Barkadýrðir
Hæ,
hó…
Stuð og stemming í Hríseyjarprestakalli. Seinustu
helgina í apríl verður mikið um barkadýrðir
í prestakallinu. Föstudagskvöldið 25. apríl
verða sungnir tónleikar í Sæborg í Hrísey
kl.20:30 af kórunum þrem, sem höndum hafa tekið saman,
þ.e. Ólafsfjarðar-, Hríseyjar- og Stærri-Árskógskirkjukórum.
Flutt verður messa eftir Schubert ásamt léttara efni.
Tónleikarnir verða daginn eftir þ.e. laugardaginn 26.
á Ólafsfirði kl.14:00 og í Árskógi
kl.17:00.
Laugardaginn 17. maí fáum við heimsókn frá
austfjörðum, þ.e.a.s. Samkór Suðurfjarða,
sem ætlar að halda tónleika með kórum Hríseyjarprestakalls.
Stærri-Árskógskirkjukórinn fór austur
síðastliðið haust og hélt tónleika með
kórnum, nú endurgjalda þau heimsóknina.
Tökum vel á móti álversfólkinu.
|