Viðureign SH - Hróksins b fór fram 18.11. Þrátt fyrir að SH hafi unnið 11 - 1 var viðureignin ekki eins ójöfn og lokatölur líta út fyrir. Staðan í hálfleik var 5 - 1 fyrir SH. Í seinni hálfleik bitu hins vegar Hróksmenn frá sér og bæði Sigurbjörn og Páll Agnar lentu í verulegum vandræðum í sínum skákum. Máttu reyndar þakka fyrir sigurinn. SH er þar með komið áfram og viðureign þeirra við Helli verður mjög spennandi.

Úrslit urðu eftirfarandi í einstökum skákum:

Ágúst Sindri Karlsson - Sveinbjörn Jónsson 1 - 0. 1 - 0
Sigurbjörn Björnsson - Einar Valdimarsson   1 - 0, 1 - 0
Páll A. Þórarinsson - Hrannar Jónsson         1 - 0, 1 - 0
Björn Freyr Björnsson - Birgir Berndsen       0 - 1, 1 - 0
Þorvarður Ólafsson - Ragnar Magnússon     1 - 0, 1 - 0
Sverrir Örn Björnsson - Páll Gunnarsson      1 - 0, 1 - 0