Limit


Öll Limit hjá öllum köllum.



Limit í Final Fantasy VII leyfa karakterunum að fá útrás fyrir innri reiði eftir að hafa fengið á sig ákveðið mikinn skaða frá óvinum og gera þá rosalegar árásir sem margar hverjar eru mjög öflugar. Til að fá Limit þarf svokallaður "Limit Bar" að fyllast en hann fær meira í sig þegar þú færð á þig skaða frá óvini. Þá kemur "LIMIT" í staðinn fyrir "Attack" í dótinu þar sem þú átt að velja hvað þú átt að gera í bardaga. Þegar Limitið er notað tæmist Limit Bar-inn og þá byrjar að safnast í hann að nýju. Til eru tvö "Status" sem hafa áhrif á hraða áfyllingar Limit Barsins. Fury lætur hann fyllast tvöfalt hraðar en venjulega en Sadness lætur hann fara á hálfum hraða.
Eftir að hafa notað hvert Limit ákveðið oft eða drepið ákveðið marga óvini fær karakterinn nýtt Limit og jafnvel nýtt Limit Level. Því hærri sem Limit Level-in verða, því öflugri árásir getur karakterinn gert. Allir karakterarnir nema Cait Sith og Vincent eru með 2 Limit í hverju Limit Level-i. Cait Sith er með 1 Limit í Limit Level 1 og einnig 1 Limit í Limit Level 2. Vincent er hins vegar í 1 Limit í hverju Level-i. Allir hinir karakterarnir eru með 2 Limit í hverju Limit Level-i og í Limit Level 4 er besta Limitið. Þá er aðeins Cait Sith sem er ekki með 4 Limit Level, hann er bara með 2.
Og eitt að lokum, þegar ég meina að hafa drepið óvini þá meina ég að hafa gert skaðann sem drap óvininn, ekki bara meitt hann og svo kemur einhver annar og drepur, heldur sá sem á lokahöggið.

Hér að neðan er fullkominn listi yfir Limitin hjá öllum karakterunum.


Cloud Strife
Level 1:
Braver- Er á í byrjun. Cloud hoppar upp í loftið og og slær einn óvin lóðrétt. Líkist þegar Cloud gerir Deathblow.
Cross Slash- Þú færð það eftir að hafa gert Braver 8 sinnum. Þetta Limit gerir þrisvar árás á einn óvin.

Level 2:
Blade Beam- Þú færð það eftir að Cloud hefur drepið 80 óvini. Í þessu Limit-i skellir Cloud sverðinu sínu í jörðina og sendir öflugan geisla á einn óvin. Aðalsprengingin endurkastast á hina óvinina sem gerir aðeins minni skaða.
Climhazzard- Þú færð það eftir að hafa gert Blade Beam 7 sinnum. Cloud setur sverðið inn í einn óvin og hoppar svo með sverðið í óvininum.

Level 3:
Meteorain- Þú færð það þegar þú hefur drepið aðra 80 óvini með Cloud. Cloud snýr sér í hringi með sverðið sitt og hoppar svo upp í loftið og gerir mörg lítil meteor sem gera oft lítinn skaða á alla óvini. Mjög gott Limit. Finishing Touch- Þú færð það eftir að hafa gert Meteorain 6 sinnum. Cloud býr til stóran hvirfilbyl með sverðinu sínu sem sendir alla óvini burt. Virkar auðvitað ekki á Bossa.

Level 4:
Omnislash- Þú færð það í Battle Arena fyrir annaðhvort 64,000 Battle Points á disk 1 eða 32,000 Battle Points á disk 2 og 3. Í þessu Limit-i gerir Cloud árás á einhvern óvin 15 sinnum og getur gert allt að 149985 í skaða.


Barret Wallace
Level 1:
Big Shot- Er á í byrjun. Barret býr til stóra sprengju og skýtur á einn óvin.
Mind Break- Þú færð það eftir að hafa gert Big Shot 9 sinnum. Eiginlega nákvæmlega eins og Big Shot, nema hann tekur MP-ið en ekki HP-ið af óvininum. Frekar tilgangslaust.

Level 2:
Grenade Bomb- Þú færð það eftir að hafa drepið 80 óvini með Barret. Barret kastar handsprengju í átt að óvinunum. Hún springur auðvitað og gerir skaða á alla óvini.
Hammer Blow- Þú færð það eftir að hafa gert Grenade Bomb 7 sinnum. Ef þú hittir þá drepurðu einn óvin samstundis. Virkar að sjálfsöfgðu ekki á Boss-a.

Level 3:
Satellite Beam- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 80 óvini með Barret. Barret sendir geisla út um allt og gerir skaða á alla óvini.
Anger Max- Þú færð það eftir að haf notað Satellite Beam 6 sinnum. Barret skýtur 18 skotum á einhverja óvini.

Level 4:
Catastrophe- Þú færð það í North Corel í tjaldinu þar sem konan með hattinn er. Ef þú bjargaðir lestinni í North Corel á Disk 2 þá gefur hún þér það. Barret gerir 20 sterka orkugeisla á einhverja óvini.


Tifa Lockhart

Athugið: Limit Tifu eru öll tengd hvert öðru svo þegar að þú færð nýtt Limit hjá henni þá skaltu alltaf nota nýjasta Limit-ið og þá geturðu notað öll hin fyrri líka! Þegar þú notar Limit-ið hennar þá kemur spilakassadót neðst á skjáinn og þá geturðu valið þrennt mismunandi: "Miss" , þá notar hún ekki það Limit, "Hit!" sem gerir miðlungs skaða með bragðinu og "Yeah!!!" sem lætur bragðið gera skaða yfir meðallagi. Þú hittir ekki alltaf sama óvininn þegar þú notar Limit-ið hennar. Ef þú ert að nota Limit-ið til að fá nýtt bragð hjá henni þá þarftu annað hvort að fá "Hit!" eða "Yeah!!!" til að það telji.

Level 1:
Beat Rush- Er á í byrjun. Tifa hleypur í átt að óvini og lemur hann duglega nokkrum sinnum.
Somersault- Þú færð það eftir að hafa notað Beat Rush 9 sinnum. Eftir Beat Rush stekkur Tifa og sparkar í óvininn.

Level 2:
Waterkick- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 80 óvini með Tifu. Eftir Somersault sparkar Tifa í miðju óvinsins og vatn kemur á óutskýranlegan hátt.
Meteodrive- Þú færð það eftir að hafa notað Waterkick 7 sinnum. Eftir Waterkick heldur hún á óvini og skellir honum í jörðina eins og í fjölbragðaglímu.

Level 3:
Dolphin Blow- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 80 óvini með Tifu. Í þessu trikki sker hún óvininn og höfrungur kemur... skrýtið en nokkuð öflugt.
Meteor Strike- Þú færð það eftir að hafa gert Dolphin Blow 6 sinnum. Þetta er nákvæmlega eins og Meteodrive, Tifa lyftir óvininum og skellir honum í jörðina.

Level 4:
Final Heaven- Í húsi Tifu í Nibelheim á öðrum eða þriðja disk. Þú þarft að spila eftirfarandi nótur á lyklaborðið og þá færðu vísbendingu... ég ætla auðvitað ekki að segja þér hvað stendur. Þú þarft að ýta á eftirfarandi takka á píanóinu (Þ=þríhyrningur [ ]=kassi X=ex O=hringur. Stundum þarf að halda inni R1 og ýta á takka)) : X, [ ], Þ, R1+Þ, R1+[ ], X, [ ], Þ, R1+X, O, X, [ ], X. Lokatrikkið er þannig að Tifa býr til risastóra orkubylgju sem gerir skaða á alla óvini.


Aeris Gainsborough
Level 1:
Healing Wind- Er á í byrjun. Læknar helminginn af HP-inu hjá öllum karakterum í partíinu.
Seal Evil- Þú fær það eftir að hafa gert Healing Wind 8 sinnum. Aeris notar galdur sem lætur lélega óvini ekki geta hreyft sig og gert Magic. Svona Stop og Silence árás.

Level 2:
Breath of the Earth- Þú færð það eftir að hafa drepið 80 óvini með Aeris (gangi þér vel c", ). Aeris læknar allt "Status".
Fury Brand- Þú færð það eftir að hafa gert Breath of the Earth 7 sinnum. Þetta er mjög gott Limit því hún lætur hina tvo karakterana í partíinu fá Limit.

Level 3:
Planet Protector- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 80 óvini með Aeris (ha-ha-ha). Þetta Limit gerir alla karaktera ósýnilega í nokkra stund (semsagt ekki hægt að gera neitt við þau).
Pulse of Life- Þú færð það eftir að hafa gert Planet Protector 6 sinnum. Þetta læknar allt HP og MP og lífgar einnig við KO karaktera og fullt HP og MP. Læknar ekki "Status".

Level 4:
Great Gospel- Þú VERÐUR að ná þessu á disk 1. Ef þú ert ekki búinn með hann, don't ask. Þegar þú ert með Buggy farðu þá aftur til Costa Del Sol þegar þú ert í Buggy og farðu á skipinu aftur til meginlandsins með Midgar, Kalm, Junon og því. Frá Junon farðu austur og fylgdu ánni þangað til að þú finnur vað (þar sem þú kemst yfir). Farðu norður og þar sérðu helli. Farðu inn og athugaðu hve marga bardaga þú hefur farið í. Ef sú tala hefur tvo seinustu stafina eins (eins og 122 eða 355) þá gefur gaurinn þér hlut. Ef þú ferð inn með tvo seinustu stafina eins og færð Bolt Ring farðu þá út og kepptu nákvæmlega 11 bardaga og farðu aftur inn. Hann ætti að gefa þér Mithril. Þetta gæti tekið nokkrar tilraunir (semsagt gætir oft þurft að fara út, keppa 11 bardaga, fara inn et cetera, et cetera). Stundum segir hann hve oft þú hefur flúið, farðu þá út, kepptu einn bardaga og farðu aftur inn. Þegar þú ert kominn með Mithril, haltu þá áfram í leiknum þar til þú ert kominn með Tiny Bronco. Þegar komið er að því að þú ert kominn í Gold Saucer farðu þá í átt að sjónum og reyndu að finna stakt hús með bláu þaki. Farðu inn og gefðu gæjanum Mithril. Farðu þá upp stigann og opnaðu leyniskápinn sem er innst og þar er Great Gospel. Það gerir alla karaktera ósýnilega það sem eftir er af bardaganum og læknar allt HP og MP.


Red XIII
Level 1:
Sled Fang- Er á í byrjun. Red XIII gerir öfluga árás á einn óvin.
Lunatic High- Þú færð það eftir að hafa gert Sled Fang 9 sinnum. Red XIII kastar Haste á allt partíið.

Level 2:
Blood Fang- Þú færð það eftir að hafa drepið 80 óvini mep Red XIII. Red XIII ræðst á einn óvin og fær HP og MP. Upphæðin fer eftir MP-i óvinsins.
Stardust Ray- Þú færð það eftir að hafa gert Blood Fang 8 sinnum. Red XIII sendir 10 stjörnur í átt að óvini.

Level 3:
Earth Rave- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 80 óvini með Red XIII. Í þessu Limit-i kastar Red XIII Haste, og Berserk á sig og ræðst á einhverja óvini.
Howling Moon- Þú færð það eftir að hafa gert Earth Rave 6 sinnum. Red XIII ýlfrar á tunglið og ræðst síðan á allt að 5 óvini í einu.

Level 4:
Cosmo Memory- Það er í Shinra Mansion hjá skápnum þar sem tölurnar eru. Allt um það í "Sidequest". Red XIII ræðst á alla óvini með ógnvænlega miklum skaða.


Cait Sith
Level 1:
Dice- Er á í byrjun. Teningum er kastað (1-6 teningar, fer eftir Leveli Cait Sith). Skaðinn er summa talnanna á teningunum sinnum 100. Getur gert frá 100-3600 í skaða.

Level 2:
Slots- Þú færð það eftir að hafa gert Dice 8 sinnum. Spilakassadót kemur á skjáinn. Sex hlutir geta gerst:
1. Joker- Drepur allt partíið þitt (já, drepur það allt)
2. Random Summon- Notar eitthvað Summon sem þú átt einu sinni. Það minnkar ekki töluna hvað þú getur notað Summonið oft.
3. Lucky Gal- Fleiri góð attack (x2 skaði) það sem eftir er af bardaganum)
4. All Over- Drepur alla óvini (ekki boss-a)
5. Huge Mog- Hvíti gaurinn sem Cait Sith ríður um á stækkar og gerir skaða á alla óvini.
6. Mog Dance- Læknar allt HP og MP í partíinu.


Cid Highwind
Level 1:
Boost Jump- Er á í byrjun. Cid hoppar upp í loftið og lendir með spjótið sitt á óvininn.
Dynamite- Þú færð það eftir að hafa gert Boost Jump 9 sinnum. Cid kastar dínamíti í átt að óvinunum og gerir skaða á þá alla.

Level 2:
Hyper Jump- Þú færð það eftir að hafa drepið 80 óvini með Cid. Þetta er nákvæmlega eins og Boost Jump, fyrir utan það hvernig Cid lendir, það kemur sprenging þegar hann lendir.
Dragon- Þú færð það eftir að hafa gert Hyper Jump 8 sinnum. Cid sendir dreka í átt að óvinunum og stelur slatta af HP-inu og MP-inu þeirra.

Level 3:
Dragon Dive- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 80 óvini með Cid. Í þessu Limiti gerir Cid 6 mjög öflug Boost Jump.
Big Brawl- Þú færð það eftir að hafa gert Dragon Dive 7 sinnum. Cid ræðst 8 sinnum á einhverja óvini.

Level 4:
Highwind- Þú finnur það í flugvélinni sem er í sjónum, rétt hjá þyrlunni (sem er inni í flugvélinni) . Cid summonar Highwind (hvernig sem það er hægt) og sleppir 18 sprengjum á óvininn.


Yuffie Kisaragi
Level 1:
Greased Lightning- Er á í byrjun. Yuffie skokkar í átt að óvininum og gerir mikinn skaða með vopninu sínu.
Clear Tranquil- Þú færð það eftir að hafa gert Greased Lightning 8 sinnum. HP-ið hjá hinum karakterunum í partíinu er læknað (ekki Yuffie).

Level 2:
Landscaper- Þú færð það eftir að hafa drepið 80 óvini með Yuffie. Yuffie gerir skaða á alla óvini með einhvers konar jarðskjálfta.
Bloodfest- Þú færð það eftir að hafa gert Landscaper 7 sinnum. Yuffie ræðst á alla óvini 10 sinnum.

Level 3:
Gauntlet- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 80 óvini með Yuffie. Í þessu Limiti kastar Yuffie stórri sprengju á alla óvini. Doom of the Living- Þú færð það eftir að hafa gert Gauntlet 6 sinnum. Yuffie ræðst 15 sinnum á einhverja óvini.

Level 4:
All Creation- Þú færð það þegar þú vinnur Godo í Wutai Pagoda. Það er turninn í Wutai, þar keppirðu á móti nokkrum óvinum. Godo er sá seinasti. Yuffie gerir stóran geisla á alla óvini.


Vincent Valentine

Athugið: Limit Vincents láta hann breytast í ófreskju með hærra HP. Þegar þú notar eitt af Limit-um hans í bardaga verður hann þannig allan bardagann, hvað sem þú gerir.

Level 1:
Galian Beast- Er á í byrjun. Vincent breytist í einhverja ófreskju sem hefur tvær árásir en þú ræður ekki hvort hann gerir.
1. Berserk Dance- Vincent ræðst nokkrum sinnum á einn óvin.
2. Beast Flare- Vincent hoppar og kastar einhvers konar sprengju á óvini.

Level 2:
Death Gigas- Þú færð það eftir að hafa drepið 60 óvini með Vincent. Vincent breytist í Frankeinstein (eða þannig). Aftur, tvær árásir sem þú getur ekki stjórnað.
1. Giga Dunk- Svipað Berserk Dance en gerir meiri skaða.
2. Livewire- Eldskaði á alla óvini.

Level 3:
Hellmasker- Þú færð það eftir að hafa drepið aðra 60 óvini með Vincent. Vincent breytist í asnalega ófreskju með vélsög og íshokkígrímu og er með árás sem þú getur ekki stjórnað (kemur á óvart?).
1. Hann ræðst 5 sinnum á einhverja óvini og setur "Status" á þá.

Level 4:
Chaos- Þú getur aðeins fengið það á Disk 3. Settu Vincent í partíið og farðu í þennan skrítna hring með fossinum (á annari heimsálfunni) annað hvort chocobo eða í kafbátnum. Farðu inn í fossinn. Þú ættir að sjá Lucreciu og smá scene kemur. Farðu svo út (þú getur farið í kafbátnum á Disk 2 og gert þennan fyrri hluta en það er fljótlegra að gera þetta á Disk 3). Farðu aftur beint inn í fossinn og upp að altarinu. Vincent segir eitthvað og þá færðu seinasta Limit-ið og besta vopnið. Chaos breytir Vincent í vængjaða veru sem er nokkuð kúl. Það er með 2 árásir sem, að sjálfsögðu, þú getur ekki stjórnað :p
1. Chaos Saber- Kraftmikill eldskaði á alla óvini.
2. Satan Impact- Lítur öðruvísi út en Chaos Saber en gerir samt það sama.


Til baka
©2004-2008 Jormundgand