![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Saga Ungmennafélagsins Glóa | |||
Upphafið að stofnun félagsins má rekja til þess að haustið 1993 báður nokkrir ungir og áhugasamir drengir Sigurð G. Þorleifsson að þjálfa sig í körfuknattleik. Hann tók vel í það og fljótlega eftir að æfingar hófust vildu fleiri komast að og innan nokkurra mánaða voru flokkarnir orðnir fjórir og iðkendurnir 50-60 talsins. Þórarinn Hannesson hafði þá einnig tekið að sér að þjálfa og hófu þeir tvímenningar, ásamt Erlingi Arnarsyni, fljótlega umræður um að nauðsynlegt væri að stofna félagskap í kringum þessa starfsemi. Ákveðið var að velja ungmennafélagsformið vegna góðrar reynslu Þórarins af starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Þórarinn hafði einnig áhuga á að koma af stað frjálsíþróttaæfingum á Siglufirði svo ákveðið var að félagið yrði deildaskipt. Eftir mikinn undirbúning, símhringingar og bréfaskriftir við skrifstofu UMFÍ var boðað til stofnfundar þann 17. apríl 1994. Á stofnfundinn skráðu 50 einstaklingar sig í félagið og um haustið voru félagr orðnir tæplega 200. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Sigurður G. Þorleifsson formaður, Þórarinn Hannesson varaformaður, Erlingur Arnarson gjaldkeri, Ásta Katrín Helgadóttir ritari og Þuríður Helga Þorsteinsdóttir meðstjórnandi. Varamenn voru Sigríður Ingvarsdóttir (alþingismaður) og Einar Már Vilhjálmsson. Erlingur var fyrsti formaður körfuknattleiksdeildar og Þórarinn Hannesson fyrsti formaður frjálsíþróttadeildar. Markmið með stofunun Umf. Glóa voru eftirtalin. * Að auka fjölbreytni í íþróttalífi á Siglufirði. * Að auka áhuga félagsmanna og líkamsrækt og stuðla að alhliða íþróttaiðkun. * Að auka áhuga félagsmanna á hvers konar félags og tómstundastarfi. * Að vinna gegn tóbaksreykingum og neyslu áfengis. * Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Ungmennafélags Íslands með kjörorðinu, "Íslandi allt". |