Málshættir G.

       

Gott atlæti er gjöfum betra. 

Gott er að eiga hauk í hotni.

  Gott er að hafa bót í bingi.

Gott er að hugsa á mettan maga.  

Gott er að vera gamall og muna margt.  

Gott er að vera í góðum hóp og gerast honum líkur.

Gott er að vera við góða sáttur.

Gott er góðu að una. orðnir þínir.

Gott er góðs að njóta.

Gott er góðum að þjóna.

Gott er heilum vagni heim að aka.  

Gott er þeim sem geð hefur glatt.

Gott gerir aldrei manninum skaða.

Gott gerir engum skaða.

Gott hús er gestum heill.

Góðan varning vantar sjaldan kaupanda.  

Góðgirni fæðir af sér góðgirni.

Góð orð finna góðan samastað.

Góð samviska er besta svefnmeðal í heimi

Góð samviska er betri en hundrað vitni.

Góðan varnig vantar sjaldan kaupanda.  

Góðum dreng er þar gott, sem hann unir.

Góðum foringja er gott að fylgja.

Góður er jafnan góðs von.  

Góðviljaður hugur býr yfir konungsríki.

Greiðfær er glötunarleiðin.

Greiði kemur greiða á móti.

Greindur nærri getur, reyndur veit betur.

Græddur er geymdur eyri.

Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.

Gull hlær að heimskum.

Gæfa fylgir góðri nennu.

Gæfan fylgir góðri nennu.

Gæt að raun, fyrr en grunsemd vaknar.  

Gætinn  munnur getur sér lof.

Gömul ósköp grát ei nýjum tárum.

 

  <Málsh F              Málsh. H>

<Heim 

48 málshættir