Spyrill: Nú eru margir á því að báráttan um sigurinn í Bikarmóti Plúsferða standi á milli TR, Hellis, SA og ykkar í Skákfélagi Hafnarfjarðar. Jafnvel er talið að b sveitir TR og Hellis geti blandað sér í baráttuna. Ertu sammála þessu og hvernig meturðu möguleika ykkar í SH?
Sigurbjörn: Ég held það sé á engan hallað þegar sagt er að baráttan um sigurinn í Bikarmóti Plúsferða hljóti að standa á milli TR og Hellis. Tel ég TR standa þar sterkar að vígi enda hafa þeir óvenju breiðan hóp skákmanna með um 2300 elo stig og mega þeir þar af leiðandi betur við forföllum en önnur lið. Hvað möguleika okkar í SH varðar þá er ljóst að við getum strítt hverjum sem er, en við megum þó alls ekki við neinum forföllum. B-sveitir stóru félaganna ættu ekki að eiga mikla möguleika á sigri í keppninni, jafnvel þó þau séu mjög sterk
Hver er þín skoðun á keppni sem þessari?
Þessi keppni leggst afar vel í mig og finnst mér stærsti plúsinn vera hve auðvelt það mun vera að standa í þessu sem liðstjóri. Einungis tvær atskákir á kvöldi, tvisvar í mánuði er þægilegt "prógramm".
Hvar telurðu mesta möguleikana á "óvæntum" úrslitum í forkeppninni og 16 liða úrslitunum?
Í raun sýnist mér að fátt verði um óvænt úrlit í fyrstu umferð. Drátturinn var einfaldlega á þá leið að annars vegar drógust saman mjög jafnsterk lið eða mjög missterk lið og þar af leiðandi er erfitt að spá óvæntum hlutum. |