Starfsemi
Stjórn
Saga félagsins
Meistaraflokksliðið
Rós mánaðarins
Vefir vikunnar
Staðan
Netkeppni TG og SA
Bikarmót Plúsferða
TGingurinn
Pistlahornið
Aðrar síður
Fréttir
Heim
8 liða úrslit

Taflfélag Garðabæjar a-sveit 3  -  Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 9


Þriðjudaginn 13.11 fór fram viðureign TG og TR í 8 liða úrslitum. Það hefur orðið mikil breyting hjá TG með meistaraflokksdæminu. Allt annað yfirbragð og sjálftraust hefur komi jafnt og þétt í hópinn og metnaðurinn aukist jafnt og þétt. Það sem þetta hefur ma skapað er meiri og ákveðnari sigurvilji en oft áður. Það kom skýrt fram í gær í formi þess að menn mættu til að koma á óvart og vinna. Og menn virkilega meintu það. Það var þó virkilega erfitt þegar menn horfu á TRingana mæta á hinn nýja heimavöll TGinga, hokna af reynslu. Sævar Bjarnason, Sigurður Daði Sigfússon, Benidikt Jónasson Björn Þorsteinsson, Þröstur Árnason og Julíus Friðjónsson. Alls ekki árennilegt lið fyrir hin ungu og efnilegu tígrísdýr en þau þeirra sem kepptu í gær voru Kristján Guðmundsson, Ásgeir Þór Árnason, Jóhann H. Ragnarsson, Björn Jónsson, Leifur I.Vilmundarson, Jón Þór Bergþórsson og Kjartan T. Wikfeldt var varamaður.

Í fyrri umferðinni fór saman mjög góð taflmennska TR inga og að TG ingar ætluðu sér hugsanlega um of. Það er lögðu of mikið á stöðurnar á móti hinum yfirveguðu TR ingum. TRingar sýndu styrk sinn fljótt. Sævar vann Kristján í hörkuskák og gaf tóninn. Benidikt Jónasson vann Jóhann með feikilega skemmtilegri taflmennsku. Í framhaldinu vann Júlíus Jón Þór og Þröstur vann Leif. Hins vegar gerðu Ásgeir og Sigurður Daði jafntefli í stórskemmtilegri skák. Björn Jónsson varðist vel gegn Birni Þorsteinss og hélt jöfnu. Staðan sem sagt 5 - 1 í hálfleik og menn héldu að leikurinn væri búinn.

Það hefur hins vegar sýnt sig að það hefur myndast mikil seigla hjá tígrísdýrunum. Menn gáfust þess vegna ekkert upp heldur var skipunin sókn á öllum borðum. Kjartan kom inn í stað Jóhanns í seinni umferðinni. Mikil barátta var í upphafi og smátt og smátt fóru að myndast möguleika hjá TG. Og eftir korter byrjaði ballið. Kristán vann Sævari í mikilli baráttuskák og Ásgeir fylgdi eftir með því að sigra Sigurð Daða og staðan orðin 5 - 3. Menn litu í hvelli á aðrar stöðu og þá jókst spennan. Leifur hafði teflt frumlega og sótt frá byrjun og staða hans heldur betri en óvíst hvort það dygði. Björn með örlítið betra á Benedikt og Kjartan var með fín færi á móti Júlíusi og unnið á tímabili. Skák Jóns Þórs gat farið hvernig sem var svo að margt stefndi í framlengingu! En það datt allt TR megin í restina og þeir unnu þessar fjórar skákir og viðureignina þar með 9 - 3. Þetta sýnir samt hve atskáks og bikarformið býður upp á skemmtilega möguleika og þetta er greinilega aldrei búið fyrr en síðasti tölfræðimöguleikinn er farinn.

- Jóhann H. Ragnarsson