
Sætar kökur og tertur
Steikt brauð
Smákökur
Fiskréttir
Brauð
Ís
|
Laufabrauð
500 gr hveiti
35 gr smjör
15 gr sykur
1 tsk lyftiduft (ger-)
250 gr mjólk
Smjörinu og lyftiduftinu er nuddað saman við hveitið, sykurinn látinn í og vökvað með mjólkinni, sem best er að hafa snarpheita. Þetta er svo hnoðað, þar til deigið er orðið sprungulaust. Þá er það breitt þunnt út og skornar úr því kökur undan diski með kleinuhjóli. - Kökurnar eru látnar vera á köldum stað dálitla stund. Svo eru skorin með hníf ýmiss konar lauf, rósir, blöð og stafir á hverja köku. Kökurnar eru svo soðnar í vel heitri tólg sama dag og deigið er búið til, þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Laufabrauðið hefur verið og er enn þann dag í dag alþjóðarréttur á jólum hér á landi með hangikjöti og magál.
|
Rúgbrauð
Laufabrauð
|