Málshættir H

afa skal ráð þó heimskur kenni.

Hafa skal það er sannara reynist.

Hafi það barnið, sem betur tekur við.

Hagnýtni drýgir litla muni.

Haltu lög, er sjálfur settir.

Hamra skal járn meðan heitt er.

Hart hrís gerir börnin vís.

Hatri gleyma margir, en fáir fyrirlitningu

Hálfnað verk þá hafið er.

Hálfu meira er að hirða en afla.  

Hátíð er til heilla best.

Hátt geltir ragur rakki.

Hefnd egnir til hefnda.

Heilsa er munaði betri.

Heilsan er fátækra manna fasteign

Heima er best að hvílast.

Heimskt er heimalið barn.

Heimskuleg fórn er ekki dyggð.

Heit er sú ást, er í meinum býr.

Heppinn er sá, við hug sinn ræður.  

Heyra má margt, en herma ei eftir.

Hinn öfundsjúki er sinn eiginn böðull.

Hin sanna synd er sú sem dýgð er af illkvittni.

Hjúanna trú styrkir bóndans bú.

Hnífur þess freka er frystur í smjörið.

Hnýsni er bönnuð, en aðgætni eigi.

Hold er mold, hverju sem það klæðist.

Hollur er heimafenginn baggi.

Hollur granni er gulli betri.

Hóf er á öllu nema hvílukossum einum.

Hóf er best í hverjum leik.  

Hól gleður heimskan

Hræddur flýr, þó enginn elti.

Huggar hálfur draumur.

Hugsanir eru blómstur sálarinnar og orðin ávöxtur girndanna.  

Hvað elskar sér líkt.

Hvað skal flot vit feitum sel.

ver er sinnar gæfu smiður.  

Hver er sínum hnútum kunugastur.

Hver hefir til síns ágætis nokkuð.

Hver velur sér vini eftir viti.

Hver er blindur í sjálfs síns sök.

Hver er sinnar gæfu smiður.

Hver lítið hefur, hann þó oft gefur.

Hver nýtur síns um síðir.

Hvergi er ótrúr óttalaus.

Hvert land bjargast við sín gæði,

Hygginn heyrir margt, hermir færra.

Hæfilátur hlýtur margra þökk.

Hæfileg kímnigáfa hentar hverju starfi.

Hægara er að finna að , en gera betur.  

Hægara er að kenna heilræðin en halda þau. 

Hæg eru heimatökin. 

Hætt er þeim við falli sem hátt hreykist.

Höfuðið verður fótum falli að varna.

  <Málsh G              Málsh. I>

<Heim