Brandur
Masandi Lory
Chattering Lory
Lengd: 30cm

Masandi Lory er rauður, axlir dekkri rauðar, mjög mismunandi munstur af gulum lit sem stundum hylur bakið.  Læri og vængir eru grænir,  Vængbeygjan og undir vængum er gult, stélfjaðrir rauðar með grænum endum, fætur eru gráir og nefið appelsínurautt.  Lithimnan er gul-brún til þess að vera appelsínurauð.

Kvenfuglarnir eru alveg eins og karlfuglarnir.  Ungar hafa dökkt nef og lithimmnan er dökk.  Þeir fá fullorðinsfjaðrir 6 mánaða.

Masandi Lory borðar ávexti, frjóduft, ölger, hrísgrjón, þrúgusykur og fitusnauða jógúrt.  Mýktar tvíbökur eða kex, og flestar tegundir ávaxta, en þykir epli og greipávextir bestir.  Vill hafa ferskar trjágreinar með blómum til að naga.  Hafrar, sólblóm og hveiti má gefa í litlu magni.  Náttúruleg fæða fuglanna eru ávextir, blóm og frjóduft. 

Hann er hávaðasamur, athafnasamur og leikglaður.  Forvitinn og verður oftast fljótt hrekklaus.  Þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, útvega ætti trjógreinar og nokkur stykki af kalkstein handa honum.  Hann elskar að fara í bað.  Masandi Lory getur verið árásargjarn, og ætti því ekki að hafa hann með öðrum fuglum.  Hann ræðst á aðra fugla í upphafi fengitíma, á það til að ráðast á eiganda sinn, jafnvel stundum utan fengitíma. 
Fleiri Lory tegundir