Gárar eyða mestum hluta ævinnar í búri, þess vegna ættir þú að kaupa það stærsta sem þú hefur efni á.  Gárar eru athafnasamir og þurfa mikið pláss.  Rimlarnir í búrinu ættu helst að vera láréttir, til að fuglinn eigi auðveldara með að príla um búrið.  Fuglaprikin ættu að vera úr tré, ekki plasti.

Búrið þarf að þrífa vikulega.  Best er að nota heitt vatn, og jafnvel sápu.  Sápuna þarf þó að skola vandlega í burtu. 

Gárar éta oftast fræ, en einnig ætti að gefa þeim hirsistöng, grænmeti og ávexti.  Spínat, epli og kínakál er tilvalið.  Málið er að gefa fuglinum sem mest fjölbreitta fæðu og sjá hvað honum þykir best.  Nammistangir ættu gárar aðeins að fá vikulega.  Þeir þurfa einnig að fá vítamín í vatnið.  Einnig er mikilvægt að hafa kolkrabbabein í búrinu.

Auðvelt er að þekkja kynin í sundur.  Karlfuglarnir hafa bláa vaxhúð á nefinu er þeir verða kynþroska, en kvenfuglarnir hafa brúna.  Ungar hafa brúna vaxhúð.  Villti litur gára er gulgrænn, en til eru mjög mörg önnur litaafbrigði sem ræktuð hafa verið. 

Gárar eru auðtamdir og skemmtilegir félagar.  Þeir geta lært að tala og er það gári sem á metið í orðaforða, ein 1800 orð! 
villtur gári
Fleiri gára myndir