Jón Gnarr er bara einn af þeim mönnum sem fæðast með snilligáfu, hann virðist alltaf geta komið með eitthvað fyndið jafnvel um hluti sem eiga ekki að vera fyndnir. Maður sem lætur ekki áföll í lífinu sínu verða sér til hindrunar, heldur snýr þeim upp í grín og gerir gott úr þeim. Þessi maður er einfaldlega SNILLINGUR. Verk sem hann hefur verið í: Uppistandið Ég var einu sinni nörd sem hann var með í Loftkastalanum og sló það rækilega í gegn, þess má geta að hægt er að fá það á video og DVD. Leikritið Panodil fyrir tvo þar sem hann lék eitt af aðalhlutverkunum. Myndin Íslenski draumurinn þar sem Jón fór á kostum sem Valli besti vinur Tóta. Svo nýjasta mynd hans Maður eins og ég þar sem Jón fór enn og aftur á kostum. Hljómsveitin Nefrennsli sem er lítið þekkt. Jón hefur breyst mikið núna seinni ár en til hins betra að ég tel, hefur m.a. orðið mjög trúaður maður sem hefur bætt hann. hann setti t.d. upp sýningu á verkum efti sig nú fyrir stuttu, þar sýndi hann Jesú í ýmsum myndum og fékk sú sýning mjög góða dóma. |
![]() |