Enemy Skill


Enemy Skill er gul Materia. Ef þú hefur hana equippaða þá geturðu lært og notað ýmis skill frá óvinum. Hér er listi yfir öll Enemy Skill, hvað þau gera og hvernig hægt er að læra þau.


-------------------------------------------------------------------------------
#1
Frog Song:

Hvað gerir það: Breytir einum óvin í frosk (Toad) og svæfir hann (Sleep).
Plús: Froskar (Toad) gera minni skaða og geta bara gert Toad galdurinn.
Sofandi (Sleep) óvinir geta ekki gert neitt (meðan þeir eru sofandi). Getur líka breytt einhverjum úr frosk í venjulegan
Mínus: Hittir aðeins einn í einu. Virkar ekki fullkomlega á alla óvini.
MP: 5
Lært af: Touch me (Gongaga area), Toxic frog (Temple of the Ancients), og Christopher (Crater)
-------------------------------------------------------------------------------
#2
L4 Suicide*:

Hvað gerir það: Gerir Critical á óvin sem er með Level sem hægt er að deila í 4. Getur líka gert "Mini".
Plús: Gerir MIKINN skaða og hittir alla óvini.
Mínus: Margir óvinir eru ekki með Level sem hægt er að deila í 4. Þetta getur EKKI drepið óvin.
MP: 10
Lært af: Mu (Chocobo farm area), Trickplay (Icicle area)

*Það er hægt að gera "Reflect" á L4 Suicide -------------------------------------------------------------------------------
#3
Magic Hammer*:

Hvað gerir það: Getur tekið allt að 100 MP af óvini og þú færð það á karakterinn þinn.
Plús: Góð leið til að fá 97 MP í einu törni. Getur tekið allt MP af óvini svo hann getur ekki notað galdur.
Mínus: Það er hægt að gera "Reflect" á þennan galdur og er svolítið tímafrekt.
MP: 3
Lært af: Razor Weed (Wutai Area)

*Ef óvinur hefur minna en 100 MP eftir, þá tekurðu samt 100 MP af honum, en þú færð aðeins jafn mikið og hann á eftir.
-------------------------------------------------------------------------------
#4
White Wind:

Hvað gerir það: Læknar alla í partíinu um jafn mikið HP og sá sem kastar því hefur. Læknar einnig eftirfarandi "status": sleep, poison, confusion, silence, slow, stop, frog, mini, slow-numb, petrify, berserk, paralyzed, darkness, death force og Shield.
Plús: Þetta er lækningagaldur sem læknar alla, þannig að þetta getur sparað þér það að nota Restore og All Materiurnar. Ef þú hefur mjög mikið HP þá er þetta mjög góð leið til að lækna partíið. Og læknar mörg "status".
Mínus: Þegar þú færð White Wind þá ertu með of lítið HP til að það borgi sig að nota það. Læknar líka góð "status" eins og Death Immune.
MP: 34
Lært af: Zemzelett (Junon area) , Wind Wing (Whirlwind Maze)*

*Til að læra frá Wind Wing þá verðuru að gera "confusion" ("confu") á hann fyrst. White Wind er ekki í "manipulation" valinu.
-------------------------------------------------------------------------------
#5
Big Guard:

Hvað gerir það: Kastar Barrier, Magic Barrier og Haste á alla í partíinu.
Plús: Er mjög góð leið til að spara MP. Gerir líka á alla í partíinu. Venjulegar árásir og galdrar gera helmingi minni skaða á meðan að þú færð fleiri törn.
Mínus: Barrier og Magic Barrier tæmast hraðar ef þú ert með Haste á þér*
MP: 56
Lært af: Beach plug (strendur Costa del sol)
*Það er villa í leiknum. Ef Slow og Stop virkar ekki á þig þá virkar Haste ekki heldur, og Barrier og Magic Barrier tæmast ekki á tvöföldum hraða.
-------------------------------------------------------------------------------
#6
Angel Whisper:

Hvað gerir það: Endurlífgar einn karakter í liðinu þínu að fullu og getur læknað særðan. Angel Whisper læknar einnig eftirfarandi "status": KO, Sleep, poison, confusion, silence, slow, stop, frog, mini, petrify, berserk, darkness og paralyzed.
Plús: Þetta er life2, full cure og semi-Esuna í einum galdri og þokkalega ódýrt.
Mínus: Er aðeins hægt að gera á einn í einu.
MP: 50
Lært af: Pollensalta (Crater)
-------------------------------------------------------------------------------
#7
Dragon Force:

Hvað gerir það: Hækkar Defense og Magic Defense*
Plús: Minni skaði á þig
Mínus: Virkar dýrt, hittir aðeins einn og virkar ekki vel.
MP: 19
Lært af: Dark Dragon (Crater)

*Final Fantasy VII hefur Magic Defense villu. Magic defense-ið mun EKKI hækka vegna villunnar. Reyndar virkar ekkert Magic Defense. Eina leiðin til að fá minni skaða frá galdraárásum er að hækka "Spirit".
-------------------------------------------------------------------------------
#8
Death Force:

Hvað gerir það: Einn karakter verður ónæmur fyrir "Death"
Plús: Ver þig gegn "Death". Tekur niðurtalninguna ekki burt, en ef Death Force er ennþá á þegar það hittir á 0 þá drepstu ekki. Mjög ódýrt.
Mínus: Hittir aðeins á einn karakter. Auðvelt að taka það af með mörgum göldrum.
MP: 3
Lært af: Adamantaimai (Wutai Area)
-------------------------------------------------------------------------------
#9
Flame Thrower:

Hvað gerir það: Eldskaði á einn óvin.
Plús: ???
Mínus: Mjög lítill skaði, örugglega lélegasta enemy skill-ið. Reflect virkar einnig á þetta og hittir aðeins einn.
MP: 10
Lært af: Ark Dragon (Mithril Mines), Dragon (Mount Nibel)
-------------------------------------------------------------------------------
#10
Laser:

Hvað gerir það: Gravity árás sem tekur helminginn af HP-inu hjá einum óvini burt.
Plús: Ódýrara en Demi2, gerir það sama.
Mínus: Hittir aðeins einn, og flestir boss-ar eru ónæmir fyrir Gravity. Reflect virkar á Laser og hittir aðeins einn óvin.
MP: 16
Lært af: Death Claw (Desert Prison), Dark Dragon (Crater)
-------------------------------------------------------------------------------
#11
Matra Magic:

Hvað gerir það: Non-elemental skaði á alla óvini.
Plús: Mjög góður galdur í byrjun leiksins. Mjög ódýrt og gerir á alla óvini. Það er hægt að gera Reflect á hann en þá hittir það aðeins einn.
Mínus: Verður fljótt lélegt því skaðinn hækkar ekki.
MP: 8
Lært af: Custom Sweeper (Midgar area), Bullmotor (Desert Prison), og Death Machine (Desert Prison)
-------------------------------------------------------------------------------
#12
Bad Breath:

Hvað gerir það: Confusion, frog, mini, poison, silence, og sleepel á alla óvini.
Plús: Mjög gott til að hægja á óvini.
Mínus: Virkar ekki á marga boss-a, einhvern veginn dýrt.
MP: 58
Lært af: Malboro (Gaea's Cliff, Crater)
-------------------------------------------------------------------------------
#13
Beta:

Hvað gerir það: Eldskaði á alla óvini
Plús: Góður eldgaldur sem hægt er að fá snemma í leiknum.
Mínus: Sumir óvinir læknast við eld.
MP: 35
Lært af: Midgar Zolom (Chocobo farm area)
-------------------------------------------------------------------------------
#14
Aqualung:
Hvað gerir það: Mikill vatnsskaði á alla óvini.
Plús: Hægt að fá það mjög snemma í leiknum. Fáir óvinir eru með góða vörn gegn vatni. Góður galdur á móti boss-um. Hægt að gera Reflect en virkar þá aðeins á einn.
Mínus: Sumir óvinir læknast við vatn
MP: 34
Lært af: Harpy (Corel area*), Jenova Life (City of the Ancients), og Serpent (Gelnika Airplane)

*Harpy óvini er að finna á sandinum fyrir utan Gold Saucer á World Map-inu. Líka hægt að keppa við þá með Chocobo-um hjá Chocobo förunum þar.
-------------------------------------------------------------------------------
#15
Trine*:

Hvað gerir það: Mikill eldingarskaði á alla óvini.
Plús: Mjög ódýrt, hittir alla óvini, mikill skaði.
Mínus: Ekki jafngott og Beta og Aqualung, Ekki gott val andspænis eldingaróvinum.
MP: 20
Lært af: Materia Keeper (Mount Nibel), Godo (Wutai), og Stilva (Gaea's cliff)

Athugið: Trine er aðeins hægt að læra af þessum þremur og þeir eru allir boss-ar, aðeins hægt að keppa við þá einu sinni. Sá einu sem þú getur lært þetta af þegar þú ert kominn með Highwind er Godo.
-------------------------------------------------------------------------------
#16
Magic Breath:

Hvað gerir það: Mikinn eld-, eldingar- og ísskaða á alla óvini.
Plús: Örugglega eitt besta galdratrikkið í leiknum sem gerir á alla óvini.
Mínus: Ef óvinur læknast af aðeins einu af þessum göldrum þá verður allur skaðinn læknandi. Hið sama gildir um ef hann er ónæmur fyrir því.
MP: 75
Lært af: Stilva (Gaea's Cliff), Parasite (Crater)
-------------------------------------------------------------------------------
#17
????:

Hvað gerir það: Non-elemental skaði. Max HP - Þáverandi HP = skaði
Plús: Góður skaði ef þú ert oft með 1/9999 HP
Mínus: Ekki góður skaði ef þú ert með lágt Max HP. Einnig þarftu að vera með lítið líf til að þetta sé eitthvað gott svo að þú getur orðið K.O. auðveldlega
MP: 3
Lært af: Jersey (Shinra Mansion) og Behemoth (Midgar)
-------------------------------------------------------------------------------
#18
Goblin Punch:

Hvað gerir það: Skaði fer eftir Strength og Attack hjá þér. Skaðinn er betri ef levelið þitt er nálægt leveli óvinarins.
Plús: Ef þú vilt ekki sóa Limiti þá er þetta góð leið til að leysa þann vanda án þess að borga neitt MP.
Mínus: Er lélegt seint í leiknum því fáir óvinir eru yfir Level 50.
MP: 0
Lært af: Goblin (Goblin Island)
-------------------------------------------------------------------------------
#19
Chocobuckle*:

Hvað gerir það: Non-elemental skaði á einn óvin. Skaðinn er jafn fjölda bardaga sem þú hefur flúið.
Plús: Sagan segir að það SÉ hægt að gera 9,999 skaða með þessu. Samt er betra að láta þetta gera 1,111 eða 2,222 skaða til að gera auðveldan Lucky 7 á partíið.
Mínus: Tekur MJÖG langan tíma að boosta upp, einnig er pirringur í að læra það.
MP: 3
Lært af: Chocobos (Chocobo Tracks)

*Til að læra það þarf að kaupa 1 Mimett Greens í Chocobo Farm, eiga a.m.k. 1 Gysahl Greens (ráðlagt að eiga a.m.k. 2) og vera búin/n að læra L4 Suicide Enemy Skill (#2). Lentu í chocobo-bardaga einhvers staðar (ég náði því bara hjá Chocobo Farm) og láttu Chocobo-inn fá Gysahl Greens. Dreptu alla óvini nema einn til að vera með Chocobo-num. Gefðu Chocobo-num svo Mimett Greens. Notaðu L4 Suicide á bæði óvininn og Chocobo-inn. Þá gerir Chocobo-inn Chocobuckle á þann sem gerði L4 Suicide!
-------------------------------------------------------------------------------
#20
L5 Death:

Hvað gerir það: Drepur alla óvini sem er með level sem hægt er að deila í 5.
Plús: Gerir á alla óvini og drepur þá strax ef hægt er
Mínus: Virkar ekki á flesta óvini, plús það að sumir óvinir eru immune fyrir death.
MP: 22
Lært af: Parasite (Crater)
-------------------------------------------------------------------------------
#21
Death Sentence:

Hvað gerir það: Býr til 60 sek. niðurtalningu yfir höfði óvinar. Þegar tíminn hittir á 0 þá er Death kastað.
Plús: ???
Mínus: 60 sekúndur er mikill tími í þessum leik. Þó það nái niður í 0 þá gæti óvinurinn verið immune fyrir Death.
MP: 10
Lært af: Gi Spector (Cave of Gi) , Sneaky Step (Cave of Gi), og Boundfat (Bone village area)
-------------------------------------------------------------------------------
#22
Roulette:

Hvað gerir það: Velur HVAÐA gaur sem er í bardaganum og sá sem þetta lendir á fær Death á sig
Plús: Er flott í útliti, þó að það sé nokkuð tilgangslaust.
Mínus: Þú getur drepið þig!
MP: 6
Lært af: Death Dealer (Crater)
-------------------------------------------------------------------------------
#23
Shadow Flare:

Hvað gerir það: MIKILL non-elemental skaði á einn óvin
Plús: Stór skaði, betra en Flare.
Mínus: Gerir aðeins á einn óvin, líka mjög dýrt. Shadow Flare getur einnig reflect-ast.
MP: 100
Lært af: Dragon Zombie (Crater) og Ultimate Weapon (Cosmo Canyon)
-------------------------------------------------------------------------------
#24
Pandora's Box:

Hvað gerir það: Stór magic skaði á alla óvini. Þessi árás hunsar allt magic defense og slíkt.
Plús: Gerir á alla óvini, gerir mikinn skaða. Einnig er hægt að gera Reflect svindlið. Mjög gott á móti boss-um.
Mínus: Mjög dýrt.
MP: 120
Lært af: Dragon Zombie (Crater)
-------------------------------------------------------------------------------

Til baka
©2004-2008 Jormundgand