Masked-dvergpáfar
Dvergpáfi
Ástargaukur

Lovebird
Lengd: 13-17cm.

Dvergpáfar eru meðal minnstu páfagauka í heiminum.  Þeir eru með kringlóttan haus, egglaga samræmdan líkama, stór og árvökul augu, stutt stél, mjúkar fjaðrir og skínandi liti.  Flestir dvergpáfar hafa grænar fjaðrir, en litaafbrigðin geta verið hvernig sem er á litin.  Hjá sumum dvergpáfum er karlfuglinn í bjartari litum en kvenfuglinn.  En í flestum tilvikum eru bæði kynin alveg eins.  Í heildina hafa karlfuglarnir flatara höfuð en kvenfuglarnir, sem hafa kringlóttara og hvelfdara höfuðlag.  Kvenfuglar eiga einnig til að sitja gleiðar á fuglaprikinu en karlfuglarnir.  Stél kynjanna eru einnig mismunandi.  Hjá kynþroska dvergpáfum er hægt að þreifa á mjaðmagrindinni til að finna af hvoru kyninu þeir eru.

Dvergpáfar geta lifað í 15-30 ár.  Ef hugsað er vel um fuglinn, getur hann lifað í 30 ár.  Margir dvergpáfar deyja eftir að hafa lent í slysi á heimili sínu, étið eitthvað eitrað eða limlestir af ketti.  Aðrir deyja út af vanrækslu eða sjúkdómum.  Því betur sem þú hugsar um dvergpáfann þinn, því lengur mun hann lifa.
 
Villtir dvergpáfar éta m.a ber, ávexti, fræ, skordýr og grjón.  Þeir eru aðallega jurtaætur en éta einnig skordýr eins og termíta og köngulær.  Þeir eru aftur veiddir af fálkum, haukum, kattardýrum, öpum og mönnum. 
Dvergpáfar eru ástúðlegir fuglar.  Þeir stofna til sterkra tengsla með maka sínum, og eiga þeir sama makann alla sína ævi.  Þeir halda jafnvel áfram að hugsa um unga sína eftir að þeir eru farnir úr hreiðrinu.

Sumir segja að ef maki dvergpáfa deyr, muni sá sem eftir lifði deyja sjálfur úr sorg.  Þetta er reyndar goðsögn, en hefur komið fyrir.  Sumir dvergpáfar verða svo tengdir maka sínum (sem er stundum mennskur eigandi þeirra), að stressið sem verður til er makinn deyr, gerir þá veika.  Fuglinn gæti hætt að éta og orðið næmari fyrir veikindum.  Í mörgum tilvikum smitar annar makinn hinn, þannig að þeir deyja báðir með stuttu millibili.


Hérlendis eru þrjár tegundir dvergpáfa:
Grímudvergpáfi (Masked lovebird)
Róshöfði (Peach-face lovebird)
Fisher dvergpáfi (Fisher lovebird)

Seifur
Peach-faced dvergpáfi
Dvergpáfa afbrigði