![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
||||||||||||||
Ringnecked parakeet karlfugl, grænt (villti liturinn) afbrigði og grár kvenfugl |
||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||
Yellow ringe-necked parakeet Lutino afbrigði, kven-og karlfugl |
Ringnecked parakeet karlfugl, blátt afbrigði (Blámi) og ringe-necked parakeet kvenfugl, grátt afbrigði. |
|||||||||||||
Litur villtra hringhálsa er grænn. Þeir þrífast með ágætum með öðrum fuglum, nema í kringum mökunartíman. Þeir éta sólblómafræ, afhíðuð hafragrjón og hafra, fræblöndur og ferskt grænmeti. Einnig éta þeir ferska ávexti, og gott er að gefa þeim þá einu sinni í viku. Auka prótein má gefa öðru hverju svo sem kotasælu, harðsoðin egg, hnetur og jafnvel hundamat. Ef par er í varpi má gefa auka prótein reglulega. Hringhálsar geta lifað í 50 ár en algengast er að þeir verði 20 - 30 ára. Bæði kynin geta verið frábærir talfuglar en hringhálsar eru þó ekki eins ræðnir og t.d grápáfar eða amasón páfar. Karlfuglar fá hring um hálsinn við sín fyrstu, önnur eða þriðju fjaðraskipti. Þar sem að þessir fuglar velja sér ekki maka til lífstíðar, velja þessir fuglar sér ekki eina manneskju sem þeir dýrka og dá, heldur oft alla fjölskylduna. Jafnvel innan nokkurra mínútna, er taminn hringpáfi orðinn vinur gesta, þó að fuglarnir velji stundum úr fólk sem þeir vilja ekki eiga samskipti við og hunsa þá. Hringhálsar þola ekki vel dragsúg, og illa hitabreytingar. Einnig virðast þeir vera hræddir við rauðan lit!! En það ætti þó að eldast af þeim. Gáfur þeirra er á við tveggja ára barn, og hafa þeir svipaðan orðaforða. Líkt og barn munu þeir prófa sig áfram, endalaust. Þeir eiga auðvelt með að læra trix og eru áhugasamir. Þeir eru mikil hópdýr og vilja því eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni. Nýr hringhálsi á heimilinu getur verið feiminn til að byrja með, bæði ótamdir og handmataðir og þarf þá að gefa honum tíma til að venjast umhverfinu. Best er að þjálfa skaftpáfa á kvöldin, þá í 20 mínútur í senn og gefa um klukkutíma pásu inn á milli. Fyrsta stig tamningar á hringhálsa er að fá hann til að þyggja góðgæti úr höndum þínum, svo að fá að strjúka á honum kollinn og fá hann svo á putta. Hringhálsar eru sjálfstæðir og ákveðnir páfagaukar svo vel þarf að vanda að tamningunni. Aldrei má refsa þeim harkalega því þá gæti þurft að byrja frá grunni auk þess sem fuglinn væri þá enn varari um sig. Til eru fjölmörg litabrigði af hringhálsum en hérlendis er grænn algengastur. Lutino, bláir og gráir eru einnig til hérlendis. |