Vonin

Ef ég er dapur mun ég syngja  

Ljós er nóg þá sólin skín.

Kerti tapar engu af ljósmagni sínu með því að kveikja á öðru kerti.  

Maður banar ekki skugga með því að berjast við hann.  Maður deyðir hann með ljósi.

-

Ef maður býst við því versta alla daga, þá er alltaf von á óvæntri hamingju.

-

Jafnvel smærstu kerti vinna á myrkrinu.  

      Tónarnir ná þangað sem sólargeislarnir berast ekki.  

-

Leitaðu að einhverju fögru og þú munt finna það. Það er aldrei langt undan.

-

Eldmóðurinn er kraftur sálarinnar.

-

Ég trúi ekki en stundum vona ég.

-

Eitt hlýlegt orð getur yljað upp þrjá kalda vetramánuði.

 

       Vonin er draumur hins vakandi manns.    (Aristoteles)

-

  Vonin hefur gott minni, þakklætið lélegt (Gracian)

-

Vonin er oftast slæmur leiðsögumaður þótt hún sé góður ferðafélagi (GEORGE HALIFAX)

-

Vonin er það síðasta sem deyr hjá manninum.    (DIOGENES)

-

  Vonin er sjúkleg trú á að hið ógerlega muni eiga sér stað. H.L.MENCKEN)

-

   Vonin er hið eina sem ekki er skattlagt nú á dögum.             (BIRKENHEAD lávarður)

-

Með vonir sínar skyldu menn fara eins og alifuglana: Stýfa vængina svo þær fari ekki að fljúga yfir múrinn.

-

Á hverri sekúndu áttu þess kost að endurfæðast, hver sekúnda getur táknað nýja byrjun. Þetta byggist á vali og það er þitt að velja. ( CLEARWATER)

Þráin eftir himnaríki er himnaríki sjálft. ( KAHIL GIBRAN 1883-1931 )

Mér virðist að svo lengi sem við erum raunverulega lifandi, munum við aldrei geta hætt að þrá og óska okkur.             (GEORGE HERBERT 1593-1633 )

Við skynjum að sumt er fagurt og gott, og okkur verður að hungra eftir því.  ( GEORGE ELIOT ( MARY ANN EVANS 1819-1880)

                                                            

Mannslíkaminn virðist dragast að voninni eins og öflug áhrif einhvers þyngdarlögmáls verki á hann. Sú er ástæða þess að vonir  sjúklingsins eru leynivopn læknisins.Þær eru hið leynda verkefni í sérhverju lyfi. ( NORMAN COUSINS )

 

 Nú er gagnslaust að velta vöngum yfir því sem þú ekki hefur.    Hugsaðu heldur um hvað gera má úr því sem fyrir hendi er.        ( ERNEST HEMINGWAY 1899-1961 )

Snúðu andlitinu mót sólinni og þú munt ekki geta séð skuggana. ( HELEN KELLER 1880-1968 )

 

 Vonin er: Fyrsti söngfugl vorsins! Nýtt skeið er hafið með yngri og ferskari vonum en nokkru sinni!                                 ( HENRY DAVID THOREAU, 1817-1862 )

                                

Dagurinn í dag er fyrsti dagur þess tíma sem þú átt eftir ólifaðan. ( DALE CARNEGIE )

                          

Þegar hjartað grætur vegna þess sem það hefur misst, hlær andinn, vegna þess sem hann hefur hreppt.                             ( SÚFISKUR MÁLSHÁTTUR, höfundur ókunnur. )  

                                                    

Fleygðu hjarta þínu framfyrir þig, og hlauptu svo og náðu því. ( ARABISKUR MÁLSHÁTTUR )

     

Lífið er tær logi og lífið eigum við að þakka þeirri ósýnileg sem skín hið innra með okkur. (Sir Thomas Brown 1605-1682)               

 

Vonin er sá vængjaði hnoðri sem hreiðrar um sig í sál minni og syngur þar söngva án orða og þagnar aldrei. En fegurst syngur hann þó þegar á móti blæs.  ( EMILY DICKINSON 1830-1886 )

 

Ef ekki væru vonirnar, brysti hjartað. ( THOMAS FULLER 1608-1661 )  

 

Hvað mig varðar er öryggi ekki í því fólgið að vita hvað muni gerast. Því ef ég veit það ekki, þá gæti það orðið eitthvað frábært.            ( GLORIA STEINEM F. 1934 )

Fyrirheit sitt um upprisuna skráði Drottinn ekki aðeins í bækur; Hann skráði það einnig á sérhvert laufblað vorsins.                       ( MARTEINN LÚTHER 1483-1546 )

Þegar ég lít inn í framtíðina, þá er hún svo björt að mig svíður í augun.  ( OPRAH WINFREY F.1954 )

Margar leiðir finnast til þess að láta hjarta bresta. Við lásum ótal sögur um hjörtu sem brustu af ást. En það sem raunverulega lætur hjarta bresta er að taka á burt draum þess...hver svo sem sá draumur var.   ( PEARL BUCK 1892-1973)

 

Það eru nógu margir sem segja okkur hvernig veröldin er... Nú væri gott að einhverjir segðu okkur hvernig hún gæti verið.          ( ROBERT ORBEN )

 

Að elska er að taka þá áhættu að hljóta ekki ást á móti.  Að vona er að hætta á að verða fyrir vonbrigðum.  En menn verða að taka áhættu, því mesta hættan í lífinu er sú að hætta engu.  Sá sem engu hættir gerir ekkert, sér ekkert, á ekkert og er ekkert.  Hann getur ekki lært, fundið til, breyst, vaxið, elskað eða lifað. ( ÓKUNNUR HÖFUNDUR )

 

 

Hamingja         Bros

Heim