Amasón páfagaukar eru mjög vinsælir sem gæludýr um allan heim.  Vinsældirnar koma af því að þetta eru fallegir fuglar, leikglaðir, langlífir, ótrúlega gáfaðir og með heillandi persónuleika.  Amasón páfagaukar eru einnig þekktir fyrir að vera mjög ástúðlegir við eigendur sína, þó að þeir séu kannski ekki eins ástúðlegir og kakadúar (cockadoo). 

Amasónar eru venjulega sjálföruggir, forvitnir og jafnvel stundum óttalausir páfagaukar.  Það þarf að fylgjast vel með þeim þegar þeir eru ekki í búrinu til að forðast að þeir komi sér í vandræði. 

Amasónar hafa þó einnig sínar slæmu hliðar.  Þeir hafa fengið það orðspor á sig að vera þrjóskir og þegar karlfuglarnir verða kynþroska eiga þeir það til að vera árásagjarnir. 

Þar sem að amasónar éta fjölbreitt fóður í náttúrunni, er mikilvægt að þeir hafi einnig fjölbreitt matarræði hjá þér.  Þeir eru gjarnir að þjást af A-vítamín skorti, offitu og lifur vandamálum, þannig að fjölbreitt matarræði er sérstaklega mikilvægt hjá þessari páfagauka tegund.

Amasónar hafa þann frábæra hæfileika að geta hermt fullkomlega eftir mannsröddinni.  Reyndar er það aðeins grápáfinn sem er þekktur fyrir að vera betri eftirherma. 

Amasónar eru mikið fyrir að sýna sig.  Þeir eru trúðar páfagaukanna. Tömdum amasónum þykir venjulega mjög gaman að sýna listir sínar fyrir fólk, svo að þeir eru venjulega auðtamdir. 

Amasónar eru
mjög gáfaðir fuglar sem lifa mjög lengi.  Þeir lifa eiganda sinn léttilega ef að hugsað er vel um þá.  Það ætti að vera umhugsunarefni áður en keyptur er amasóni.
Amasónar