Gold Saucer


Listi yfir alla leikina í Gold Saucer (ekki GoldEN Saucer, Gold Saucer). Þó hef ég ekki leikinn í Speed Square þar sem á að skjóta allt, en til að lýsa honum í stuttu máli þá er maður með byssu sem þarf að reloadast og maður þarf að ná ákveðið mörgum stigum til að fá gjöf. Gjafirnar sem maður fær eru samt allar tilgangslausar, en sumar þeirra eru nokkuð kúl.


The Battle Square

Í Battle Arena er hægt að fá marga góða hluti. Ráðlagt er að taka burt öll ókláruð Materia og setja aðeins inn kláruð og góð Materia. Gott er að vera með Masteraða Restore Materiu og Masteraða Barrier Materiu. Svo bara Speed Plus og fleira Plus Materia. Ribbon er bráðnauðsynlegt. Muna að drita á [ ] til að hægja á spilakassanum. Alltaf að velja 7 ef mögulegt er, annars bara Status Effect (þess vegna þarf Ribbon) en ef hvorugt er tiltækt þá Half MP. Líka rauði hringurinn, það er No Summons. Eitthvað af þessu hlýtur að koma. EF ÞÚ FERÐ ÚT ÚR BATTLE ARENA ÞÁ FARA STIGIN ÞÍN NIÐUR Í 0!

Svo er líka til Secret. Ef þú ert búinn að fá öll bestu verðlaunin þá kemur Secret Duel. Þú færð alveg svipað í BP en þegar þú vinnur það í fyrsta sinn þá færðu Final Attack Materia.

Hér eru verðlaunin:

100 BP = Remedy

250 BP = Enemy Lure

500 BP = Right Arm

1000 BP = Pre-Emptive Materia

2000 BP = Regan Greens

4000 BP = Speed Plus

8000 BP = Stardust

16000 BP = Championship Belt

32000 BP = Omni-Slash

64000 BP = W-Summon


Omni-Slash er Level 4 limit hjá Cloud og W-Summon leyfir þér að nota sama Summonið tvisvar. W-Summon er nauðsynlegt ef þú ætlar að vinna eitthvað Weapon.

Þú skiptir Battle points (BP) í tækjunum sem eru nálægt innganginum. Ýttu á X þar og þá kemur upp skjár þar sem verðlaunin eru sýnd.

Ef þú færð "Consolation Prize: Tissue" og ert að hugsa hvað þetta sé eiginlega þá er það bara tilgangslaust.

Það eru lélegri verðlaun á Disk 1 en ég ætla ekki að telja þau upp, þau eru svipuð.


The Chocobo Square

Þetta er stærsti parturinn í Chocobo sidequestinu. Til að gera Chocobo hraðari þarf bara að gefa honum 80+ Sylkis Greens. Það eru 4 "Rank", C, B, A og S. C er léttast, B er nokkuð létt, A er frekar erfitt og S er mjög erfitt (út af einum gaur, Teioh sem er MJÖG góður) . Mín leið (btw, ég fer alltaf í Short brautina) til að vinna er að halda inni [ ] þangað til að Chocoboinn kemst ekki hraðar. Svo læt ég hann bara halda áfram þangað til í lokin, þar sem maður fer í geiminn. Þegar ég er kominn inn í það þá held ég O inni til að láta hann hlaupa eins og brjálæðingur í endann. Ég vinn oftast svona. Ýmis verðlaun fær maður í Chocobo Racing, og maður verður alltaf að veðja hver er í fyrsta og öðru sæti. Ef maður velur t.d. 2-3 þá er maður að veðja á að Chocobo númer 2 og 3 verði í tveimur efstu sætunum. Einfalt.


The Wonder Square

Hér er listi yfir öll tækin í Wonder Square:

Arm Wrestling Mega Sumo
Verð: 100 Gil

Þetta er svona "Sjómann" leikur. Til að vinna þarftu að drita á O til að ná hönd andstæðings þíns niður.Þú vinnur 1 GP fyrir að vinna Sumo og 2 GP fyrir að vinna Wrestler.


Super Dunk
Verð: 200 Gil

Einfaldlega hitta ofan í körfuna. Það eru 4 leiðir til að skjóta, of stutt, beint offan í, í spjaldið og ofan í og of langt. Þú þarft bara að fá tilfinninguna fyrir því hve lengi þú þarft að halda O inni. Ef þú hittir þá færðu að gera aftur. Þú færð 1 GP fyrir hverja körfu. Þú heldur áfram þangað til að skotið geigar hjá þér. Ef þú færð 10 í röð þá geturðu tvöfaldað GP-ið sem þú færð úr þeim leik. Ef þú geigar þá færðu 1 GP og leikurinn endar.


Wonder Catcher
Verð: 100 Gil

Borgaðu 100 Gil og þú færð GP, potion eða ekkert.


3D Battler
Verð: 200 Gil

Þetta er svona skæri, blað og steinn leikur, nema þetta er bardagi *L*. Þú velur eitthvað og andstæðingurinn velur eitthvað. Upplýsingar um hvað vinnur hvað eru hér fyrir neðan. Þú færð stig ef þú nærð að vinna. Sá sem nær 10 stigum fyrst vinnur. Svo kemur næsti keppandi o.s.frv.

/\ er upper body attack, vinnur low en tapar fyrir mid

[ ] er mid body attack, vinnur upper en tapar fyrir low

X er lower body attack, vinnur mid en tapar fyrir upper


Fortune Telling
Verð: 50 Gil

Fyrir 50 Gil geturðu látið völvuna spá fyrir þér.


Mog House
Verð: 100 Gil

Þú þarft að hjálpa Mog að læra að fljúga. Til að gera það þarftu að gefa honum Kupo nuts. Þú verður að gefa honum nákvæmlega nógu og mikið. Fylgdu bara benningum Mogs. Ef hann er svangur þá nuddar hann á sér magann. Ef hann hefur fengið nóg þá stekkur hann upp í loftið. Hættu þá að gefa honum og hann ætti að fljúga.

Þegar þú vinnur talaðu þá við manninn á bak við þig og þú færð 30 GP.


G Bike
Verð: 200 Gil

Sami leikur og var á Shinra highway á mótorhjólinu. Þú verður að vernda bílinn fyrir öðrum mótorhjólum. Þú missir stig ef hin mótorhjólin skaða bílinn en þú færð stig ef þú slærð þá niður (vinstri= [ ] hægri= O. Rauðu mótorhjólin reyna að fæla þig burt frá trukknum svo þau bláu geti ráðist á bílinn.

Besta leiðin til að vinna er að halda sig nálægt bílnum og láta hin mótorhjólin koma til þín. Ekki elta þá ef þeir eru langt frá þér. Ef þú færð 10.000 stig færðu GP og Item en ef þú færð 8000-10.000 (minnir mig) þá færðu bara lítið GP.


Snow Game
Verð: 200 Gil

Þetta er það sama og þú gerðir í Icicle Village. Það er þá ekki hægt að keppa í þessu fyrr en eftir það. Það eru 3 brautir. Þú færð stig fyrir hraða, blöðrur og tækni. Mjög skemmtilegt þó verðlaun séu ekki neitt sérstök :P


Torpedo Attack
Verð: 200 Gil

Þetta er það sama og í Shinra submarine. Því er ekki hægt að fara í þetta fyrr en eftir það. Það eru 5 borð. Þú færð alveg jafnmikið fyrir þau öll þannig að farðu bara í Level 1. Einfaldlega skjóttu hina og láttu þá ekki skjóta þig. Notaðu radarinn til að hjálpa þér. Þú færð 30 GP og Item ef þú vinnur.



Það er hægt að fá góð verðlaun fyrir GP í Gold Saucer. GP er gjaldmiðill Gold Saucer, eins og Gil. EXP Plus er mjög góð Materia, lætur mann fá meira Experience eftir hvern bardaga! Besta leiðin til að fá GP er að vinna Chocobo Race með Gold Chocobo. Það er hægt að vinna Enemy Away Materia sem verðlaun í Race-inu og maður fær 300 GP fyrir það. Einnig minnir mig að Megalixir gefi manni 500 GP.

Hér er listi yfir GP verðlaun í Gold Saucer (talar við konuna hjá spilakassanum í Wonder Square):

1 GP = Potion

20 GP = Ether

80 GP = X-Potion

100 GP = Turbo Ether

300 GP = Gold Ticket

500 GP = Carob Nut

1000 GP = Gil Plus

2000 GP = EXP Plus



GP Trikk

Þú getur keypt þér GP hjá gaur sem kemur stundum við innganginn í Gold Saucer (þar sem þú getur keypt Gold Ticket, ekki í Corel, í Gold Saucer) það kostar 10.000 Gil að fá 100 GP (sem er það mesta sem þú getur keypt í einu) . Hann er upp við húsið sem er ofarlega vinstra megin á skjánum. Ef þú vilt fá mikið GP úr honum þá skaltu ganga inn í Gold Saucer (þar sem þú getur valið um öll Square) og út aftur, þangað til að þú sérð hann.

Til baka
©2004-2008 Jormundgand