Málshættir O-Ó

fát sálar fleirum en sverðið

Ofbjóð ekki gestrisni.

Oft brjótast með þeim barnórar sem saman eiga að búa.

Oft dregur lofið háðið í halanum.

Oft er ánægjan synd og syndin ánægja.

Oft er blökk tót undir bjartri lilju.

Oft er dyggð undir dökku hári.

Oft er í holti heyrandi nær.

Oft er karlmanns hugur í konu brjósti  

Oft er ljótur draumur fyrir litlu.

Oft er málsnjall miðlungi sannorður.

Oft er misjafn sauður í mörgu fé.

Oft er snotur seinn til svars.

Oft er tungutrúr tíðindafár.

Oft er æði í annríki.

Oft eru augu innra manns spegill.

Oft eru á vorin erindi smá.

Oft fara saman skörp tunga og skýr hugsun.

Oft fylgja sterk orð veikum röksemdum

Oft gleður sá aðra sem glaður er. 

Oft hefur vinnulatur viljuga tungu.  

Oft lifa þeir lengi sem orðum eru vegnir.

Oft má lyf úr eitri brugga.

Oft má satt kyrrt liggja.

Oft skoðar latur maður verk sitt.

Oft snýst góðum last í lof.

Oft veldur letin ómaki miklu.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Oft verður af litlum neista stórt bál.  

Oft verður grátt úr gamni.

Oft vex laukur af litlu.

Oft vinnst sigur í seinni ferð.

Oft vinnur sá, er undan lætur

Orðspor ills manns berst víða

Orða sinna á hver ráð.

Óréttlæti einhvers staðar ógna réttlæti alls staðar.

Óskir hinna réttlátu, leiða aðeins til góðs.

Óttinn kvelur ágjarnan.

 

Málsh.N     Málsh.P-R

Heim

35 málshættir.