| Kaupmannahöfn, 18. september 2004 | 
| Góða kvöldið, gott fólk. Langt er orðið síðan ég hef sent ykkur öllum línu á einu bretti. Ekki er svo sem margt að frétta frá Köben. Sumarið er búið að vera ósköp notalegt hjá okkur öllum að undanskildum, kannski, lasleika húsbóndans. | 
| Stelpurnar mínar eru báðar í mjög góðum gír og ánægðar með lífið og tilveruna. Tengdasynirnir flæða inn hér hjá okkur bæði núverandi og fyrrverandi. Er það alveg ágætt, líf og fjör hjá gamla liðinu. | 
| Steina föðursystir  og hennar maður komu hér aðeins fyrir skömmu og var það æðisleg heimsókn. Þau ryfjuðu upp gamla daga mér til mikillar ánægju. | 
| það hefur verið afskaplega rólegt hjá Dananum í sumar ekki nein stór- mál í gangi. Útlendingarnir rífa kjaft eins og venjulega: "Voila, min fætter" og ríkisstjórnin reynir eitthvað að hafa hemil á þeim. | 
| Nú hér fyrr í vikunni varð nú uppistand í Danaríki og allri vöknuðu upp af værum sumarsvefni, þegar konungshúsið tilkynnti um fyrsta skilnaðinn í þeirri fjölskyldu í 160 ár. Það eru krónaðir dagar hjá sorpriturunum og allir hafa einhverja skoðun á af hverju hjónbandið gekk ekki. | 
| Lesendur lepja þetta allt í sig með morgunmatnum, við eins og allir aðrir og liggur við að blessaður prinsinn hafi samúð mína. | 
| Af ættingjunum er allt þokkalegt eftir því sem ég best veit. Mamma ber sig vel, Einar lærir meira , Helga byggir og breytir, Sveinn breytir, | 
| Halla alltaf á fundum og allri eru náttúrlega á kafi í að vinna sér inn fyrir lífsviðurværi. Þetta er nú hálf þunnur þrettándi hjá mér en kunni ekki við annað en að senda ykkur nokkrar línur, úr því ég er svo ófor- skömmuð að vera að fylla hjá ykkur innbakkann. Hafið það ætið sem best mín kæru, bæði nær og fjær. | 
|  | 
|  |