á helgarmóti SÍ og Landsvirkjun í Ljósafossvirjun vann Sindri Guðjónsson í flokki undir 16 stiga. Reyndar vann hann einnig í flokki undir 1900 stiga en þar sem aðeins var hægt að vinna einn flokk telst hann hafa unnið undir 1600 stiga flokkinn. Jóhann H. Ragnarsson vann í undir 2200 stiga flokknum. Keppendur voru 42 og sigurvegarar mótsins stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson.

16.08.2002.
5 leikmenn TG munu keppa á helgarmóti SÍ og Landsvirkjunar yfir helinga. En mótið fer fram í Ljósafossvirkjun.

16.08.2002.
Eins og menn vita hefur TG fylgt mjög markvissri stefnu síðustu 15 mánuði. Mikill metnaður hefur verið lagður í hlutina og félaginu hefur orðið mjög vel ágengt. TG hefur nú fengið beiðni frá Danmörku og Noregi um að standa fyrir landskeppni í kvennaskák. Þessi beiðni sem félagið var að fá í dag frá landsliðskonum viðkomandi þjóða sýnir að TG hefur verið að gera rétta hluti og er á réttri leið. Ekki þarf að taka það fram að beiðnin er skoðuð með jákvæðum og opnum hug. En ýmsir hlutir eru í vinnslu um þessar mundir.

14.08.2002.
Búið er að uppfæra stigalista TG en þar hafa ýmis nöfn bæst við.

14.08.2002.
TG - SA eigast við kl. 20.00 mánudaginn 19.8. Keppt verður í Garðabergi, Garðatorgi 7. ÍAV bjóða áhorfendum á leikinn. Mætum í bláu og styðjum okkar menn.

14.08.2002.
Bikarkeppni TG mun bera nafnið Bikarkeppni ÍAV. TG og Íslenskir Aðalverktakar hafa gert samstarfssamning og með honum eru Íslenskir Aðaverktakar orðnir stærstu stuðningsaðilar TG ásamt Guðmundi Arasyni ehf og Garðabæ. TG þakkar þeim mjög mikilvægan stuðning. Dregið verður í 16 liðaúrslit Bikarkeppni ÍAV 28 ágúst á Rás 2.

12.08.2002.
Nú er að koma í ljós næstu viðburðir á vegum eða með þátttöku Taflfélags Garðabæjar.

1. TG mun halda Íslandsmót Öldunga um mánaðamótin ágúst-september. Tefldar verða klukkutíma atskákir. Að öðru leiti verður fyrirkomulagið svipað og síðast. Íslandsmeistarinn fær þátttökurétt á Evrópumót Öldunga á Ítalíu í lok september í boði SÍ.

2. TG mun eiga við Skákfélag Akureyrar í Hraðskákkeppninni fyrir 20. ágúst. Mánudagurinn 19. ágúst er líklegur keppnisdagur. Ljóst er að við munum kynda vel undir SA mönnum.

3. Bikarkeppni TG fer af stað í byrjun næsta mánaðar. TG sendir 2 lið til keppni eins og síðast.

4. Unglinga og barnastarf verður í Garðaskóla á þriðjudögum í vetur. Aðalþjálfari verður Skúli Haukur Sigurðarson. Skipulag verður í höndum Jóns Magnússonar, auk Skúla og stjórnar TG. Upplýsingar má sjá í óútkomnum bæklingi um vetrarstarf í Garðabæ auk þess að starfið verður auglýst í skólunum í haust.

5. Mfl TG hefur stundað æfingar með skipulögðum hætti í 15 mánuði. Nú verður sú nýbreytni tekin upp að öðrum félagsmönnum TG verður boðið á opna æfingu mfl. Þessar æfingar verða fyrsta föstudags hvers mánaðar nema sérstaklega standi á. Fyrsta æfingin verður því föstudaginn 6.9 kl. 20.00.

24.07.2002.
Undirbúningsvinna fyrir næsta vetur stendur nú sem hæst. Eitt af verkefnum vetrarins er bikarkeppnin sem mun hefjast um mánaðarmótinu águst-september. Mjög stutt er síðan þátttökutilkynningar voru sendar út en þátttaka verður greinilega góð því að þegar hafa 6 lið skráð sig til leiks.

17.07.2002.
TGrós julí mánaðar fær Guðlaug Þorsteinsdóttir fyrir frábæra endurkomu í skákina og glæsilegan keppnisferil.

14.07.2002.
Myndir frá setningu Búnaðarbankamóts TG eru nú komnar. Þær má sjá hér.

14.07.2002.
Fyrrverandi Norðurlandameistari og margreyndur landsliðsmaður, Guðlaug Þorsteinsdóttir hefur gengið til liðs við TG frá TR. Guðlaug átti frábæra endurkomu í skákina á Búnaðarbankamóti TG í juní og leikur enginn vafi á hve mjög hún styrkir TG. TG býður Guðlaugu velkomna í okkar raðir.

13.07.2002.
Igor Gleek endaði í 6-7 sæti með 4v af 9 á Norðursjávarmótinu í Esbjerg. Á sænska meistaramótinu fékk Slavco Cicak 7v af 13 og endaði í 7 sæti. Sigurvegari þar varð fyrrum TGingurinn og núverandi Hellismaður, Jonny Hector með 10v.

11.07.2002.
Á Norðursjávarmótinu í Esbjerg gerði Igor Gleek jafntefli með svörtu við Alisa Galliamova í 6 umferð. Hann er nú í 2,5v en Hannes 2 af 6. Í sænska meistaramótinu er GM Slavco Cicak í 5-7 sæti af 14 með 4,5v eftir 9 umferðir.

10.07.2002.
Á Norðursjávarmótinu í Esbjerg keppir TGingurinn GM Igor Gleek. Í 5 umf. vann hann Hellismanninn Hannes Hlífar Stefánsson. Eftir 5 umf. er hann með 2v og er í 6-7 sæti. TG mun fylgja honum eftir í mótinu og vonast eftir góðum endasprett en staðan í verri kantinum sem stendur.

09.07.2002.
Bikarkeppni Plúsferða mun hefjast í byrjun september. Úrslitaleikur mótsins fer fram laugardaginn, 23.11. Á undan úrslitaleiknum verður úrslitahátið eins og í fyrra og er undirbúningur fyrir hvor tveggja hafinn fyrir nokkru. Sannkölluð bikarstemming var yfir keppninni í fyrra og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Lengjan verður áfram samstarfsaðili TG að þessari keppni og verða hluti leikjanna þar.

05.07.2002.
TG var aðeins of seint á ferð til að sækja um EU 2003. Fyrst og fremst vegna þess að möguleikinn kom upp með frekar stuttum fyrirvara. Mótið mun væntanlega fara fram í Júgóslavíu eða Patubice í Tékklandi sem íslenskir skákmenn þekkja vel. TG mun hins vegar mjög líklega sækja um EU 2004.

29.06.2002.
Myndir frá Alþjóðlega Búnaðarbankamóti TG eru nú komnar. Þær má sjá hér. Fleiri munu bætast við næsta hálfa mánuðinn.

29.06.2002.
TGrós juní mánaðar fær Guðfríðu Lilja Grétarsdóttir fyrir mjög gott starf fyrir íslenska kvennaskák auk góðs árangurs í kvennaskák.

28.06.2002.
TG hefur ákveðið að kanna möguleikana á því að halda EU 14 og 16 ára og yngri í Garðabæ á næsta ári. Það ætti að liggja fyrir innan tveggja mánuða hvort raunverulegur möguleiki sé á því.

25.06.2002.
Leikmenn Katalónska úrvalsliðsins sem keppti á Alþjóðlega Búnaðarbankamóti TG hafa allir gengið til liðs við TG. Það sama hefur varaforseti Skáksambands Katalóníu gert, Xavier Avila. En hann var einmitt liðstjóri þeirra hér og hefur þjálfað þá ásamt fleirum. Xavier er mjög skemmtilegur skákmaður með tæp 2300 katalónsk stig.

24.06.2002.
TG hefur ákveðið að bjóða Skáksambandi Íslands að taka við boði Katalóníubúa. Í boðinu felst að Katalónía og Ísland muni keppa á 10 borðum í Barcelona 11-13 nóvember. England, Frakkland og Andorra hafa keppt við Katalóníu í samskonar leikjum á síðustu þremur árum. Bæði SÍ og Katalóníubúar hafa óskað eftir því að TG komi að vinnslu málsins enda er þetta boð hluti af þeirri samvinnu sem TG og Skáksambands Katalóníu hafa komið á. Þessi samningur TG og Katalóníu um samstarfs er annar samstarfssamningurinn sem TG hefur gert síðustu 12 mánuði og unnið er á þeim þriðja um þessar mundir. Vonandi verður sá kominn í höfn eftir fáar vikur. Búnaðarbankamót TG var 5 alþjóðlega mót TG á síðustu 12 mánuðum.

19.06.2002.
TG og Skáksamband Katalóníu hafa ákveðið að hefja samstarf. Katalóníbúar hafa þegar lýst yfir áhuga sínum á að fá TGinga til Barcelona í nóvember til keppni á 10 borðum og það boð er í skoðun. Einnig ætla TG og Katalóníubúar að ræða málin meðan á dvöl þeirra stendur um form á þessu samstarfi. Í Katalóníu eru mjög sterkir skákmenn og uppbygging þeirra er til fyrirmyndar. Svo ljóst er að TG mun græða verulega á þessu samstarfi og þeir hafa einnig lýst yfir ánægju með það.

18.06.2002.
Reglulegar fréttir af hverri umferð á Búnaðarbankamóti TG munu koma inn á síðu mótsins.

16.06.2002.
Aðeins þrír dagar eru nú í setningu Búnaðarbankamóts TG 2002. Setning mótsins verður í Garðabergi miðvikudaginn 19.6 kl. 18.00. Við vonumst eftir því að sjá sem flesta en reiknað er með húsfylli og því mikilvægt að mæta snemma til að fá sem best sæti.

04.06.2002.
Sjaldgæf verðlaun verða á Alþjóðlega Búnaðarbankamóti TG. Það má lesa nánar um þau hér.

03.06.2002.
Mótstöfluna vegna Atskákmóts Garðabæjar 2002 má nú finna hér.

02.06.2002.
Nú þegar undirbúningur fyrir DK er kominn á fullt hjá flestum félögum er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða félög verða í baráttu 2. deildar á næsta tímabili.

01.06.2002.
Á aðalfundi SÍ í dag fékk Páll Sigurðsson glæsilega kosningu í varastjórn. TG óskar honum til hamingju.

28.05.2002.
Seinni umferð úrslitakeppninnar í Atskáksmóti Garðabæjar fór fram í kvöld. Eftir mikla baráttu urðu úrslitin eftirfarandi: 1. Jóhann H. Ragnarsson 2 1/2v af 4. 2. Leifur I. Vilmundarson 2v. 3. Björn Jónsson 1 1/2v.

26.05.2002.
Nú er fyrri hluta úrslitakeppninnar lokið og er Björn með 1,5 vinning. Leifur er með 1. og Jóhann er með 0,5. vinninga.
Tefld er tvöföld umferð. Ef úrslit fást ekki þá verður umhugsunartími styttur í 15 mín.
Raðað verður í annað til þriðja sæki eftir stigum á mótinu ef þeir verða jafnir eftir úrslitakeppnina.

Seinni hlutinn verður á þriðjudagskvöld.

26.05.2002.
Atskákmóti Garðabæjar 2002 lauk í gær. Björn Jónsson (1895), Leifur Vilmundarsson (1915) og Jóhann H. Ragnarsson (2050) lentu í fyrsta til þriðja sæti með 6 vinninga af sjö mögulegum. Þeirra bíður nú úrslitakeppni um titilinn.

Keppt var eftir Garðabæjarmonrad.

Röð annara keppenda:
4-5. Páll Sigurðsson (1730) 4 vinningar.
4-5. Skúli Haukur Sigurðarson (1455) 4 vinningar.
6-7. Kjartan Thor Wikfeldt (1730) 3,5 vinningar.
6-7. Jón Magnússon (1785) 3,5 vinninga.
8. Stefán Jónsson 3 vinninga.
9-10. Jón Benjamín Sverrisson 2,5 vinninga og 20 stig.
9-10. Svanberg Már Pálsson 2,5 vinninga og 17 stig.
11. Davíð Þór Jónsson. 1. vinning.
12. Búi Alexsander Eymundsson 0 vinninga.

Í flokki 16 ára og yngri vann Stefán, Jón Benjamín varð annar og Svanberg þriðji.

Í flokki 12 ára og yngri vann Svanberg, Davíð varð annar og Búi þriðji.

24.05.2002.
Fyrstu 3 umferðirnar af 7 í Atskáksmóti Garðabæjar fóru fram í kvöld. Keppendur eru 12. Staðan í opna flokknum er eftirfarandi: 1-2 Leifur I. Vilmundarson og Björn Jónsson 3v. 3-6 Jóhann H. Ragnarsson, Páll Sigurðsson, Skúli H. Sigurðsson og Jón Benjamín Sverrisson 2v.. Í flokki 16 ára og yngri: 1. Jón Benjamín Sverrisson 2v. 2-3 Stefán Jónsson, Svanberg Már Pálsson 1v. Í flokki 12 ára og yngri: 1. Svanberg Már Pálsson 1v. 2-3 Davíð Þór Jónsson, Búi Alexsander Eymundsson 0v. Mótinu er framhaldið kl. 11.00 á morgun.

24.05.2002.
Minni á atskákmót Garðabæjar sem hefst í kvöld kl. 19.30 og verður haldið í Garðabergi. (við hliðina á heilsugæslunni)

Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sæti í mótinu og í flokki 16 ára og yngri og 12 ára og yngri.
Auk þess verða veitt verðlaun fyrir mót í vetur.

Umhugsunartími er 25 mínútur á mann.

Frítt fyrir félagsmenn og Garðbæinga. 500 kr. fyrir aðra.

Kaffi á könnunni.

23.05.2002.
Fréttir af Búnaðarbankamótinu og því tengdu munu koma jafnt og þétt á heimasíðu mótsins.

21.05.2002.
Úrslit mánaðarmóta fóru fram í gærkvöldi.
Sigurvegari eftir harða keppni varð Jóhann H. Ragnarsson.
Björn Jónsson varð síðan annar og Leifur Vilmundarson þriðji.

Björn vann Leif 3-1 í undanúrslitum og Jóhann vann Pál Sigurðsson með sama mun. Í báðum þessum viðureignum hafði klukkan sitt að segja því stöðurnar á borðinu höfðu aðra sögu að segja.

Jóhann og Björn áttu síðan maraþoneinvígi um það hvor næði fyrr 4 vinningum. Niðurstaðan varð síðan jafntefli 4-4. Þá tók við 2 skáka framlenging þar sem Björn vann þá fyrri en Jóhann þá seinni og staðan því 5-5. Þa tók við bráðabani og vann Jóhann þá og úrslitin urðu því 6-5.

Í keppni um þriðja sætið vann Leifur Pál nokkuð örugglega 3-0.

20.05.2002.
Mótsíða Búnaðarbankamótsins hefur litið dagsins ljós.

19.05.2002.
Óvissuferð tígrísdýranna og liðs TG í Búnaðarbankamótinu verður 8 juní.

17.05.2002.
Atskákmót Garðabæjar verður haldið dagana 24. og 25. maí. Þ.e. kosningahelgina. Mótið hefst kl. 19.30 á föstudeginum og verða tefldar 25 mínútna skákir. Mótinu verður síðan framhaldið kl. 11 á laugardeginum.

Keppt er um titilinn Atskákmeistari Garðabæjar 2002. Einnig verða veitt verðlaun fyrir atskákmeistara Garðabæjar 16 ára og yngri og einnig 12 ára og yngri.

Garðbæingar og félagsmenn greiða ekki þátttökugjald en aðrir greiða 500 krónur.
Íslandsbanki í Garðabæ býður hinsvegar áhorfendum frítt á mótið.

Mótið fer fram í nýjum og stórglæsilegum heimavelli TG sem er félagsheimilið Garðaberg Garðatorgi 7. Inngangur er við hliðina á heilsugæslunni.

Veitt verða verðlaun vegna vetrarstarfsins samhliða verðlaunaafhendingu þessa móts.

Kaffi verður á könnunni.

17.05.2002.
Úrslitakeppni mánaðarmóta TG fer fram mánudaginn 20. maí kl. 20. í nýrri glæsilegri aðstöðu TG í félagsmiðstöðinni Garðabergi. Þátttökurétt hafa unnið sér Páll Sigurðsson, Leifur Vilmundarsson, Björn Jónsson og Jóhann H. Ragnarsson.

09.05.2002.
TG vill bjóða formann TR, Sigurð Daða Sigfússon og fjölskyldu velkominn í Garðabæ.

08.05.2002.
Villa kom upp í frétt okkar um leik unglingaliða Hauka og TG. Eins og sjá má vann TG 41, 5 - 39,5. Gott strákar.

08.05.2002.
Alþjóðlegamót TG 19-23.6 mun bera nafnið Búnaðarbankamótið. TG þakkar Búnaðarbankanum mjög mikilvægan stuðning.

07.05.2002.
Unglingasveit TG heimsótti Skákdeild Hauka á Ásvelli í Hafnarfirði í kvöld.

Teflt var á 9 borðum 7 mínútna skákir og hver liðsmaður tefldi við alla í liði andstæðingana.
TG vann eftir jafna og harða keppni með 41,5 vinningar gegn 39,5.

Árangur okkar manna:
1. Sverrir Þorgeirsson 9v af 9!
2. Stefán Jónsson 8v.
3. Jón Benjamín Sverrisson 6,5v.
4. Ari Guðjónsson 6v.
5. Svanberg Már Pálsson 4,5v.
6. Búi Alexsander Eymundsson 3v.
7. Sveinn Gauti Einarsson 3v.
8. Halldór Kári Sigurðarson 1v.
9. Jónatan Kristjánsson 0,5v.

06.05.2002.
Garðabær verður sérstakur stuðningsaðili TG á II. alþjóðlega móti Glefsis. TG þakkar Garðabæ stuðninginn.

05.05.2002.
Æfingarhópur unglingalandsliðsins hefur verið valinn. Með honum eru komnir æfingarhópar þriggja liða í mótinu auk úrvals liðs Katalóníubúa u 18. Rétt er að taka það fram að æfingarhóparnir geta breyst. Hópur unglingalandsliðsins er skipaður eftirfarandi leikmönnum: Halldór Brynjar Halldórsson SA (2155), Dagur Arngrímsson TR (2148), Björn Ívar Karlsson TV (2147), Guðmundur Kjartansson TR (2118), Guðjón Heiðar Valgarðsson TR (2049), Stefán Bergsson SA (1895). Fljótlega kemur upp sérstök síða vegna þessa móts.

03.05.2002.
Íslandsbanki í Garðabæ hefur ákveðið að gerast sérstakur stuðningsmaður TG í II. alþjóðlega móti Glefsis. Með þessu fylgir hann í kjölfar Reyklaus.is sem að ætlar að vera sérstakur stuðningsmaður kvennalandsliðsins. TG þakkar þessum aðilum mjög mikilvægan stuðning og vonar að liðum þeirra gangi sem best í mótinu.

03.05.2002.
Tveir úr unglingaflokki TG tóku þátt í mótasyrpu í Hafnarfirði. Keppnin fór fram í apríl og urðu þeir í tveimur efstu sætunum. Þetta eru þeir Svanberg Már Pálsson sem varð í fyrsta sæti og bróðir hans Stefán Freyr Pálsson. TG óskar þeim til hamingju með árangurinn.

02.05.2002.
Haukar og TG munu keppa í unglingaflokki á Ásvöllum 7 maí.

02.05.2002.
Æfingarhópur TG fyrir II. alþjóðlega mót Glefsis hefur nú verið valinn. Með þessu móti er TG að vinna í samræmi við stefnumörkun sína til ársins 2004 um uppbyggingu innan frá. Þess vegna er hér valið hluti af framtíðarliði TG. Til dæmis koma tveir leikmenn sem enn eru í  unglingastarfi félagsins. Hópurinn er eftirfarandi: Jóhann H. Ragnarsson 1945, Jón Þór Bergþórsson 2075, Björn Jónsson 1995, Leifur I. Vilmundarson 1815, Páll Sigurðsson 1825, Kjartan Thor Wikfeldt 1785, Skúli Haukur Sigurðsson 1570 og Stefán Jónsson unglingameistari Garðabæjar.

02.05.2002.
Spennan að ná hámarki í netskákunum við SA. TG fórnaði skiptamun fyrir sókn í fyrri skákinni.
Verið með og sendið ykkar athvæði. Allir félagsmenn SA og TG hafa athvæðisrétt. Næst verður leikið 8 maí.

30.04.2002.
Endanleg dagsetning er nú komin á II. alþjóðlega mót Glefsis en það er 7 alþjóðlega mótið sem TG hefur haldið. Mótið fer fram 19-23.6. Umferðataflan kemur í þessari viku.

29.04.2002.
Leikmenn kvennalandsliðsins hafa verið valdir en þær eru eftirfarandi (ekki eftir borðaröð enda hefur hún ekki verið ákveðin): WIM Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Helli, Harpa Ingólfsdóttir TR, Aldís Rún Lárusdóttir TR, Anna Björg Þorgrímsdóttir TR og Áslaug Kristinsdóttir TR.

29.04.2002.
Reyklaus.is hefur ákveðið að verða sérstakur stuðningsmaður kvennalandsliðsins á II alþjóðlega móti Glefis. TG þakkar þeim stuðninginn.

26.04.2002.
Urslitum manaðarmota hefur verið frestað um oakveðinn tima vegna þatttöku felagsmanna i Klubbakeppninni. En þar mun hinn fornfrægi klubbur "Verð að fara" vera meðal þatttakenda.

26.04.2002.
Kjördæmismotið mun fara fram i Kopavogi eins og aður var aætlað. Það hefst kl. 14 a morgun laugardag i felagsadstodu TK i Hamraborg.

26.04.2002.
Sveinn Einarsson komst í úrslit í kjördæmamóti Reykjarnes í skólaskák. Úrslitakeppnin fer fram á morgun, laugardag.

25.04.2002.
TG mun halda II. Alþjóðlega mót Glefsis dagana 19-24.6. Þátt taka úrvalslið Katalúníu undir 18 ára, unglingalandslið u 18, kvennalandsliðið og TG. Mjög öflugt og sterkt skáklíf er í Katalúníu og hugmyndir eru uppi um samstarf við þá í framtíðinni. TG mun nýta þetta mót sem mikilvægan lið í uppbyggingu félagsins innan frá í samræmi við stefnumörkun TG til 2004. Framtíðarlið TG mun taka þátt í mótinu og ma er stefnt að því að unglingameistari Garðabæjar muni verða í liði TG. Telft verður á fjórum borðum. Um leið og liðskipan liðanna berst verður hún sett hér á síðuna. Lið Katalúníubúa liggur fyrir og er það sem hér segir (stigin eru í eftirfarandi röð; FIDE-Katalónsk-Spænsk): 1. Juan M. Sanchez 2077-2185-2088. 2. Frances Niubó 2129-2170-2135. 3. Denis Barquero 2030-2110-1962. 4. Christian Homedes 0-2140-0. Þjálfari og liðstjóri er Xavier Avila.

24.04.2002.
Kjördæmismót fyrir Reykjanes í skólaskák verður haldið í Garðaskóla kl. 14. laugardaginn 27. apríl. Þátttökurétt hafa sigurvegarar úr Bæjar- og sýslumótum.

22.04.2002.
Bikarmót TG fór fram í kvöld. Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Jóhann H. Ragnarsson með 9 1/2 af 13 mögulegum.
2-3. Björn Jónsson með 8 1/2 af 13 og Jón Þór Bergþórsson með 8 af 13.
4. Páll Sigurðsson 1 1/2 af 7.
5. Sindri Guðjónsson 1 af 6.
6. Svanberg Pálsson o af 5.

22.04.2002.
Bikarmót TG verður haldið í kvöld kl. 20 í FG.
Dregið er um liti og andstæðing í öllum umferðum. Síðan detta menn út eftir 5 töp þangað til aðeins einn er uppi. Jafntefli er hálft tap.

22.04.2002. Bragi Kristjánsson fékk rós apríl mánaðar.

15.04.2002.
Skákirnar við SA eru nú í fullum gangi. Í fyrri skákinni er TG búið að fórna peði og býður nú skiptamun. Hin skákin er í meira jafnvægi en þar voru SA menn að veikja kóngsstöðuna fyrir hugsanleg sóknarfæri.

13.04.2002.
3 og síðasta mánaðarmótið fyrir úrslit fór fram síðastliðinn fimmtudag eða 10. apríl. Úrslit urðu eftirfarandi.
1. Jóhann H. Ragnarsson 8,5 vinn. og 12 stig.
2. Björn Jónsson 7,5 vinn. og 10 stig.
3. Leifur Vilmundarsson 6,5 vinn. og 8 stig.
4. Páll Sigurðsson 5 vinn. og 7 stig.
5. Svanberg Már Pálsson 2,5 vinn. og 6 stig.
6. Stefán Freyr Pálsson 0 vinn. og 5 stig.

Jóhann, Björn, Leifur og Páll komust í úrslit.

Heildarniðurstaðan varð eftirfarandi (2 bestu mót telja):
1. Jóhann H. Ragnarsson. 22 stig.
2. Björn Jónsson. 21 stig.
3. Leifur Vilmundarsson 20 stig.
4. Páll Sigurðsson 18 stig.
5. Svanberg Már Pálsson 12 stig.
6. Stefán Freyr Pálsson 10 stig.
7. Skúli H. Sigurðarson 7 stig.

13.04.2002.
Á unglingaæfingu nú fyrr  í dag sigraði Sverrir Þorgeirsson, Stefán Jónsson varð annar og Svanberg Már Pálsson varð þriðji. Alls mættu 6 manns á æfingu. Þjálfarar eru Kjartan Thor Wikfeldt og Baldur Möller. Stefnt er að því að fá unglinga frá Skákdeild Hauka í heimsókn næsta sunnudag.

13.04.2002.
Því miður forfölluðust sveitirnar frá Flataskóla.

10.04.2002.
Flataskoli sendir amk. 1 sveit og hugsanlega 2 sveitir til keppni i Islandsmoti Grunnskolasveita sem verður nu dagana 12. til 14. april.

03.04.2002.
Stefán Kristjánsson fékk TG rós mars mánaðar fyrir að ná lokaáfanga að Alþjóðlegum meistaratitli.

02.04.2002.
Þriðja og síðasta mánaðarmót fyrir úrslit verður haldið fimmtudaginn 11. apríl í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. 4 efstu komast í úrslit.

02.04.2002.
Ný íslensk skákstig voru að koma út. Þau er að finna á heimasíðu Skákarans.

Af TG mönnum urðu eftirfarandi breytingar helstar:
Skúli H. Sigurðarson 1570 (+150 stig!!!).
Páll Sigurðsson 1825 (+60)
Jón Magnússon 1825 (+15)
Sindri Guðjónsson 1510 (+15)
Ari Guðmundsson 1925 (+10)
Kristján Guðmundsson 2240 (+5)

Sindri hækkaði einnig á atskákstigum í 1465 eða um 70 stig.

Bendi annars á stigalistann hér til vinstri til að sjá skákstig allra TG manna.

Ath ef menn sjá villur eða hafa athugasemdir er rétt að senda póst á vefstjóra.

02.04.2002.
Úrslit úr 2 mánaðarmóti urðu þau að í 1.-2. sæti urðu þeir Páll Sigurðsson og Björn Jónsson. 11 stig. 3. varð Leifur Vilmundarson með 8 stig og Skúli H. Sigurðarson fékk 7 stig. Staðan fyrir síðasta mót er því eftirfarandi (2 bestu mót telja).

1. Leifur Ingi Vilmundarson 20 stig (2 mót)
2. Björn Jónsson 19 stig. (2 mót)
3. Páll Sigurðsson 18 stig. (2 mót)
4. Jóhann H. Ragnarsson 10 stig. (1 mót)
5. Skúli H. Sigurðarson 7 stig. (1 mót)
6. Svanberg Már Pálsson 6 stig. (1 mót)
7. Stefán Freyr Pálsson 5 stig. (1 mót)

02.04.2002.
Stefán Jónsson náði ágætis árangri á sínu öðru "alvöru" skákmóti og var óheppinn að fá ekki stig. Hann tók þátt í opnum flokki á skákþingi íslands og fékk 5 vinninga í 9 umferðum.

27.03.2002.
Unglingar úr TG taka nú æ meiri þátt í mótum á vegum félagsins eða annarra félaga og er það mjög gott og mikilvægt skref í uppbyggingu félagsins. Einn af þeim yngstu í unglingastarfi TG, Svanberg Már Pálsson bar sigur úr býtum í mótasyrpu á vegum Hauka í marsmánuði. TG óskar honum til hamingju með sigurinn.

27.03.2002.
Tveir TG-ingar sitja nú að tafli í Opnum flokki á Íslandsmótinu í skák. Þetta eru þeir Sindri Guðjónsson og Unglingameistari Garðabæjar Stefán Jónsson.
Eftir 5 umferðir var Sindri með 3 vinninga en Stefán með 2.5 vinninga. Alls verða 9 umferðir tefldar.
Stefán teflir nú við Karl Steingrímsson sem er með 1725 stig. Sindri teflir við Arnljót Sigurðsson.
TG óskar þeim góðs gengis.

22.03.2002.
Umfjöllun um seinni hluta 2. deildar má nálgast hér.

20.03.2002.
Ágæt umfjöllun um heimsókn Akureyringa til Stór-Garðabæjarsvæðisins er á heimasíðu Hellis.

15.03.2002.
TGingurinn Oleg Korneev vann í dag Alþjóðlega Reykjavíkurmótið með 7 vinninga af 11 mögulegum ásamt Elhvest. Við óskum Korneev til hamingju með sigurinn.

08.03.2002.
Unglingar úr Skákfélagi Akureyrar munu heimsækja unglinga hjá okkur kl. 13 á sunnudaginn. Teflt verður á 9-10 borðum.

07.03.2002.
Mánaðarmót nr. 2 af 3 verður í kvöld kl. 20 í FG. Allir velkomnir. Tefldar eru hraðskákir og þátttaka er ókeypis. 2 bestu mótin gilda til úrslita en 4 efstu keppa til úrslita síðar í vor.

07.03.2002.
Nú er viðburðarríku Íslandsmóti skákfélaga lokið. Hrókurinn með fjöldann allan af erlendum stórmeisturum sigraði og urðu Íslandsmeistarar.

Tg sendi 2 6 manna lið í keppnina og tefldu þau í 2. og 4. deild. Bæði voru þau í toppbaráttu fram í síðustu umferð en árangurinn lét því miður á sér standa.
A lið TG lenti í 2-3 sæti aðeins hálfum vinning á eftir Akureyri-b sveit ásamt Taflfélagi Akranes.
B lið TG var lengstum í 2 sæti í 4 deild en tapaði stórt í síðustu umferð eftir að liðið þynntist nokkuð og féll um 5 sæti eða í það 7.
Nánari umfjöllun kemur síðar.

27.02.2002.
Lokaæfing tígrísdýranna var í kvöld fyrir deildarkeppnina. Íþróttasálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson kláraði þar með lokahnykkinn á stífum undirbúningi fyrir seinni hluta Íslandsmót taflfélaga. Markmið beggja sveita félagsins eru skýr. Stefnan er á 1 sætið og ekkert annað. TG vill minna stuðningsmenn sína á að mæta í bláu á keppninsstað til að sýna samstöðu. Félagið stillir upp sterkum sveitum en baráttan verður mikil og hörð.  Áfram TG, áfram Garðabær.

27.02.2002.
TG vill minna leikmenn og stuðningsmenn sína á matinn eftir deildarkeppnina. Félagið vonast eftir því að sjá sem flesta. Áfram TG.

25.02.2002.
Hreint loft endaði með sigri Evrópumeistara Frakka. Þær fengu 4v af 6 mögulegum. Norðmenn urðu í öðru sæti með 3v og ísland í þriðja með 2. Skákstjóri fyrir hönd ICC og TG var Leifur I. Vilmundarson og stóð hann sig mjög vel. Mótið var samstarfsverkefni TG og SÍ og við í TG viljum þakka SÍ samstarfið sem og keppendum. Einnig öllum þeim sem komu að mótshaldinu í einhverri mynd. Rúmlega 20 áhorfendur voru á mótinu í Turninum auk þeirra sem að sáu mótið á ICC.

Einvígi Guðlaugar og Ásdísar Höllu lauk með sigri Guðlaugar 2-0.

24.02.2002.
Hreint Loft, Kvennalandsliðsmótið fer fram í Turninum í Ráðhúsi Garðabæjar (7.hæð) í kvöld og verður byrjað kl. 18. Lið frá Íslandi, Frakklandi og Noregi munu þar leiða saman hesta sína og verður teflt á skákþjónuninum ICC.

Jafnframt mun fara fram 2 skáka einvígi Ásdísar Höllu Bragadóttur bæjarstjóra og Guðlaugar Þorsteinsdóttur margfalds Íslands og Norðurlandameistara kvenna.

Mótið og einvígið er samstarfsverkefni Sí og TG.

Landslið Íslands er annars skipað eftirtöldum:

1. WIM Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþjóðlegur meistara kvenna.
2. Harpa Ingólfsdóttir
3. Aldís Rún Lárusdóttir
4. Anna Björg Þorgrímsdóttir
5. Áslaug Kristinsdóttir

Lið Frakklands. (Núverandi EU meistarar)
1. WIM Marie Sebag
2. Celine Goletto
3. Melanie Verot

Lið Noregs.
1. Ellen Hagesæther
2. Sylvia Johnsen
3. Gro Ferkingstad

Tímamörk eru 30 5.

Áhorfendur er velkomnir hvort sem er á skákstað eða á ICC (chessclub.com)

Reyklaus.is, Garðabær og Þekking-Tristan vilja með leiknum minna á mikilvægi þess að hafa hreint loft. Skaðsemi óbeinna reykinga er mikill og hafa reyklaus.is og TG tekið höndum saman til að vinna gegn þeim.

23.02.2002.
Í 2. deild fer fram æsispennandi barátta um eitt sæti í 1 deild. Stutt er í lokahrinuna og greinileg taugaveiklun hefur gripið um sig hjá þremur efstu liðunum. Það er Helli c sem er með yfirburðar forystu, SA b og TA. Þessi lið hafa gripið til þess ráðs að draga athyglinni frá sínum liðum og freista þess að búa til pressu á TG. Það er augljóslega út í hött því að TG er í 4 sæti sem stendur og á mjög erfiða leiki eftir. Dæmi um þennan áróður annarra liða má sjá á umræðuhorni skákmanna þar sem fulltrúi skagamenn átti í hlut auk marga greina SA manna. Einnig má benda á grein um deildarkeppnina á Helli.is þar sem þeir eru að fjalla um lokasprettinn. TG hvetur félagsmenn sína til að láta ekki blekkjast af þessum áróðri og einbeita sér áfram að settu marki sem er 4 sæti. Áfram TG og mætum í bláu á lokaumferðirnar.

22.02.2002.
Netskák í Hreinu lofti!!!

Nú er orðið ljóst hvaða lið munu eigast við í landskeppninni Hreint Loft í Turninum á Garðatorgi á sunnudaginn. Evrópumeistarar Frakka hafa bæst í hópinn og munu etja kappi við lið Noregs og Íslands. Fjölmargir koma að mótinu og verður umgjörðin glæsileg, eru skákáhugamenn eindregið hvattir til að mæta og styðja við bakið á stelpunum! Styrktaraðilar mótsins eru Reyklaus.is, Garðabær og Þekking-Tristan. Mótið er samstarfsverkefni TG og SÍ.

18.2.2002.
TG vill minna á mótið Hreint loft sem fram fer í Turninum í Ráðhúsi Garðabæjar kl. 18.00 sunnudaginn 24.2. Nánari uppýsingar um mótið koma hér á fimmtudag.

14.2.2002.
Dagsetning fyrir mótið er Katalóníumönnunum er nú komið á hreint. Mótið fer fram 23-28.6.

13.2.2002.
4 félagsmenn TG taka nú þátt í Meistaramóti Hellis.

Þetta eru þeir Leifur Ingi Vilmundarson 1815, Kjartan Thor Wikfeldt 1800, Páll Sigurðsson 1765 og Svanberg Már Pálsson. TG menn fengu 3 vinninga í fyrstu umferðinni en úrslitin voru öll eftir bókinni. Næsta umferð verður á fimmtudag.

11.2.2002.
Mjög góð þátttaka var á unglingaæfingu hjá TG í gær en alls mættu 16 börn og unglingar.

En æfingar eru kl. 14 í Garðaskóla.

Umsjónarmenn eru þeir Baldur Möller og Kjartan Thor Wikfeldt.

11.2.2002.
Leifur Ingi Vilmundarson sigraði á Febrúar mánaðarmótinu. með 4,5 vinning af 5 mögulegum.

Hann er því kominn með 12 stig í heildarkeppninni.

Staðan eftir 1. mót er eftirfarandi:
1. Leifur Ingi Vilmundarson 12 stig.
2. Jóhann H. Ragnarsson 10 stig.
3. Björn Jónsson. 8 stig.
4. Páll Sigurðsson 7 stig.
5. Svanberg Már Pálsson 6 stig.
6. Stefán Freyr Pálsson 5 stig.

Alls verða haldin 3 mót og síðan fara 4 efstu í úrslit. 2 bestu mótin gilda til stiga.

7.2.2002.
Minni á 1. mánaðarmót vetrarins sem verður í kvöld í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ kl. 20. Þátttaka er ókeypis.

7.2.2002.
Stefán Jónsson er Unglingameistari Garðabæjar 2002.
Hann sigraði með fullu húsi vinninga. Daði Rúnar Skúlason varð annar og Sverrir Þorgeirsson þriðji eftir stigaútreikning. Sverrir sigraði í flokki 12 ára og yngri. Svanberg Már Pálsson varð annar og Davíð Jónsson þriðji.
Alls voru keppendur 10. Allir fengu þeir bókaverðlaun. Einnig var dregin út Pitsa frá Pizzunni í Garðabæ. Stefán Jónsson varð sá heppni.

3.2.2002.
Framundan er geysilega spennandi keppni í 2. deild. TG hefur þess vegna ákveðið að fjalla með hlutlausum hætti um keppnin og má sjá greinina hér.

30.1.2002.
Reyklaus.is verður einn styrktaraðila að fyrirhuguðu móti með Kataluníumönnum í sumar.

28.1.2002.
Kvennalandsliðs-landskeppnin sem verður haldin í Ráðhústurninum og á ICC 24 feb. hefur hlotið nafnið Hreint loft. (Clearing the air tournament). Með þessu eru TG og reyklaus.is að leggja áherslu á skaðsemi óbeinna reykinga. Helstu styrktaraðilar eru Garðabær og Reyklaus.is

28.1.2002.
Unglingameistaramót Garðabæjar verður haldið 3. febrúar. Tefldar verða atskákir. Nánara fyrirkomulag svo sem tímamörk og fjöldi umferða verða ákveðin þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir. Mótið hefst kl. 14 og verður haldið í Gryfjunni í Garðaskóla.

Skemmtileg verðlaun fyrir efstu sæti og sérverðlaun fyrir 12 ára og yngri. Heppinn þátttakandi fær einnig pizzuveizlu.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið tgchess@yahoo.com eða á staðnum.

27.1.2002.
Unglingalandsiðið undir 18 ára hefur þegið boð TG um að keppa á móti með úrvalsliði U18 frá Kataluníu ásamt tígrísdýrunum og fjórða liði.

27.1.2002.
Ian Rogers sigraði í sínum riðli á Corusmótinu ásamt SM Istratescu frá Rúmeníu. Í dag vann hann IM Berkvens frá Hollandi.

26.1.2002.
Í 8. umferð á Corus mótinu gerði Ian Rogers jafntefli við IM Berkvens frá Hollandi. Hann er nú í 1-3 sæti með 5,5 v þegar ein umferð er eftir.

25.1.2002.
TG hefur undanfarna daga verið í mjög jákvæðum viðræðum við Skáksamband Kataluníu um að fá úrvalslið þess undir 18 ára á mót í Garðabæ í sumar. Það stefnir nú flest í að af þessu verði. Vinnudagsetning er 21-28 juní. Mótið verður sveitakeppni og telft verður á fjórum borðum. Unglingalandsliðinu undir 18 ára og kvennalandsliðinu hefur verið boðin þátttaka. Tefldar verða 6 umferðir. Mikil skákmenning er í Kataluníu og fjöldi alþjóðlegra móta haldin í hverjum mánuði. Mótið er mikilvægur liður í uppbyggingu tígrísdýranna.

25.1.2002.
Ian Rogers vann SMkvenna, Klinova frá Ísrael í 7 umferð. Hann er nú með 5 v og í 1-2 sæti.

24.1.2002.
Ian Rogers stendur sig vel á Corusmótinu. í 5 og 6 umferð vann hann Nep frá Hollandi og gerði jafntefli við AM Blitterswijk einnig frá Hollandi. Hann er nú í 2-3 sæti með 4 vinninga af 6 mögulegum og frammistöðu upp á 2536 stig.

23.1.2002.
Í framhaldi af Úrslitakeppni mánaðarmótanna fór fram 1. æfing ársins hjá TG.

Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Jóhann H. Ragnarsson 5. vinninga.
2. Björn Jónsson 4. vinninga.
3-4. Páll Sigurðsson 2,5 vinninga.
3-4. Svanberg Már Pálsson 2,5 vinninga.
5. Stefán Freyr Pálsson 1 vinning.
6. "Skotta" náði ekki vinning í þetta sinn.

22.1.2002.
Úrslitakeppni mánaðarmóta TG fór fram í kvöld. Af óviðráðanlegum ástæðum varð að seinka úrslitakeppninni þar til í kvöld. Í undanúrslitum vann Björn Jónsson Baldur Möller 2 1/2 - 1 1/2 og Jóhann H. Ragnarsson vann Pál Sigurðsson 2 1/2 - 1/2. Í keppninni um 3 sæti vann Baldur Möller Pál Sigurðsson 2 1/1 - 1/2. Jóhann H. Ragnarsson vann Björn Jónsson í einvíginu um fyrsta sæti 4 - 1 en viðureignin var jafnari en lokatölur gefa til kynna. Þar með vann Jóhann H. Ragnarsson öll mót TG árið 2001.

21.1.2002.
Í 4. umferð á Corus mótinu gerði Ian Rogers jafntefli við SM Istratescu frá Rúmeníu. Hann er nú í 3. sæti með 2,5v. af 4 mögulegum.

21.1.2002.
Í fyrri netskákinni virðist TG mönnum eitthvað vera að förlast og virðast vera að tapa peði. Vonandi gefur þetta ekki til kynna hvernig útkoman kemur til með að vera í Íslandsmótinu þar sem einmitt SA-b er spáð sigri skv. spá frá Halldóri Grétari.

20.1.2002.
Ian Rogers var valinn skákmaður ársins í Ástralíu. TG óskar honum til hamingju með titilinn.

20.1.2002.
Í 3. umferð gerði Ian Rogers jafntefli við Stellwagen frá Hollandi. Hann hefur þar með 2 vinninga af þremur og er í 3 - 4 sæti.

20.1.2002.
Zhao Zong Yuan endaði í 6 - 9 sæti með 6,5 af 11 á Opna Ástralska.

19.1.2002.
Ian Rogers byrjaði Corus mótið með sigri í 1. umferð. Hann vann stórmeistara kvenna, Arakhamia frá Georgíu. Í 2. umferð gerði hann jafntefli við Smeets frá Hollandi. Eftir 2. umferðir er hann í 1 - 4 sæti.

19.1.2002
Kvennalandsliðsmótið sem að TG og SÍ standa að í sameiningu verður haldið í Turninum í Ráðhúsinu í Garðabæ. Mótið hefst kl. 18.00, 24 febrúar.

11.1.2002
TG á sinn fulltrúa í Corus mmótinu sem fram fer í Wijk aad Zee. Hér er á ferð SM Ian Rogers. Til að fylgjast með frammistöðu hans þarf að komast hér inn.

11.1.2002
TG og SÍ munu standa í sameiningu að kvennalandsliðskeppninni á ICC 24 febrúar. Keppnin mun hefjast kl. 18.00.

9.1.2002
Rétt svör og lausnir við Jólaþrautunum hafa nú verið birtar. Glefsir vonar að gestir síðunnar hafi haft gaman að og óskar þeim gleðilegs skákárs! Lausnir

8.1.2002.
Skákstjóri og yfirtæknimaður fyrir hönd ICC á kvennalandskeppninni 24 febrúar verður Leifur Ingi Vilmundarson.

7.1.2002.
3 félagsmenn TG eru með á Skákþingi Reykjavíkur sem haldið er af Taflfélagi Reykjavíkur. Þetta eru
Jóhann H. Ragnarsson sem sigraði í 1. umferð verðandi Danmerkurfara í flokki 11-12 ára í skólaskák..
Skúli H. Sigurðsson sem tefldi mjög vel en mátti játa sig sigraðan gegn Páli Þórarinssyni og svo Sindri Guðjónsson sem tapaði á móti Alþjóðlega meistaranum og fyrrum TG meðlimi Sævari Bjarnasyni.

6.1.2002.
Fimm unglingar úr TG tóku þátt í Íslandsmóti barna og unglinga í gær. Þeir náðu ýmist góðum eða viðunandi árangri og ljóst að það mikla undirbúningsstarf sem hefur verið unnið hjá TG síðan í vor er að byrja að skila sér.

6.1.2002
TG er að vinna að því að koma á alþjóðlegu móti kvennalandsliða á ICC. Þetta er gert í góðri samvinnu við aðila tengda kvennalandsliðinu. Ef af verður verður mótið haldið 24 febrúar kl. 17.00.

5.1.2002
Fyrsta tvískákmót Garðabæjar fór fram í gærkvöldi. Fyrst fóru fram undanrásir en síðan úrslitakeppni. Í efstu sætum úrslitakeppninnar urðu:

1. Baldvin Gíslason/Leifur I. Vilmundarson 19 v. af 24 mögulegum
2-3. Ingi Þór Einarsson/Kjartan Thor Wikfeldt og Björn Jónsson/Jóhann H. Ragnarsson 14 1/2 v.

Baldvin og Leifur eru þar með fyrstu tvískákmeistarar Garðabæjar. Hér var á ferðinni glæsilegt "tvískákarcomeback" hjá Baldvini sem býr í Svíþjóð en var staddur á landinu um áramótin.

4.1.2002
Fyrsta tvískákmót Garðabæjar verður haldið föstudagskvöldið 4. janúar kl. 20 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Teflt verður skv. tvískákreglum Taflfélags Garðabæjar. Ekkert þátttökugjald, allir velkomnir.

31.12.2001
Taflfélag Garðabæjar óskar skákmönnum og öllum landsmönnum gleðilegs og gæfuríks nýs árs. Þökkum stuðning og velvild á liðnu ári.

17.12.2001
Jólin eru á næsta leyti og þá er tilvalið að koma sér þægilega fyrir með nokkrar skákþrautir. Jólaþrautir TG

14.12.2001
Tímahraki lokið!!!!! Eins og búist var við reyndist tímahraksvofan Hellismönnum erfið..ljónin hreinlega átu Tinna og félaga og unnu sannfærandi 4-2..samtals 7 1/2 : 4 1/2. Óskum við TR-ingum til hamingju með þennan ótvíræða sigur..verðlaunaafhending hefst innan stundar...Haraldur Örn alþingismaður mun sjá um að afhenda sigurliðinu vegleg verðlaun.

13.12.2001.
Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og Hrannar B. Arnarson munu afhenda verðlaunin á úrslitaleik Bikarmóts Plúsferða.

12.12.2001.
Iceland Club Cup Final broadcast live on ICC this Friday!

11.12.2001.
Það er komið mótið sem stefnt var að fyrir kvenfólkið á úrslitahátið Bikarmóts Plúsferða. Ísland, Noregur og Evrópumeistarar Frakka munu keppa á ICC. Lið Frakka liggur ekki endanlega fyrir en þó er ljóst að amk ein þeirra sem að tefldi í Leon verður með og jafnvel fleiri. En þar urðu þær Evrópumeistarar.

10.12.2001.
Íslenska kvennalandsliðið mun mæta Norðmönnum á ICC  í landsleik sem er haldin sem hluti af úrslitahátíð Bikarmóts Plúsferða. Landslið Íslands eftir borðaröð er eftirfarandi:
Harpa Ingólfsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Anna Björg Þorgrímsdóttir. Telft verður á þremur borðum og um leið og lið Noregs liggur fyrir munum við birta það hér.

10.12.2001.
Dómarar á úrslitaleik Bikarmóts Plúsferða verða Leifur I.Vilmundarson og Páll Sigurðsson.

10.12.2001.

Borðaröð úrvalsliðs landins undir 18 ára liggur nú fyrir. Borðaröðin er eftirfarandi:
Halldór B. Halldórsson, Björn Í. Karlsson, Stefán Bergsson og Birkir Ö. Hreinsson.

09.12.2001.

Sálfræðibaráttan er hafinn fyrir bikarúrslitaleikinn. Hún kemur vel fram í hressilegum við leikmenn og forráðamenn liðanna sem sjá má á heimasíðu Bikarmóts Plúsferða.

09.12.2001.
Haraldur Baldursson, liðstjóri Reykjavíkurúrvalsins hefur valið liðið og er það skipað eftirfarandi eftir borðaröð (atskáksstig í sviga):
1. Guðjón H. Valgarðsson (1935)
2. Guðmundur Kjartansson (1930)
3. Guðni S. Pétursson (1820)
4. Ólafur Kjartansson (1645).

Rétt er að taka fram að Dagur Arngrímsson tekur þátt í öðrum dagskrálið í úrslitahátíðinni. Einnig sá Sigurður Páll Steindórsson sér ekki fært að mæta.

08.12.2001.
Eins og margir vita eru þeir Giljagaur og Stúfur í TG. Þeir munu á úrslitahátið Bikarmóts Plúsferða tefla fjöltefli við krakka kl. 19.00 í húsnæði Skáksambands Íslands. Og að sjálfsögðu er frítt fyrir alla.

07.12.2001.
Lið framtíðarinnar liggur nú fyrir en þeir koma frá Hagaskóla. Hagaskóli er Norðurlandameistari grunnskóla 2001.
Lið framtíðarinnar skipað eftir borðaröð:
Dagur Arngrímsson, Hilmar Þorsteinsson, Aron Ingi Óskarsson og Arnljótur Sigurðsson. Ljóst er á þessu að keppni fortíðar við framtíð sem fer fram í nútíðinni verður skemmtileg. Keppnin mun hefjast kl. 18.05, föstudaginn 14.12. Úrslitahátíðin verður hins vegar sett kl. 18.00.

06.12.2001.

Heiðursgestir á úrslitaleik Bikarmóts Plúsferða eru Laufey Jóhannesdóttir framkvæmdarstjóri Plúsferða, Haraldur Haraldsson stuðlastjóri Lengjunnar og Guðmundur Arason. Laufey mun leika fyrsta leiknum.

05.12.2001.

Í úrslitahátíð Bikarmóts Plúsferða verður ein viðureign sem verður mjög sérstök. Hún kallast fortíð gegn framtíð í nútíð! Hér eigast við sveit Íslands frá HM stúdenta í Kraká í Póllandi 1964 og Norðurlandameistarar grunnskóla 2001! Sem sagt sveitir frá sitt hvorri öldinni! Við munum kynna þetta nánar síðar.

04.12.2001.

Undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn gengur ágætlega. Ætlunin er að vera með nokkurs konar skákhátíð fyrir leik. Við munum  jafnt og þétt koma með fréttir af henni. Hún mun hefjast kl. 18.00, 14.12 2001. Eitt af því sem hefst kl. 18.00 er leikur úrvalsliða frá landinu og Reykjavík. Liðin verða skipuð leikmönnum undir 18 ára. Úrvalslið landsins hefur verið valið og er það skipað eftirfarandi mönnum (ekki í borðröð). Halldór B. Halldórsson (SA), Stefán Bergsson (SA), Björn Í. Karlsson (TV) og Birkir Ö. Hreinsson (TK). Haraldur Baldursson hefur tekið að sér liðstjórn Reykjavíkur liðsins og munum við tilkynna það um leið og það liggur fyrir.

03.12.2001.
Lýsing úr ljónagryfjunni er hafin.
Hana má sjá hér.

01.12.2001
Skákir úr Skákþingi Garðabæjar
má núna nálgast
hér.

30.11.2001
Undanúrslit í Bikarkepni  næsta leyti. Báðir leikirnir eru á Lengjunni. Umfjöllun og fleira á heimasíðu mótsins

30.11.2001
Baldvin Gíslason hefur sent frá sér pistil um LASK Open. Pistilinn má nálgast á Pistlahorninu.

23.11.2001
Rós nóvembermánaðar fékk Harpa Ingólfsdóttir.

19.11.2001.
Bein lýsing er hafin frá viðureign Hellis og Hróksins. Til að sjá hana þarf að fara hér inn.

18.11.2001
Bein lýsing er hafin af viðureign TR b - S. Reykjanesbær.  Til að sjá hana þarf að fara hér inn.

13.11.2001
TG tapaði fyrir TR-a í 8 liða úrslitum Bikarkeppnis Plúsferða. Umfjöllun um viðureignina má nálgast frá heimasíðu mótsins.

13.11.2001
Skákþingi Garðabæjar 2001 er lokið með yfirburðasigri Jóhanns H. Ragnarssonar. Úrslit í 6. og síðustu umferð urðu þessi:
Jóhann H. Ragnarsson - Stefán Jónsson 1-0
Baldur Möller - Leifur I. Vilmundarson 1/2-1/2
Sigurður Ingason - Ari Guðjónsson 1-0
Daði Skúlason - Lúðvík Ásgeirsson 0-1
Sveinn Gauti Einarsson - Jón Magnússon 0-1
Lokastaðan:
1. Jóhann H. Ragnarsson 6 v.
2-4. Leifur I. Vilmundarson, Sigurður Ingason, Lúðvík Ásgeirsson 4 v.
5-6. Baldur Möller, Jón Magnússon 3 1/2 v.
7-8. Stefán Jónsson, Daði Skúlason 2 v.
9. Sveinn Gauti Einarsson 1 v.
10. Ari Guðjónsson 0 v.

11.11.2001.
Þar sem nú er lokið öllum skákum í fyrri hluta 2 deildar í Íslandsmóti Skákfélaga er kominn umfjöllun um keppnina. Hana má lesa hér.

11.11.2001
5. umferð Skákþingsins fór fram í morgun og urðu úrslit eftirfarandi:

Baldur Möller - Jóhann H. Ragnarsson 0-1
Leifur I. Vilmundarson - Jón Magnússon 1/2-1/2
Stefán Jónsson - Sigurður Ingason 0-1
Sveinn Gauti Einarsson - Lúðvík Ásgeirsson 0-1
Ari Guðjónsson - Daði Skúlason 0-1

Staðan:

1. Jóhann H. Ragnarsson 5 v.
2. Leifur I. Vilmundarson 3 1/2
3-5. Baldur Möller, Sigurður Ingason, Lúðvík Ásgeirsson 3 v.
6. Jón Magnússon 2 1/2 v.
7-8. Stefán Jónsson, Daði Skúlason 2 v.
9. Sveinn Gauti Einarsson 1 v.
10. Ari Guðjónsson 0 v.


10.11.2001
Fjórða umferð Skákþings Garðabæjar var tefld síðdegis og urðu úrslit eftirfarandi:

Jón Magnússon - Jóhann H. Ragnarsson 0-1
Sigurður Ingason - Leifur I. Vilmundarson 0-1
Daði Skúlason - Baldur Möller 0-1
Stefán Jónsson - Sveinn Gauti Einarsson 1-0
Ari Guðjónsson - Lúðvík Ásgeirsson 0-1

Staðan:

1. Jóhann H. Ragnarsson 4 v.
2-3. Leifur I. Vilmundarson, Baldur Möller 3 v.
4-7. Sigurður Ingason, Jón Magnússon, Stefán Jónsson, Lúðvík Ásgeirsson 2 v.
8-9. Sveinn Gauti Einarsson, Daði Skúlason 1 v.
10. Ari Guðjónsson 0 v.

Tvær síðustu umferðirnar fara fram á morgun.


10.11.2001
Þriðja umferð í Skákþinginu fór fram í morgun og staðan eftir hana er:

1. Jóhann H. Ragnarsson 3 v
2 - 5. Sigurður Ingason, Leifur I. Vilmundarson, Jón Magnússon og Baldur Möller 2 v.
6 - 9. Stefán Jónsson, Sveinn Gauti Einarsson, Daði Skúlason og Lúðvík Ásgeirsson 1 v.
10. Ari Guðjónsson 0 v.

Fjórða umferð hefst kl. 16.30.

09.11.2001
Skákþing Garðabæjar hófst í kvöld. Tefldar eru 6 umferðir eftir Garðabæjarmonrad. Þar af voru tvær fyrstu skákirnar sem tefldar voru í kvöld með atskáksniði.
Það er greinilegt að það mikla starf sem að hefur verið unnið í TG er farið að bera ávöxt. Vissulega er enginn gríðarlegur fjöldi eða 10 keppendur. Hins vegar er margt mjög jákvætt þegar að keppendalistinn er skoðaður. Níu af þessum tíu eru úr TG. Til samanburðar voru þeir tveir fyrir tveimur árum og einn í fyrra. Síðan er unglingastarfið farið að skila sér. fjórir af þessum tíu koma úr því og þar eru efnilegir leikmenn á ferð sem félagið verður að hlúa að.
Staðan á mótinu eftir tvær umferðir er eftirfarandi:

1 - 2. Jóhann H. Ragnarsson og Sigurður Ingason (Helli) 2 v.
3 - 8. Stefán Jónsson, Leifur I. Vilmundarson, Jón Magnússon,  Baldur Möller, Lúðvík Ásgeirsson og Daði Skúlason 1 v.
9 - 10. Ari Guðjónsson og Sveinn Gauti Einarsson 0 v.
           
Mótinu er framhaldið á lauardag og klárast síðan á sunnudag. Tefdar verða tvær langar skákir hvorn dag.

31.10.2001
8 liða úrslit Bikarmóts Plúsferða hefjast á morgun, 1. nóvember, og skal öllum viðureignum vera lokið 20. nóvember. Spá sérfræðinganna má nálgast á heimasíðu mótsins.

25.10.2001
Nú eru komnar nokkrar myndir úr félagsstarfinu inn á síðuna. Sjá hér. Einnig eru myndir frá Atskákmóti Glefsis.

25.10.2001
TG hefur ráðið AM Jesper Hall sem þjálfara tígrísdýranna. Hann er þjálfari Sænska unglingalandsliðsins og mjög virtur og fær þjálfari. Meðal þeirra sem hann hefur þjálfað eru E. Berg og Sune Berg Hansen.
Jesper hefur verið í TG frá 1997. Hann leggur mikinn metnað og vinnu í þjálfunina. Erfitt er að fá hann sem þjálfara af þeim sökum. Það
er þess vegna gaman og gleðilegt að skýra frá því í leiðinni að ein aðalástæða þess að hann ákvað að gerast þjálfari hjá okkur er að hann hreifst mjög af meistaflokkshugmyndinni. Einnig þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki hinnar miklu uppbyggingar sem er í TG. Auk tígrísdýranna verður Halldór B. Halldórsson SA undir hans stjórn sem er liður í þeirri góðu samvinnu sem vináttusamstarf TG og SA byggir á.
Jesper sér einnig um þjálfun þjálfara á vegum Sænska Skáksambandins og mun TG væntanlega einnig njóta góðs af því í framtíðinni.
TG býður hann velkominn til starfa og væntir mikils af þessari samvinnu.

25.10.2001

Skákþing Garðabæjar fer fram 9-11 nóvember í FG. Tefldar verða 7 umferðir eftir Garðabæjarmonrad. Nánar auglýst á næstu dögum.

25.10.2001
Gunnar Björnsson fékk Rós mánaðarins.

17.10.2001
Íslandsmót skákfélaga verður nú um helgina.
Nánari upplýsingar má finna hér.

17.10.2001
Búið er að draga í 8 liða úrslit í Bikarmóti Plúsferða. Nánari upplýsingar á síðu mótsins.

13.10.200
Seinni hluti Atskákmóti Glefsis fer nú fram í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Umsjónarmaður tgchess.com er á staðnum og mun lýsa skákunum beint hér.

11.10.2001.
Dregið verður í beinni útsendingu á Rás 2 í 8 liða úrslit í Bikarmóti Plúsferða þriðjudaginn 16.10. Drátturinn verður íþróttafréttunum kl. 11.30.

11.10.2001
TG mun tefla í nýjum og fallegum keppnisbúningi í öllum helstu mótum þessa keppnistímabils. Um er að ræða Uhlsport peysu, navybláa með merki TG og mynd af sjálfum Glefsi. Í mjög stuttan tíma verður þessi peysa til sölu og í mjög takmörkuðu magni. Verð á peysunni er 5.500 kr.

08.10.2001
Kynning á keppendum í Atskákmóti Glefsis er hafin á heimasíðu mótsins.

04.10.2001
Opnaður hefur verið sérstakur vefur til að kynna Atskákmót Glefsis sem hefst eftir 10 daga. Dagana fram að móti verða keppendur kynntir og fleira efni um mótið mun birtast á síðunni. Meira

03.10.2001
Atskákmót Glefsis verður haldið dagana 13. og 14. október næstkomandi. Kynning á mótinu og keppendum hefst á sérstakri síðu á morgun.

01.10.2001
Hannes Hlífar Stefánsson fékk rós septembermánaðar.

27.09.2001
Jonny Hector sendi inn félagaskipti frá TG yfir í Helli.
TG kann honum bestu þakkir fyrir þessi 4 ár sem hann hefur verið skráður félagi og óskum honum velgengni í nýju félagi.

27.09.2001
Viðureignum í 16 liða úrslitum Bikarmóts Plúsferða er lokið, að undanskilinni viðureign Hróksins b-sveit og Taflfélags Vestmannaeyja sem var frestað vegna veðurs. Umfjallanir um viðureignirnar má nálgast á heimasíðu mótsins.

25.09.2001
Landsliðin slegin út.
SH og TG-a tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum nú í kvöld.

Skákfélag Hafnarfjarðar sigraði vel skipað Kvennalandslið 10,5 gegn 1,5. Fyrir SH tefldu meðal annarra Ágúst Sindri, Sigurbjörn, Ásgeir Ásbjörns, Björn Freyr og fl.

Taflfélag Garðabæjar vann Unglingalandsliðið 9-3. Sveit TG var skipuð eftirtöldum skákmönnum: Kristján Guðmundsson, Ásgeir Þór Árnason, Björn Jónsson, Jóhann Ragnarsson, Leifur Vilmundarson, Baldur Möller og Kjartan Wikfeldt að ógleymdum Glefsi sjálfum. 

Nánar um viðureignirnar síðar.

25.09.2001
A-lið Hróksins komið í fjórðungsúrslit í Bikarkeppni Plúsferða. Nánari umfjöllun er að finna á Bikarmótssíðunni.

22.09.2001
Viðureign b-sveitar TG við Hrókinn-a í Bikarmótinu fer fram kl. 20.30 í FG (Fjölbrautarskólanum í Garðabæ) næstkomandi mánudagskvöld 24.9. TG-a mætir Unglingalandsliðinu U-18 á þriðjudag.

21.09.2001
Tvær viðureignir fara fram um helgina í Bikarmóti Plúsferða. Hrókurinn b-sveit mætir Taflfélagi Vestmannaeyja og Taflfélag Kópavogs fær Taflfélag Reykjanesbæjar í heimsókn. Umfjöllun spámannanna má nálgast hér.

18.09.2001
Báðar sveitir Taflfélags Reykjavíkur og a-sveit Hellis tryggðu sér sæti í undanúrslitum í Bikarmóti Plúsferða í gærkvöld eftir æsispennandi keppni.

17.09.2001
Bein útsending fer fram úr viðureignum Hellis og SA og Hellis-b gegn TR í kvöld hér á síðunni. Linkur á lýsinguna er frá Bikarsíðunni. Lýsingin verður í umsjón Jóhanns H. Ragnarssonar og Björns Jónssonar.

10.09.2001
Taflfélag Reykjanesbæjar sigraði Tafldeild Bolungarvíkur í forkeppni Bikarmóts Plúsferða.
Sigur Reyknesinga var nokkuð öruggur, 9 vinningar gegn 3. Meira

09.09.2001
Bikarmót Plúsferða hefur verið sett!
Setningarávarp forseta Skáksambands Íslands má nálgast á heimasíðu mótsins.

08.09.2001
Fyrsta viðureignin í Bikarmóti Plúsferða fer fram á morgun, sunnudaginn 9. september, þegar Taflfélag Reykjanesbæjar og Tafldeild Bolungarvíkur mætast í forkeppninni. Teflt verður í húsnæði Iðnsveinafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 7 í Keflavík, og hefst viðureignin kl. 20:15. Áhorfendur eru velkomnir.

05.09.2001
Æfingar fyrir unglinga hefjast í Garðaskóla kl. 13 á Sunndag 9. september. Umsjónarmenn verða Baldur Möller og Kjartan Thor Wikfeldt.

03.09.2001
Spá sérfræðinganna hefur verið birt á heimasíðu Bikarmóts Plúsferða.


31.08.2001
Viðureign T.G. og T.R. í undanúrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram í Garðaskóla í gær.
Úrslit urðu 18-54 fyrir TR.
Við erum því úr leik að þessu sinni en árangurinn er nokkuð góður eða 3-4 sæti í keppninni.
Meira

27.08.2001
Meðal nýs efnis á heimasíðu
Bikarmóts Plúsferða er umfjöllun og spá frá Sigurbirni Björnssyni um Hellir-b vs. T.R-a í 16 liða úrslitum og viðtal við Baldvin Gíslason.

24.08.2001
Taflfélag Garðabæjar bendir félögum sínum á
Póstlistann.

23.08.2001
Taflfélag Garðabæjar mætir Taflfélagi Reykjavíkur í undanúrslitum
Hraðskákkeppni taflfélaga. Þetta er í fjórða árið í röð sem T.G. kemst í undanúrslit í þessari keppni.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Taflfélagið Hellir og Skákfélag Hafnarfjarðar.

22.08.2001
Byrjað er að telja niður til setningar Bikarmóts Plúsferða með viðtölum og fleiru á
heimasíðu mótsins.

21.08.2001
Dregið hefur verið í forkeppni og 16 liða úrslit
Bikarmóts Plúsferða.

21.08.2001
Íslenskar Getraunir hafa staðfest að Bikarmót Plúsferða mun verða á Lengjunni í vetur.
Ekki er enn ljóst hvaða viðureignir verða fyrir valinu en að öllum líkindum mun að minnsta kosti ein viðureign frá 16 liða úrslitunum ríða á vaðið.

21.08.2001
Taflfélag Garðabæjar kynnir nýja heimasíðu.

19.08.2001
Taflfélag Garðabæjar komið í undanúrslit Hraðskákkeppni taflfélaga.
T.G. sigraði Taflfélag Vestmannaeyja í 2. umferð Hraðskákkeppni taflfélaga með 42,5 vinningum gegn 29,5.
Meira

17.08.2001
Dregið verður í 16 liða úrslit og forkeppni
Bikarmóts Plúsferða í beinni útsendingu í íþróttaþætti Rásar 2, þriðjudaginn 21. ágúst, kl. 11:30.

10.08.2001
Bragi Þorfinnsson fékk
Rós ágústmánaðar.
Glefsir