![]() |
Það sagði mér svartur hrafn:Sagan á bak við rauða nefið27.04.2003 Þetta hafði Máni Mar að segja afa og ömmu þann 06.02.2003 Annars er ég kominn með bláa herbergið sem mitt eigið og tölvan og draslið flutt út. Ég fékk nýtt risarúm (jólagjöf) sem er svo hátt uppi að ég þarf að fara upp í stiga til að komast í það og undir er svona "lítið hús" þar sem kubbakassinn og dótakassinn geta hvílt sig. Þetta er algjört æði og ég svaf eins og engill í alla nótt og skreið svo uppí til ma og pa í morgun svona til að fá þau til að vakna og gefa mér að borða. En ég er að verða stór og er kominn með eigið herbergi liggggaliggggga lá. 1000 kossar frá mér ykkar Máni Mar En þetta var skrifað þann 07.02.2003 Það fór nú svo að litli guttin steypti sér niður úr rúminu kl. 2 aðra nóttina sína og fékk stóran skurð á nefið (sem verður líklega að öri). Það verður að segjast að vakna við þennan dynk er fylgdi fallinu er ein sú versta upplifun sem ég hef vaknað við til þessa. En hann var ótrúlega harður af sér og gráturinn var gleymdur eftir 5 mín. Svo var hann hinn hressasti daginn eftir og Thelma fór með hann til læknis sem hreinsaði sárið. Það heyrðist ekki stuna frá honum. En læknirinn setti sótthreinsandi vökva á nefið sem er rauður og er litli kútur því með eldrautt nef eins og trúður! Einn strákurinn á leikskólanum var síðan dauðhræddur við Mána þegar hann mætti með rauðanefið og þorði ekki að koma nálægt honum í allan gærdag og vildi ekki sitja við hliðina á honum við matarborðið. En hann er voða fyndinn að sjá og er algjört krútt með rautt nef. En núna er öryggisgæslan í kringum rúmið stóraukið, þannig að svonalagað gerist ekki aftur! Til afa og ömmu:Halló elsku amma og afi Jæja það er farið að vora og við leikum okkur alltaf úti núna á leikskólanum. Ég er mjög handlaginn með skófluna gref skurði og byggi hús. Oft er allt alveg brjálað þannig að sandgusurnar ganga yfir leikvöllinn eins og sandstormur þannig að hár, vasar, sokkar, skór og bleija eru full af þessum yndislegu hvítu kornum. Annars er ég búinn að vera að hrekkja kerlingarnar á leikskólanum mikið. Ég hætti að klæða mig úr og í fötin og gerðist smábarn aftur. Síðan hef ég verið að þykjast vera matvandur og spýti matnum út úr mér og hendi stundum diskinum á gólfið. Það er líka gaman að taka diskana af hinum krökkunum og fá svona smá væl, en að vísu er ég skammaður. Ég er ansi hræddur um að kerlingarnar hafa klagað í ma og pa því þau hafa verið mjög ákveðin við mig síðustu vikurnar og láta mig klæða mig og klára allan mat af diskinum mínum. Þannig að ég er búinn að minka það að prakkarast á leikskólanum. Annars er ég farin að átta mig á málunum betur. Þetta eru sko tvö tungumál sem ég þarf að læra. Þannig að í þessari viku þá byrjaði ég að tala þýsku á leikskólanum (en það er vonlaust heima því pa skilur mig þá ekki) og alveg helling. Ég heyrði að ma var að segja pa frá því að kerlingarnar höfðu verið að segja henni að ég hafi allt í einu farið að tala alveg hellings þýsku í þessarri viku. Ma og pa fengu alveg tár í augun en ég var ekkert ánægður, hvað eru þessar kerlingar alltaf að klaga mann þegar það grætir bara pa og ma. Englansferðin var alveg frábær. Ég eignaðist stóran vin sem heitir Knútur og er fimm ára. Ég hafði rosalega gaman af dótinu hans en stundum var hann nú ekkert hress með það að ég væri að kast því eitthvað til. Síðan var svo gaman að vera með honum, ég elti hann út um allt og var stundum að pota í hann. Hann reyndi að fela sig stundum en ég fann hann alltaf. Hann var voða góður við mig en ég heyrði hann segja við mömmu sína að hann langaði ekkert í systkini. Annars var ég í pössun um miðjandag hjá Búbú vini mínum. Pa fór á handboltaleik og ma var að læra. Pabbi Búbú var með okkur og við áttum að taka miðdegislúr. Hann lagði okkur og fór svo að tölvast eitthvað. Nema kvað við vorum ekkert þreyttir og fórum að leika okkur. Ég sá þá fötur með sandi á gólfinu og fór eitthvað að hræra í þeim og auðvitað Búbú líka. Við ákváðum því að sturta sandinum úr fötunum á mitt gólfið svo við gætum mokað því upp aftur. Það kom stór rykmökkur og Búbú var sótgrár frá toppi til tár. Hann var geðveikt fyndinn að sjá. Þannig að við ákváðum að róta aðeins meira í sandinum til að fá meira ryk. En þá opnast hurðin! Pabbi Búbú stendur þar og augun ætla út úr grímunni og hann rekur upp þetta litla öskur sem líktist apa í Tarzan teiknimyndinni. Hann byrjar því næst að skamma Búbú sem fer auðvitað að gráta. Þegar hann grætur leka tárinn niður gráavangana og hann klórar sér í í augunum og fer þá að gráta enþá meir. Ég horfði nú bara á og skildi ekki þessi læti. Því næst erum við strippaðir og hennt inn í stofu. Síðan fer Pabbi Búbú að moka sjálfur uppí föturnar og ryksuga sandinn upp. Það er nú meiri eigingirnin í þessu fullorðna fólki það vill bara leika sjálft. Þegar pabbi kom var allt orðið fínnt og ég heyrði að Búbú pabbi var eitthvað að segja pa frá þessu. Hann var sveittur með rykug rauð augu og bjór og sígó í hendinni. Pabbi fór með mig heim og var að segja að ég væri nú meiri kallinn að hella allri öskunni niður innandyra. Þá skildi ég - þetta var aska úr kolaofnunum ekki sandur sem mætti moka. OOOóóó!! Annars eru ma og pa alveg í ágætis standi. Ma lærir og læri á bókasfninu og pa illast og illast en er ánægður með að vera laus við kolakyndinguna og öllum þeim skýt er því fylgir. Annars eru þau farin að tala meira og meira um ísland eða heim eins og þau segja. Þannig að það kannski styttist í að ég setjist upp í afa auto aftur - gaman gaman. Kossar og knús til ykkar ykkar Máni Mar |
|