|
Heil og sæl kæru gestir
Ég heiti Erla Ösp Heiðarsdóttir, fædd í febrúarmánuði 1979. Ég er búsett í Reykjavík ásamt Eiði og syni okkar Andra Frey, sem verður 4ja í sumar.
Föndrið mitt :-D Well, vinkona mín plataði mig í að prufa serviettumálun fyrir um tveimur árum síðan. Ég er henni mjög þakklát þar sem þetta er orðið mitt helsta áhugamál!!
Ég reyni að hafa þetta nokkuð fjölbreytt en það er þó alltaf eitthvað sem manni finnst skemmtilegra en annað. Eins og er, er ég mikið í trémálun. Er búin að koma mér upp ansi skemmtilegri aðstöðu niður í kjallara. Þar saga ég út eins og vitlaus kona. Fer svo upp og mála í eldhúsinu, nú eða fyrir framan sjónvarpið :-)
Ég vona innilega að ykkur hafi líkað síðan og minni á að hún er í stöðugri uppfærslu!!! svo verið dugleg að kíkja á mig ;-) |
|