Brandarar
Bush grín

BUSH

Bush forseti ákvað að setja af stað kynningarherferð, og fara út á meðal
almennings til að bæta ímynd sína og auka vinsældir.

Hann ákvað að byrja á því að heimsækja grunnskóla, svo hann gæti útskýrt
stefnu sína fyrir skólabörnum.

Eftir að hann hafði lokið máli sínu, spurði hann börnin hvort þau hefðu
einhverjar spurningar.

Stevie litli rétti upp höndina og sagði :

"Herra forseti ég hef 3 spurningar.


Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta
hryðjuverk sögunnar ? "

Áður en BUSH gat svarað hringdi bjallan skyndilega og allir fóru út í
frímínútur.

Þegar þau komu aftur tilbaka inn í tíma, spurði BUSH aftur hvort þau hefðu
einhverjar
spurningar.

Þá rétti Earnie litli upp höndina og sagði:

"Herra forseti ég hef 5 spurningar.

Númer 1. Hvernig gast þú verið kosinn forseti með minnihluta atkvæða.
Númer 2. Af hverju ætlar þú að ráðast á Írak án þess að hafa ástæðu.
Númer 3. Telur þú ekki að kjarnorkuárásin á Hiroshima hafi verið stærsta
hryðjuverk sögunnar ?

Númer 4. Af hverju hringdi bjallan 20 mínútum áður en tíminn var búinn.

Númer 5. HVAR ER STEVIE ??????????????????????"
Einu sinni þá labbaði Geimvera inn á gay bar og stillti sér upp við barinn. Allt í einu þá kom ógeðslega feitur og viðbjóðslegur vörubílstjóri, stillti sér upp við barinn og pantaði bjór. Geimveran horfði í smá stund á vörubílstjórann svo potaði hún í öxlina á manninum og sagði "BLÚPP,BLÚPP,BLÚPP".
Maðurinn sneri sér við og sagði " hey þú... ef þú gerir þetta aftur þá sker ég af þér hausinn"
Geimveran hugsaði sig um og potaði síðan aftur í öxlina á honum og sagði " BLÚPP,BLÚPP,BLÚPP"
Maðurinn tók upp hníf og skar af geimverunni hausinn en það óx bara strax nýr í staðinn. Þannig að geimveran bara endurtók þetta. Maðurinn var orðinn frekar pirraður og sagði "ef að þú gerir þetta einu sinni enn þá sker ég undan þér"
Geimveran hugsaði sig smá um, glotti svo og potaði í hann og sagði "BLÚPP,BLÚPP,BLÚPP"
Við þetta brjálaðirst maðurinn og girti niður um geimveruna... en það var ekkert þarna. Maðurinn stóð aftur upp og spurði " Hvernig í andskotanum stundar þú kynlíf"
Geimveran glotta, potaði svo í öxlina á manninum og sagði "BLÚPP,BLÚPP,BLÚPP"

Ef þú segir vini þínum brandaran pikkaðu þá í öxlina á honum um leið og þú segir honum hann
Jónas kristnaðist og varð ofurtrúaður. Hann lá á bæn daginn út og inn og fór tvisvar á dag í kirkju (og stundum oftar) til að tala við guð sinn. En í næsta húsi bjó trúleysingi sem lét sér aldrei detta í hug að horfa á kirkjudyr, hvað þá fara inn.

En trúleysinginn lifði góðu lífi. Hann var í vel launuðu starfi, hann var kvæntur fallegri konu og börnin hans voru heilbrigð og höguðu sér vel. Jónas, aftur á móti, var í erfiðu, illa launuðu starfi, Magga fitnaði með hverjum deginum og börnin vildu ekki tala við hann.

Og einn daginn, þegar hann var í djúpri bæn, lyfti hann höfði sínu til himins sagði:

„Góður Guð, ég heiðra þig á hverjum degi, ég spyr þig ráða um vandamál mín og játa fyrir þér syndir mínar. En nágranni minn sem trúir ekki á þig og fer áreiðanlega aldrei með neinar bænir hefur fengið allt sem hugurinn girnist á meðan ég er fátækur og þarf að þola ýmislegt andstreymi. Hvers vegna er þetta svo?“

Og þá heyrðist djúp og máttug rödd að ofan:

„AF ÞVÍ HANN ER EKKI AÐ TRUFLA MIG Í TÍMA OG ÓTÍMA!
Heim