Um Þrúði

Ég var fædd á Selfossi þann 18. febrúar 1984. Ég hef búið á Hellu allt mitt líf nema 4 mánuði í Reykjavík, 6 mánuði á Hvolsvelli og 4 mánuði í Chile. Ég byrjaði að hanna vefsíður í ágúst árið 1998 og hef þróað hönnina á ýmsum sviðum síðan þá. Ég bý með foreldrum mínum, bróðir og kærasta á Hellu og er að læra Tungumál og Ferðaþjónustu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Ég hef starfað á dvalarheimili aldraðra, kjötvinnslu S.S, bakaríi, hóteli og þjónað á veitingastað. Ég stefni á að vera fararstjóri annað hvort innan lands eða utanlands en ég hef líka mjög mikinn áhuga á ljósmyndun eða hvers konar listum. Ég hef mikinn áhuga á samskiptum við útlönd, ferðalögum og erlendum tungumálum.

[TIL BAKA] [HAFA SAMBAND!]