vel á meðan að aðrar virka fyrir aðra hljóma.Þannig að þú gætir þurft að prófa margar
útgáfur af hljómi þar til þú finnur þá útgáfu sem þú átt auðvelt með að gera á gítarinn.
Ef að hljómur kemur út og það á ekki að slá á alla strengina (eins og á mynd ). Er samt
hægt að gera hljóminn, en ekki láta strengina merkta X hljóma. Ef að það kemur út grip
sem hefur ekki allar nótur sem eiga að vera í því sýnir myndin XXXXXX sem gæti gerst
sérstaklega með afbrigðilegum stillingum á gítar, en er samt frekar sjaldgæft því að
forritið keyrir sjálfvirkt í gegnum allar útgáfur af gripum og reynir að finna eitthvað.
Ef ekkert gengur reyndu þá að breyta stillingum og þá ætti það að ganga.
Band(fret) :
Þegar hljómur er sýndur í opinni(open) útgáfu er bilið
efst á myndinni ekki með punkt á streng, ef einhver strengur er
í þessari stöðu á að slá hann lausan(opinn).Þegar þú velur hærra band(fret)
mun efsta bilið verða valið band(fret) staðsetning og mun það þá vera með
punkt á streng.Sýnidæmið hér til hliðar er opinn E, sýnidæmið hér til
hægri er sjöund hljómur tekinn á hvaða bandi ofar en opinn.
Opinn :
"Finnur opna(lausa) strengi" þegar þessi möguleiki er valin (hakað í) bætir forritið
við opnum (lausum) strengjum ( ef það er hægt ) við hljóminn sama á hvaða bandi þú vilt
að hljómurinn sé gerður, þetta getur oft gefið hljómum frábæran tón. Efst á myndinni er
samt enn bandið (hvar á hálsi) sem þú valdir en strengirnir sem sýna opinn hring og bláan
streng á að hafa opna(lausa). Sýnidæmið hér til vinstri er t,d "A" hljómur á fimmta bandi
með "A" strenginn og háa "E" spilaða opna(lausa).