Það var ótrúlega erfitt að koma með gott nafn á hljómsveitina okkar því öll bestu nöfnin voru frátekin, eins og Nirvana. Við ætluðum fyrst að heita Karma en svo kom í ljós að einhver hljómsveit á Selfossi var búin að skíra sig því nafni þannig að næst datt okkur í hug Kama Sutra sem eru Indverskar kynlífsstellingar en svo áttuðum við okkur á því að það var kannski ekki svo sniðugt, en þegar Hansi kom með nafnið Mystik sem þýðir dulspeki eða því líkt þá small þetta og við köllum okkur Mystik í dag |