Á skammri stund skipast veður í lofti
Eftir að Gílsi Brimnes hafði verið í útgerð með Sigurði ríka í sex ár, hirti hann útgerðina eins og um hafði verið samið, hóf þegar sjálfstæða útgerð og byggði jafnframt íveruhús, peningshús og sjávarhús á Brimnesi. Hús sitt nefndi hann Borgarhól. Þá gekk Gísli að eiga Kristínu Þórðardóttur, þá sömu, sem fyrir hans orð varð ráðskona hjá Sigurði Jónssyni, eins og fyrr er ritað.
Þau hjónin höfðu rausnarbú að Borgarhóli og voru vel samhent. Annars var Gísli lítið heima við. Sótti hann nú sjóinn jafnvel af meira kappi en nokkru sinni. Hann hélt því ráðsmann alla sína búskapartíð á Borgarhóli. – Gassi hét reiðhestur Gísla. Þetta var mikill kostagripur, og fóru þeir Gísli sem í loftförum yfir landið, þegar vel lá á húsbóndanum.
Þá var Gísli tíma og tíma með þilskip og gerði oft góða túra. Skipin hétu Hildur, Sæborg og Elín, og voru í eigu kaupmanna og framkvæmdamanna á Seyðisfirði. Elínu átti Otto Wathne, hinn kunni norski kaupmaður og útgerðarmaður á Búðareyri.
Gísli gerði lengi vel út tvo báta, en bætti síðan við sig hinum þriðja, með formanni og fiskimönnum af Suðurlandi, – og allir fiskuðu vel. Var haft fyrir satt, að Gísli fiskaði á móti hverjum öðrum tveim. Það kom aldrei fyrir, að Gísli þyrfti að ryðja Gamminn, þótt þyngdi í sjóinn. Gammurinn var afbragðs skip, þó opinn væri. Gísli lagði oft óhemju mikið á hann, og var haft fyrir orðtak þar eystra, að mikið freistaði Gísli skaparans með dirfsku sinni.
Þetta var blóminn í ævi og lífsstarfi Gísla Gíslasonar Brimnes. En á skammri stund skipast veður í lofti. Eina glórulausa hríðarnótt stóð Gísli uppi svo til öreiga maður –, hafði hann þá fimm ungbörnum fyrir að sjá. Þetta varð með þeim hætti, að snjóflóð hljóp úr fjallinu fyrir ofan bæinn og sópaði öllu í sjóinn öðru en íveruhúsinu . . .
( . . . texti . . .)
Þetta var hrakhólaævi
( . . . texti . . .)
Gísla saga Brimnes . . . - 7 -