m

f

s

g

e

v

 

Pistlar:

suðan og pottlokið af:

02.05.2003

Eftir sírenuvæl næturinnar hér í Berlín, þar sem lögreglann reyndi að berja niður óþjóðalýð sem notar dag verkamanna til að skemma og spilla þessum degi, þá er ekki hægt annað en hrista hausinn og taka undir með verkalýðnum að þessu verði að linna. Það er algjörlega óþolandi að sjá nazista, unglingaklíkur af allskyns litarhætti (þó mest Tyrkjum hérna) og óþroskaða einstaklinga vaða hér uppi kastandi grjóti, kveikjandi í bílum og brjótandi niður símklefa, biðskýli, rúður og í raun allt sem á vegi þeirra verður. Þetta fólk gerir sig að svo miklum fíflum oft á tíðum í sjónvarpinu t.d. voru viðtöl við nokkur ungmenni sem vissu ekki alveg um hvað dagurinn snérist nema þá að það væri gott adrenalínkikk að hafa lögguna á hælunum. Þessvegna vorkenni ég ekki þessu liði sem vaknaði upp í morgun í fangaklefum marið og útgrátið eftir atburði næturinnar. Það er gott að standa upp og mótmæla mörgu því sem er miður í þjóðfélaginu (við íslendingar mættum gera meira af því) en að vera að þessari vitleysu ár eftir ár með ekkert fram að færa nema eitthvað hatur út í lögregluna er alveg ótrúleg heimska og hana-nú.

25.04.2003

Jæja ég sendi bréf á alla flokka og þrír af þeim svöruðu fljótt en aðrir hafa ekki svarað ennþá. Þetta eru nú allt svör um hvar heimasíður og stefnuskrá er að finna, en það er tekið undir sumt af því er kemur fyrir í bréfinu.

En hér er það nú blessað:

Ágætu frambjóðendur. Þannig er mál með vexti að ég og fjölskylda mín búum erlendis og höfum hug á að flytja heim í sumar eftir námsdvöl í Berlín og takast á við lífið að festu sem fjölskylda. En við höfum fengið viðvaranir frá einstaka vinum og ættingjum um að við ættum ekkert að vera að flýta okkur að flytja heim. Ástandið á Íslandi væri nefnilega ekki uppá marga fiska. Matvara er sú dýrasta sem fyrir finnst í Evrópu, jafnvel í heiminum, sem og þjónusta ýmiskonar (t.d. BANKAR, BANKAR, BANKAR, tannlæknar, smiðir), afþreying (bækur og blöð, tónlist, bíóhús, leikhús, sjónvarpsáskrift) bílar, varahlutir, bensín, tryggingar, leikskólar, húsbúnaður, leiga á húsnæði (sem er mjög ótryggur markaður). Já, og þetta er stutti listinn. Það er eitt sem fer þó agalega í taugarnar á undirrituðum en það er að sjá hversu oft íslenskar vörur eru á uppsprengdu verði. Lítið dæmi er vatn í plasti 1/2 l. með smá gosi á 150 kr. á Íslandi og hér í Berlín er það á 16 kr. Hvað er að!!!??? Ég fengi t.d. 3-6 bjóra fyrir sama verð og íslenska ropvatnið. Þannig virðist gjörsamlega allt íslenskt falla undir sama hatt og það erlenda þó svo ofurinnflutningstollar séu ekki til staðar og framleiðslukosnaður lágur. Er okkur viðbjargandi? Ekki er það aðeins þessi hrikalega verðlagning sem við fáum aðvaranir um. Einnig er það þessi mikla múgsefjun sem bankar landsins og verðbréfabullið hrundu af stað með miklum látum um 1998 sem kallast lífsgæðakapphlaupið. Að vísu var búið að vera vísir af þessari smáborgaralegu hugsunum í töluverðan tíma en þessari vitleysu var gefið spark undir alla rassa þarna 1998. Það er skelfilegt að fá fréttir af ungu fólki í blóma lífsins verða gjaldþrota og heyra að lífsgæðakapphlaupið hafi orðið því að falli(tjaldvagninn, sumarbústaðurin, einbýlishúsið, jeppinn, frúarbíllin og glæsilegu innanstokksmunirnir). Er þeim vorkun? Ég veit það ekki en hver og einn verður að standa undir sínu, ekki svo? Þetta er kannski þjóðarsálinni að kenna, er það nokkuð? Er ekki nóg komið þegar börn koma heim úr skólanum grátandi yfir því að vera ekki klædd í réttum merkjum eða með nógu flotta skólatösku. Þjóðfélagið hlýtur að vera orðið alvarlega sjúkt í rótina þegar grunnskólabörn eru farin flokka hvert annað eftir merkjavöru? Verður þessu þá einhvern tíma snúið við? Hugsa sér, afi bjó í torfbæ! Fyrir okkur er þetta mikill höfuðverkur hvort það sé þess virði að eyða lunganu úr ævinni á Íslandi, sorglegt. Ekki er það aðeins allur kostnaður sem eykst, "nauðsynlegt" er að eiga bíl og fjárfesta í íbúð þar sem leigumarkaðurinn er mjög ótryggur og gefur lítil réttindi. Síðan er það þetta blessaða LÍN, sem fær allt ungt fólk til að fella tár og grána fyrr en ella, tveimur árum eftir að náminu líkur, með sitt greiðslubirgði og vatna-vaxtavöxtum( hér horfir maður á jafnaldra sína sem standa allflestir á núlli að námi loknu). Leikskólagjöld eru svo 400-700 % dýrara á Íslandi en Berlín. Þannig að það eina sem dugir er að vinna myrkranna á milli með tvær aukavinnur á svartamarkaðnum. Helst ekki gift eða skráð í sambúð. Allt aðeins til að ná endum þokkalega saman og til þess að vera ekki dæmdur af samfélaginu sem gengur á yfirdrætti. Einnig er erfitt er að láta drauma sína rætast og verða sjálfstæður atvinnurekandi. Kerfið er orðið svo þungt í vöfum með allskyns pappírsskrumi, leyfum og reglum að einfaldur draumur breytist í martröð á augabragði og Mammon svífur yfir vötnum. Þarf fólk virkilega að gefa sér Mammon á hönd til þess að falla inn í íslenskan veruleika? Þarf fólk að fórna kjarna hvers samfélags, fjölskyldunni, til þess að eiga fyrir skuldum? Er þetta veruleiki? Svona er Ísland í dag? Nú fer að líða að kosningum og stefnumálin komin á hreint eftir vorþing og annað. Þess vegna langar undirrituðum, fjölskyldu minni og vinum að inna ykkur eftir því hvað það sé í stefnumálum ykkar sem tryggir velferð ungs (barna)fólks sem ný hefur lokið námi til að koma sér fyrir í þjóðfélaginu á mannsæmandi hátt? Það er innileg von mín að ykkur gefist tími til að svara bréfi mínu og veita mér innsýn inn í stefnu flokksins, því með svörum flokksins ætlar hópur fólks að byggja ákvörðun sína á hvern skal velja í maí eða utankjörstaðar í næstu viku.

Virðingarfyllst Steinbjörn Logason

Berlín

Fyrstir voru það X-D sem svöruðu:

Sæll Steinbjörn, margt af því sem þú telur upp í bréfi þínu er rétt, annað eru mýtur. Vissulega hafa margir farið fullgeyst í lífsgæðakapphlaupinu en í flestum tilvikum verða þeir að eiga það við sjálfa sig en ekki stjórnvöld. Um leið og frelsi einstaklinga er mikið þá er ábyrgð þeirra það einnig. Nú er það svo að lífsgæði á Íslandi eru með því besta sem gerist í heiminum og við getum státað okkur af mörgu sem þróast hefur á betri veg hér en víðast hvar annars staðar. Ég hvet þig til að kynna þér heimasíðu okkar. Þar er ýmislegt um stefnu flokksins en meðfylgjandi er lítill bæklingur um þann árangur sem náðst hefur á síðustu árum. Hann er reyndar á heimasíðunni einnig. Að lokum hvet ég þig til að flytja heim að námi loknu og að sjálfsögðu að setja x við D í kosningunum.

Bestu kveðjur, Gréta Ingþórsdóttir.

Síðan X-S:

Heill og sæll Steinbjörn, Þetta er nákvæmlega það sem Samfylkingin hefur verið að benda á í sínum málflutningi, og það ekki bara nú rétt fyrir kosningar. Óréttlætið, misskiptinguna sem hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu. Þessu ætlum við að breyta, fáum við til þess umboð. Ég sendi þetta erindi þitt á frambjóðendur í Suðurkjördæminu. Jafnframt sendi ég þér kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar í viðhengi, þá sem samþykkt var á vorþinginu á dögunum. Vænti þess að fulltrúi af listanum sendi þér frekari upplýsingar.

Bestu kveðjur,

Þröstur Emilsson kosningastjóri Samfylkingarinnar Suðurkjördæmi 822-8777

og að lokum X-U:

Sæll vertu Steinbjörn Logason.

Þakka þér fyrir þitt ágæta bréf. Þú drepur þar á ýmislegt sem veldur okkur mörgum umhugsun og áhyggjum og vissulega er ýmislegt í okkar þjóðfélagi sem við erum ósátt við og þarfnast útbóta. En kostirnir eru líka margir og ég vona sannarlega að hjá þér og þinni fjölskyldu reynist hún römm taugin sem rekka dregur föðurtúna til! Meðfylgjandi viðhengi hefur að geyma bæklinginn KOSNINGAÁHERSLUR VG 2003 og færðu þar vonandi svör við þeirri spurningu hvort þið viljið setja X-ið við U. Ég bendi þér líka á heimasíðuna okkar www.vg.is þar sem m.a. má kynna sér stefnu flokksins ítarlegar. Kosningavefurinn okkar er hins vegar www.xu.is þar sem hvert kjördæmi er með sína síðu. Gaman væri að heyra frá þér aftur. Bestu kveðjur til þín og þinna,

Kristín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri VG

En framsókn og frjálslyndir hafa ekki svarað.

 

 

heim