TVÍHÖFÐI
Þetta er Jón Gnarr sem er annar af tveimur þáttastjórnendum Tvíhöfða.Til að fá nánari upplýsingar um hann ýttu á myndina.
Tvíhöfði er útvarpsþáttur sem Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson stjórna. Þeir byrjuðu með þátt í fyrstu á Rás2 en færðu sig fljótlega yfir á Aðalstöðin og þá hét þátturinn Tvíhöfði þar fengu þeir frjálsar hendur með lagaval í þáttunum og þar komu þeir einni frægri hljómsveit á framfæri hér á landi Rammstein. Síðan fóru þeir yfir á X-ið þar sem þeir áttu eftir að vekja enn meiri athygli á sér. Til að byrja með störfuðu þeir aðeins í útvarpinu á sumrin en þegar á X-ið kom breyttist það, en þó ekki alveg strax. Þar komust þeir t.d. í kast við lögin eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Þar næst riftu þeir samning sínum við X-ið og héldu upp á Lyngháls þar sem þeir settu á laggirnar útvarpsstöðina Radíó. Þar voru þeir "bossarnir" og  réðu ríkjum en eftir að Jón Ólafsson keypti Fínan Miðil varð til ný útvarpsstöð sem hét Radíó-X, sem núna hefur verið lögð niður. Þar störfuðu þeir saman þangað til fimmtudaginn 28.febrúar 2002 þegar slitnaði upp úr samstarfi þeirra. En hafa nú snúið aftur og eru bæði á Skonrokki og X-inu alla virka daga milli 7-10. Þeir félagar hafa einnig verið duglegir að gefa út efnið sitt á geisladiski og eftir þá liggja núna 4 geisladiskar sem eru hver öðrum betri. Og að sjálfsögðu má ekki gleyma að minnast á sjónvarpsþættina Fóstbræður sem þeir hafa framleitt ásamt fleira fólki t.d. Helgu Brögu, Benedikti Erlingssyni og Þorsteini Guðmundssyni ásamt fleirum.
Og þetta er Sigurjón Kjartansson hinn stjórnandinn í Tvíhöfða.Til að fá nánari upplýsingar ýttu þá á myndina.
Fimmtudagurinn 28.febrúar verður lengi í minnum hafður, jú Tvíhöfðinn okkar tilkynnti að hann væri hættur. Þegar maður hugsar út í þetta líður manni hálfskringilega því að hlusta á þá var hluti af lífi manns. Vissulega eru þessar fréttir mikil vonbrigði fyrir okkur en fyrst og fremst vill maður bara þakka þeim félögum fyrir þann tíma sem þeir hafa skemmt okkur. Vill ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni ,Tvíhöfði mun aldrei deyja minningin lifir sem og þessi síða um þá.
    Þrátt fyrir að Tvíhöfði sé hættur mun Sigurjón verða áfram með þátt á Radío-X. Jón Gnarr ætlar að taka sér frí frá útvarpi og snúa sér að öðrum málum, eða eins og hann orðaði það þá er hann  fjöllistamaður.
                                                                 Nýjar Fréttir(19.mars 2003)
Já það hefur margt gerst síðan ég skrifaði eitthvað hér síðast.Fyrst ber að nefna að Jón lék aðalhlutverk í íslenskri mynd sem heitir Maður eins og ég og er eftir sama leikstjóra og myndin Íslenski draumurinn Jón gerðist svo frægur að verða sjónvarpsstjarna á Stöð2. Þar var hann með þáttinn Gnarrenburg og voru framleiddir 10 þættir af honum. Þar fékk Jón til sín fræga gesti og hljómsveitir einnig var hann með sketsa inn á milli. Svo má ekki gleyma að honum til aðstoðar voru tveir snillingar þeir Barði og Ási. Þessi þáttur féll í misjafnan jarðveg og vorum margir ekki að fíla þetta hjá Jóni en undirritaður saknar þáttana sárt. Svo á vormánuðum nánar tiltekið þann 1.mars hóf Jón störf á ný í útvarpinu, nánar tiltekið á útvarpsstöðinni Múzík88,5. Hann er í loftinu á milli 9-12 og þar fær hann til sín gesti milli þess sem hann hringir til útlanda, spilar sketsa og bullar sjálfur.
Sigurjón var eins og flestir vita á RadíoX með þáttinn sinn eftir að Tvíhöfði hætti, ýmislegt gerðist þar hann skipti um aðstoðarmenn en lengstum var hann þar einn ásamt tæknimanninum sínum Þránni. Þangað fékk hann góða gesti og ræddi hin ýmsu málefni. En nú er Sigurjón kominn yfir á X-ið, já það er byrjað aftur á 97,7 og þar er Sigurjón nú ásamt Dr.Gunna með þáttinn Zombie milli kl. 7-10 á morgnana.
                                          Tvíhöfðinn snúinn aftur.
Jæja þá hefur Tvíhöfðinn snúið aftur á Skonrokk og X-ið og er á dagskrá alla virka daga milli 7-10. Eftir smá hvíld ákváðu þeir félagar að slá til og koma aftur í útvarpið og ekki var það slæm ákvörðun. Þeir félagar hafa aldrei verið betri og hefur hlustun á þá ladrei verið meiri sem þýðir bara að þeir eru að gera virkilega góða hluti. Svo eru þeir einnig með þáttinn TV í höfði á Popptíví á fimmtudagskvöldum þar sem atriði úr þáttunum eru látin lifna við með frábærum teiknimyndum Hugleiks Dagssonar.