Skákþing Garðabæjar 2002
Heim.
18.11.2002.
Í 7. og síðustu umferð tefla saman. (hvítt á undan)
Sigurður Daði - Páll Sigurðsson
Patrick Svansson - Jóhann H. Ragnarsson
Skúli H. Sigurðarson - Arnbjörn Barbato
Rúnar Gunnarsson - Björn Jónsson
Daníel Pétursson - Ingi Tandri Traustason
Andrés Kolbeinsson - Rafn Jónsson
Hilmar Þorsteinsson - Stefán Daníel Jónsson
Svanberg Már Pálsson - Einar G. Einarsson
Sverrir Þorgeirsson - "Skotta" 1 - 0


Jóhann telfdi mjög góða skák gegn Sigurði Daða og sigraði eftir skiptamunsfórn. Páll grísaði á Skúla og stendur þokkalega fyrir síðustu umferð. Páll þarf að vinna Daða í síðustu og Jóhann þarf að tapa til að verða skákmeistari Garðabæjar. Ingi Tandri mætti ekki á móti Birni.
Patrick vann eftir að hafa fórnað óvart drottningunni glæsilega. Keflvíkingarnir eru greinilega illa við kvenþjóðina því Arnbjörn vann einnig eftir drottingarfórn.
Hilmar Þorsteinsson náði ekki að vinna með mislitum biskupum og 2 peðum yfir.
Lengstu skák kvöldsins tefldu hins vegar Stefán Jónsson og Svanberg Már eftir að Svanberg hafði haft heldur betri stöðu. Hann fór þá í vafasöm hrókakaup og reyndist biskup Stefáns betri en riddari Svanbergs í opnu endatafli.


Úrslit 6. umferðar: (hvítt á undan)
Jóhann H. Ragnarsson - Sigurður Daði Sigfússon 1 - 0
Skúli Haukur Sigurðarson - Páll Sigurðsson 0 - 1
Arnbjörn Barbato - Rúnar Gunnarsson 1 - 0
Björn Jónsson - Ingi Tandri Traustason 1 - 0 (mætti ekki)
Patrick Svansson - Daníel Pétursson 1 - 0
Sverrir Þorgeirsson - Rafn Jónsson 0 - 1
Hilmar Þorsteinsson - Andrés Kolbeinsson 1/2 - 1/2
Stefán Daníel Jónsson - Svanberg Már Pálsson 1 - 0
Einar G. Einarsson - "Skotta" 1 - 0

Röð efstu manna:
1-2 Sigurður Daði 5 v.
1-2 Jóhann H. Ragnarsson 5 v.
3. Páll Sigurðsson 4,5 v.
4-5 Skúli H. Sigurðarson 4 v.
4-5 Arnbjörn Barbato 4 v.


17.11.2002.
Jóhann sigraði Arnbjörn í frestaðri skák frá því í 4 umferð.
6. umferð fer fram mánudagskvöld kl. 19.30.

Sigurður Daði er einn efstur með 5. vinninga eftir 5 umferðir.
Skúli Haukur og Jóhann Ragnarsson koma næstir með 4. vinninga.
Páll Sigurðsson er síðan í 4. sæti með 3,5 vinninga.


16.11.2002.
Óvænt úrslit urðu þegar Arnbjörn Barbato sigraði Daníel eftir að sá síðarnefndi gleymdi smá hættu í stöðunni. Björn Jónsson tapaði fyrir Jóhanni eftir að Jóhann fórnaði bæði hrók og kalli fyrir sókn en Björn fann ekki besta framhaldið. Ingi Tandri sigraði Rafn eftir harða skák þar sem Ingi var lengi manni yfir. Reyndar kom sérkennilegt tilvik fyrir því þegar Ingi átti um 4 mínútur eftir lék hann og gleymdi svo að ýta á klukkuna. Tók svo eftir því þegar hann átti 2,5 hálfa mínútu eftir og munaði því minnstu að Rafn endurtæki leikinn úr U2000 móti TR þegar hann vann á tíma eftir að anstæðingurinn þar hugsaði sig vel um í heilar 5 mínútur og féll þegar Rafn átti aðeins 5 sekúndur eftir á klukkunni. Sverrir hratt sókn Einars mjög vel og vann eftir að Einar hafði verið full gráðugur í að gefa peð meðan hann var í sókninni.

Röðun birtist næstu umferðar birtist á morgun eftir að frestaðri skák Jóhanns og Arnbjarnar úr 4. umferð lýkur.

Staða efstu manna eftir 5 umferðir er sú að Sigurður Daði er einn efstur með fullt hús. Skúli kemur næstur með 4. vinninga og síðan kemur Páll Sigurðsson í 3 sæti með 3,5 vinninga. Jóhann og Arnbjörn hafa síðan báðir 3 vinninga og frestaða skák.


Úrslit 5. umferðar (hvítt á undan):
Sigurður Daði Sigfússon - Patrick Svansson 1 - 0
Rúnar Gunnarsson - Skúli Haukur Sigurðarson 0 - 1
Björn Jónsson - Jóhann H. Ragnarsson 0 - 1
Daníel Pétursson - Arnbjörn Barbato 0 - 1
Páll Sigurðsson - Hilmar Þorsteinsson 1 - 0
Rafn Jónsson - Ingi Tandri Traustason 0 - 1
Einar G. Einarsson - Sverrir Þorgeirsson 0 - 1
Svanberg Már Pálsson - Andrés Kolbeinsson 0 - 1
"Skotta" - Stefán Daníel Jónsson 0 - 1


15.11.2002.

Sigurður Daði sigraði í kvöld frestaða skák frá því í 4 umferð á móti Skúla
.

Smá mistök voru gerð við röðun í gær því Andrés Kolbeinsson og Sverrir Þorgeirsson höfðu áður teflt. Einar og Svanberg fá því nýja andstæðinga.

Eins og sumir hafa kannski tekið eftir hefur verið nokkuð um frestanir og tilfærslur í kringum umferðir 4 og 5 vegna landsliðfarar og annara móta en vonast er til að það lagist og ekki verði um fleiri frestanir að ræða. Ekki verða td. veittar neinar tilslakanir vegna síðustu umferðar
.

14.11.2002.

Ein skák var tefld í dag og gerðu Björn Jónsson og Patrick Svansson jafntefli.
Þá eru 2 skákir eftir í 4. umferð og verður skák Skúla og Sigurðar Daða tefld annað kvöld. Skák Arnbjarnar og Jóhanns H. Ragnarssonar verður tefld kl. 13 á sunnudag.

Staðan eftir 4. umferðir er eftirfarandi.
1. Sigurður Daði Sigfússon 4 v.
2-3. Skúli Haukur Sigurðarson 3 v.
2-3. Rúnar Gunnarsson 3 v.
4-7. Björn Jónsson 2,5 vinninga
4-7. Patrick Svansson 2,5 vinninga
4-7. Daníel Pétursson 2,5 v.
4-7. Páll Sigurðsson 2,5 v.
8-9. Jóhann H. Ragnarsson 2 v. + fr.
8-9. Arnbjörn Barbato 2 v. + fr.
10-12. Hilmar Þorsteinsson 2 v.
10-12. Rafn Jónsson 2 v.
10-12. Ingi Tandri Traustason 2 v.
13-14. Sverrir Þorgeirsson 1,5 v.
13-14. Andrés Kolbeinsson 1,5 v.
15-16. Einar G. Einarsson 1 v.
15-16. Svanberg Már Pálsson 1 v.
17. Stefán Daníel Jónsson 0 v.


11.11.2002.

Í 5. umferð mætir Stefán skottu. Skák Inga Tandra Traustasonar verður frestað fram eftir laugardegi eða fram á sunnudag. Hann mætir liklega Rafni.


3 skakum var frestað og voru þvi aðeins 5 skakir i gangi i kvöld.
Hilmar Þorsteinsson hefur hvitt a Runar Gunnarsson og tapaði
Daniel Petursson hafði hvitt a Sverri Þorgeirsson og sigraði
Pall Sigurdsson hefur hvitt a Andres Kolbeinsson og sigraði
Rafn Jonsson hefur hvitt a Einar G Einarsson og sigraði
Ingi Tandri Traustason hefur hvitt a Stefan Daniel Jonsson og sigraði

Frestuðu skakirnar verða tefldar næstkomandi föstudag en næsta umferð verður laugardaginn 16. nov.


9.11.2002.

Úrslit urðu að mestu eftir bókinni í 3. umferð utan þess að Patrick sigraði Pál Sigurðsson. Skúli og Sigurður Daði eru efstir með fullt hús og mætast í 4. umferð.
Arnbjörn sigraði í skák þeirra Patricks síðan í fyrstu umferð.

4. umferð verður tefld mánudaginn 11. nóv en skákir Sigurðar Daða og Jóhanns Ragnarssonar er frestað til föstudags. Þeir eiga að mæta Skúla og Arnbirni
.

8.11.2002.

Sigurður Daði sigraði Björn. Aðrar skákir í 3. umferð fara fram á morgun og hefjast kl. 11 nema hjá Svanberg og Hilmari sem hefst kl. 9.30
.
Jóhann H. Ragnarsson vann Rafn en skák Sigurðar og Björns stendur enn en Sigurður Daði stendur mun betur
.

Nú eru í gangi skákir þeirra Sigurðar Daða og Björns Jónssonar annarsvegar og Jóhanns H. Ragnarssonar hinsvegar. Staðan er óljós í báðum skákum en þó virðist Sigurður Daði hafa heldur rýmra tafl. Arnbjörn og Patrick tefla í Keflavík og geri ég ekki ráð fyrir að fá fregnir af þeirri skák fyrr en á morgun
.

7.11.2002.

Í þriðju umferð mætast (hvítt á undan):
Sigurður Daði Sigfússon - Björn Jónsson
Skúli Haukur Sigurðarson - Sverrir Þorgeirsson
Patrick Svansson - Páll Sigurðsson
Rúnar Gunnarsson - Einar G. Einarsson
Andrés Kolbeinsson - Daníel Pétursson
Jóhann H. Ragnarsson - Rafn Jónsson
Stefán Daníel Jónsson - Arnbjörn Barbato
Svanberg Már Pálsson - Hilmar Þorsteinsson
Ingi Tandri Traustason - Skotta 1- 0

Sigurður Daði og Björn annarsvegar og Jóhann og Rafn hinsvegar tefla sínar skákir kl. 19.30 á morgun föstudag vegna landsliðsferðar. Einnig tefla Arnbjörn og Patrick Svansson frestaða skák frá því í 1. umferð. Skák Svanbergs og Hilmars verður flýtt um 1,5 tíma og hefst kl. 9.30 á laugardaginn.. Aðrar skákir hefjast kl. 11
.

Sverrir heldur áfram að koma á óvart og gerði jafntefli við Pál Sigurðsson og var með heldur betra þegar samið var. Einar G. var stálheppinn að vinna Arnbjörn því staðan á tímabili leit ekki vel út en Einar mátaði óvart þegar Arnbjörn lék af sér í miklu tímahraki. Jóhann sprengdi sig í endatafli á móti Skúla og tapaði og Stefán Daníel tapaði niður vænlegri stöðu
.

Önnur umferð er hafin.
Nú tefla: (Hvítt á undan).
Rafn Jónsson - Sigurður Daði Sigfússon 0 - 1
Daníel Pétursson - Björn Jónsson 0 - 1
Jóhann H. Ragnarsson - Skúli Haukur Sigurðarson 0 - 1
Páll Sigurðsson - Sverrir Þorgeirsson 1/2 - 1/2
Andrés Kolbeinsson - Ingi Tandri Traustason 1 - 0
Stefán Daníel Jónsson - Rúnar Gunnarsson 0 - 1
Patrick Svansson - Svanberg Már Pálsson 1 - 0
Arnbjörn Barbato - Einar G. Einarsson 0 - 1
"Skotta" - Hilmar Þorsteinsson 0 -
1

Tveir nýjir keppendur hafa bæst við. Vegna þess að orðið var of seint að lagfæra röðun þá brjótum við upp eina röðunina í kvöld,væntanlega á neðsta borði og röðum gegn hvorum þessara keppenda, síðan tefla viðkomandi innbyrðist þá frestaða skák úr fyrri umferð á morgun.
Þeir sem bætast við eru Arnbjörn Barbato og Patrick Svansson (1615)
.

4.11.2002.

Í fyrstu umferð tefla:
Rúnar Gunnarsson - Sigurður Daði Sigfússon 0 - 1
Einar G. Einarsson - Björn Jónsson 0 - 1
Hilmar Þorsteinsson - Jóhann H. Ragnarsson 0 - 1
Ingi Tandri Traustason - Páll Sigurðsson 0 - 1
Stefán Daníel Jónsson - Rafn Jónsson 0 - 1
Sverrir Þorgeirsson - Andrés Kolbeinsson 1 - 0
Svanberg Már Pálsson - Daníel Pétursson 0 - 1
"Skotta"- Skúli Haukur Sigurðarson 0 -
1

Óvænt úrslit urðu þegar Sverrir Þorgeirsson sigraði Andrés Kolbeinsson eftir mjög langt endatafl. Daníel Pétursson mátti líka heita stálheppinn að sigra Svanberg Má og gaf tvisvar sinnum peð í endatafli til að reyna að svíða stöðuna. Það borgaði sig að lokum þegar Svanberg fann ekki besta framhaldið. Önnur úrslit urðu eftir bókinni en Jóhann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á Hilmari Þorsteins
.

Ath. vegna ferðar B-landsliðs Íslands þar sem tveir af keppendum þessa móts eru meðal þátttakenda þá varð það að samkomulagi að sleppa keppni fimmtudaginn 14. nóv. og hafa í stað þess eina umferð fimmtudaginn 21. nóv.

Alls eru 15 skákmenn skráðir til leiks:

Sigurður Daði Sigfússon TR 2400
Björn Jónsson TG 1995
Jóhann H. Ragnarsson TG 1945.
Páll Sigurðsson TG 1825.
Rafn Jónsson TR 1800.
Andrés Kolbeinsson TR 1660
Patrick Svansson 1615
Daníel Pétursson TR 1570.
Skúli Haukur Sigurðarson TG 1570.
Rúnar Gunnarsson TR 1530
Einar G. Einarsson Haukum 1370
Hilmar Þorsteinsson TR 1350
Ingi Tandri Traustason Haukum 0
Arnbjörn Barbato
Sverrir Þorgeirsson TR 0
Svanberg Már Pálsson TG 0
Stefán Daníel Jónsson TG 0

Upplýsingar um mótið
:
Tefldar verða 7. umferðir eftir Garðabæjarmonrad og verður umhugsunartími 1 og hálfur tími á 30 leiki og síðan 30 mín til að klára.

Keppt er um titilinn Skákmeistari Garðabæjar 2002 en annars verða Bikar bæði til eignar og farandbikar og svo medalíur fyrir næstu sæti. Sérverðlaun fyrir unglinga 15 ára og yngri.

Þátttökugjöld eru 1500 krónur fyrir aðra en félagsmenn TG. Fyrir yngri en 17 ára er 800 kr. Félagsmenn TG fá frítt og eru allir velkomnir.
Verð aðgöngumiða fyrir áhorfendur er 500 kr á umferð. Ef áhorfendur  kaupa miða á allar umferðir kostar hann 2000 kr.

Dagskrá mótsins:

1. umf. Mánudaginn 4. nóv. kl. 19.30.
2. umf. Fimmtudaginn 7. nóv. kl. 19.30.
3. umf. Laugardaginn 9. nóv. kl. 11.00.
4. umf. Mánudaginn 11. nóv. kl. 19.30.

5. umf. Laugardaginn 16. nóv. kl. 11.00.
6. umf. Mánudaginn 18. nóv. kl. 19.30.
7. umf. Fimmtudaginn 21. nóv. kl. 19.30.

Teflt verður í Garðabergi sem er félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ. (Garðatorgi 7, við hliðina á Heilsugæslunni.)

Kaffi á könnunni.

Skráning hjá pall@vks.is og tgchess@yahoo.com og í síma 861 9656 (Páll)

Hægt verður að fylgjast með skráningu í mótið á heimasíðu TG.

Mótstafla og fl.